miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Vaaaaááááá.... ef þetta er ekki til að pissa í buxurnar yfir þá veit ég ekki hvað !!!
Var að leita að mynd af jólasveini og sló inn "santa Claus" á google og þá birtast þessar geimverur... ætli þau séu skyld jólasveininum í 8. ættlið??

Hef það annars gott þessa dagana, vinn mikið - sef lítið. Fékk einmitt góða ábendingu frá sænskukennaranum mínum í dag: "Þú ættir að lesa a.m.k. einn kafla á viku í einhverri skáldsögu til að festar ekki í þessu tölulega og fræðilega umhverfi sem þú vinnu í." Þar hafiði það...

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Shitt hvað tíminn líður hratt, það er alltaf að koma helgi!! Ég verð mætt á Grund áður en ég veit af... Já eins og ég segi tíminn bara líður og mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Reyndar er ég búin að gera fullt og var mjög gaman hjá mér um helgina (sem mér finnst hafa verið í gær). Nokkur stikkorð: leikhús, partý, lagersala, göngutúr, Laugarvegurinn, kaffihús, Blómaval, Köben hittingur, afmæliskaffi, Torvaldsen, bíó og fleira.
Vikan hefur svo verið uppfull af vinnu, badminton, sænsku og alexanderstækni.
Næsta helgi verður kannski aðeins rólegri en hver veit svo sem hvað bíður...