þriðjudagur, júlí 23, 2002

Alltaf sama blíðan hér á Íslandi, ég hélt ég væri að fá mér útivinnu til að fá smá lit og svona en nehei aldeilis ekki!!! Það bara rignir og svo kemur vindur og mér verður svo ískalt á að vera úti. En nóg um mína skemmtilegu vinnu.
Ég er loksins búin að finna föt fyrir brúðkaupið, voða voða fínn kjóll - hvítur með perlum og temmilegum slóða svo fylgir svona slör með. En systir mín var að segja að það væri kannski soldið leiðinlegt ef gestirnir færu að stela athyglinni frá brúðhjónunum. Ég geðveikt sár og þurfti að finna annað dress. Endaði í Mangó í Smáralind og fékk mér ljósbrúnt sumarpils og hvítan bol með blúndum.

miðvikudagur, júlí 17, 2002

Það er aldeilis hvað maður afrekar á einum degi ha! Ég spilaði smá, borðaði köku og hló mig máttlausa af hallærislegum bröndurum sem þykja ekki fyndnir hjá venjulegu fólki. En eins og ég segi þá er ekki mikið að gera hjá okkur í Skólagörðum Garðabæjar nema þegar Kúki kemur í heimsókn, já Kúki vinur okkar. Hann Kúki er strákur úr Garðyrkjunni sem kemur til okkar 1-2 sinnum á dag og kúkar í klósettið í skúrnum okkar, sem væri nú ekki frásögu færandi nema fyrir það að það er ekkert þak yfir klósettinu. Þá er ég ekki að meina að það sé opið upp í bláan himininn, nei það er bara svona skilrúm sem skilur að kaffistofuna, klósettið og verkfærasalinn. Ég set það ekki fyrir mig að kúka bara heima hjá mér en Kúki getur hreinlega ekki haldið í sér! Í dag heyrðum við svona líka háar stunur og svo stórt BLÚPPS!!! svo það undirtók í skúrnum og við sprungum úr hlátri á kaffistofunni og þurftum að flýja land vegna megnrar fýlu sem lagði um Garðabæinn. En nóg um það, þó ég geti endalaust blaðrað um málefni hægðar er ekki víst að þið nennið að lesa þetta bull!!!
Það styttist í ferð mína til Bolungarvíkur í brúðkaup Sigrúnar og Bigga, fer eftir aðeins viku og hann elskulegi Steinar minn kemst með!!! jibbíjibbí ;o) Ég hoppaði hæð mína þegar hann sagði mér að hann fengi frí. En næsta verkefni er að finna föt fyrir brúðkaupið, það yrði nú flott ef ég fengi engin föt á mig ha! Ekki nóg með það að sitja fyrir utan kirkjuna angandi af skítalykt heldur væri ég í lúsugum lörfum frá ´97 - voða voða vinsæl fyrir vestan!!!

mánudagur, júlí 15, 2002

Það er nú soldið lélegt af mér að vera ekki duglegri en þetta en........ þessi vinna sem ég er í dregur úr manni alla löngun til að gera nokkurn skapaðan hlut!
Til dæmis í dag þá vann ég einu sinni í rommý (spiluðum upp í 2000) tapaði nokkrum sinnum í seven up og skítakalli, efnilegt það. En þetta var nú ekki fyrr en ég kom til baka frá lækninum sem var að skera af mér fallega fæðingarbletti, tvo litla sæta fæðingarbletti og ég má ekki einu sinni fara í sturtu í 10 DAGA á eftir, ég endurtek 10 DAGA. Það verður góða lyktin af mér í brúðkaupinu fyrir vestan sem er einmitt eftir 10 daga. Ég fæ að sitja fyrir utan kirkjuna eins og í gamla daga þegar fátæka lúsuga fólkið sat og horfði inn um gluggana, læt mig dreyma um betri lyktandi daga!

miðvikudagur, júlí 10, 2002

Nú er ég alveg búin á því!!!! Ég skrapp í fyrsta skipti á línuskauta í gær, var ekkert að fara neitt rólega heldur var á milljón í klukkutíma og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það var erfitt að standa upp úr rúminu í morgun.....................barasta ekki hægt!!
Fór í mjög skemmtilega ferð í dag upp í Sandhlíð og var að gróðursetja stafafuru með börnum úr skólagörðunum, við grilluðum og fórum í leiki í góða veðrinu.
Ef þið vissuð það ekki þá er ég að passa hús í Hafnarfirði fyrir Egil og Kicki, ég hef ekki getað opnað bílskúrinn í marga daga en í dag prófaði ég alla lyklana í þrítugasta skiptið og viti menn, fyrsti lykillinn sem ég prófaði opnaði bara bílskúrinn rétt eins og Sesam gerði hér forðum daga.....