miðvikudagur, september 17, 2003

Það tókst að koma 40 manns inn í litlu íbúðina mína... ótrúlegt en satt !!! Það er svona að eiga tvær risafjölskyldur (sína eigin+tengdó). Við fengum fullt af innflutningsgjöfum, potta og pönnur, bolla, grænmeti, ávexti, diskamottur, diska, salt+piparkvörn, sett með steikarspaða+pískara og margt fleira. Það mætti halda að þetta væri e-ð stórafmæli... það er nú samt ekki langt í næsta stórafmæli hjá okkur skötuhjúunum-rúmt ár í 25 ára afmæli úúúúúúúú

Fór í Baðhúsið í kvöld, ég og Silja erum komnar í kílóakeppni spennó ;o)

sunnudagur, september 14, 2003

Rosalega var gaman í gær... Biggi+Heiða, Gísli, Bjarki og ég og Steinar borðum saman í nýju íbúðinni okkar. Vorum með steinasteik og fondue-rosa flettt!!! Í kvöld verður svo fjölskyldan, eða um 50 manns ;o) í kvöldkaffi... Eins gott að ég verði dugleg að læra í dag svo ostakakan verði tilbúin fyrir kvöldið.

miðvikudagur, september 10, 2003

Var að koma úr mat hjá tengdó og er sprungin... línuskautaði frá skólanum og svo aftur til baka í skólann og er að fara að læra. Gangi mér vel !!

þriðjudagur, september 09, 2003

Það tókst!!! (að fá sperrur) enda hef ég ekki hreyft mig í manna minnum... það var soldið sárt að labba í bíó í gærkvöldi og enn verra að labba í skólann í morgun. Þetta eru bara merki þess að ég þurfi að skokka meira hahhahahah ;o)
Ég skoðaði reyndar hjól í dag, er að spá í að kaupa mér svo ég geti hjólað í skólann og verið helmingi fljótari heim eða þannig að ég hætti fyrr á kvöldin svo ég geti mætt aðeins seinna á morgnanna...............

mánudagur, september 08, 2003

Ég og Silja ætlum að skella okkur í BP (body pumb) í Baðhúsinu í dag og reyna allt hvað við getum til að fá harðsperrur... vonandi að það takist
Það er naumast hvað maður getur verið duglegur í skólanum eina helgi.... samt kíkti ég í vísó á föstudaginn og í innflutningspartý hjá Ásdísi og Stebba Stuð!! Á laugardaginn voru vel heppnaðir tónleikar Blúsbyltunnar haldnir í Félagsheimili Ungmennafélagsins Drengs í Hvalfirði. Sunnudagurinn fór svo í fyrirlestra og IKEA...

miðvikudagur, september 03, 2003

Voða gaman hjá mér núna ;o)
Er að bíða eftir að Steinar sæki mig svo ég geti farið að heimsækja ömmu og fá hjá henni eitt stykki þvottavél og svo ætla ég að klippa hann pápa og gera svona ýmislegt skemmtilegt með fjölskyldunni...
og eitt í viðbót ég er búin að ná umhverfisverkfræði VEIVEIVEI !!! Kennarinn heppinn mar, hann sleppur við það að verða urðaður með hinu sorpinu...

mánudagur, september 01, 2003

Það gekk ekki vel í stærðfræðinni, náði aðeins að hækka mig um helming sem var því miður ekki nógu gott til að ná.... :o(
Ég tek þetta bara í rassg.... hjá Dodda Bú nú á haustönn og þar sem ég verð aðeins í þremur til fjórum prófum um jólin þá ætti þetta að hafast...
En annars líður mér bara vel í nýju íbúðinni minni og á bara eftir að taka upp úr tveimur kössum (sem er lítið miðað við fjölda kassa sem komu inn í íbúðina), sófinn er orðinn eins og nýr og við erum komin með tvo nýja og fína eldhússstóla!