helgin búin að vera ágæt.... á föstudag var aðalfundur Naglanna, hann gekk svona fínt til að byrja með en fór í soldið rugl undir endann!! þetta var samt mjög skemmtilegt kvöld og ég náði að sem betur fer að skila af mér ritaraembættinu ;o) held og vona að glærusjóvið mitt hafi slegið í gegn það var allavega hlegið að því!! dagurinn eftir aðalfund var svona líka hressilegur.......... vaknaði mis hress upp úr hádegi og fór beint í gullbrúðkaup hjá ömmu Dúnu og afa Steinari. þar voru þvílíkar kræsingar á borðum en eitthvað var maginn að stríða mér svo ég gat ekki gætt mér á þeim. þaðan lá leið í hópsprautu (sem við þurfum fyrir Kínaferðina)
NB 3 sprautur og við fengum smá fyrirlestur hjá lækninum um það sem við eigum að forðast að borða úti... það kom svipur á mannskapinn (aðallega strákana) þegar hann sagði að við ættum að forðast að borða hammmmmborgara, hráa grænmetið á þeim er víst ekki svo gott í magann á aumum íslendingum sem þola lítið í Asíu!!! en við getum þó alltaf borðað grjón og ávexti. engin mjólk er til í Kína því kínverjar hafa ekki ensími í líkamanum til að brjóta niður mjólkursýrur (mjög mikill fróðleikur semst...). eftir sprautuna brunaði ég í fermingarveislu hjá Eyrúnu frænku minni, maginn var komin í lag og þar gat ég borðað á mig gat. þegar klukkan var að verða 7 þurfti ég að drösla mér í vinnuna (ég var ekki að nenna því :ol ) og vinna til miðnættis. þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var þreytt, hafði ekki haft tíma allan daginn til að vera þunn í friði!! gat heldur ekki sofið út í dag því ég átti að mæta út í skóla í verkefni klukkan 10 í morgun..... djöfull var ég þreytt og ég gat nottla ekki vaknað og mætti allt of seint út í skóla :o( fór beint úr skólanum í hrygg til mömmu og pabba og er núna í tónabæ hjá Steinari sem er að gera möppu fyrir LHÍ.
ok vibba löng færsla en frá mörgu að segja,
kv.Katy