sunnudagur, janúar 30, 2005

Ég var svo dugleg að lesa í gær að ég kláraði bókina Engla og djöfla eftir Dan Brown, mjög spennandi bók. Fattaði ekki fyrr en ég las síðustu setninguna í bókinni að þetta væri skáldsaga og ég gæti farið róleg að sofa ;O) Ætla samt ekki að segja neitt um söguþráðinn því ég vil ekki verða kosin upp úr pottinun aftur ef þið vitið hvað ég á við... Þórey Edda þyrfti þá að fara að passa upp á hitt lærið, Stebbi að forða öllum handklæðum sínum frá drukknun og Ástþór myndi enda sem forseti...

laugardagur, janúar 29, 2005

Þekki ég einhvern í Gautaborg??
Mér finnst eins og ég sé föst milli steins og sleggju þessa dagana... námið vs. allt hitt.
Flestir skiptinemarnir sem ég hef hitt hér eru meira með þá hugsun að kynnast öðru fólki, öðrum menningum, Stokkhólmi og Svíþjóð. Það eru skipulagðar ferðir og partý og matarboð og alls konar samkundur. Námið virðist vera í 2.sæti (eða meira 15.-20. sæti)!! Ég er auðvitað í þessum flokki hvað það varðar að kynnast nýju fólki og menningum, svo ég tala nú ekki um að kynnast Stokkhólmi og komast aðeins inn í sænska menningu.
En hjá mér er líka Bs-útskrift í vor ofarlega á óskalistanum...
Hugsa að ég láti nú samt eftir mér að fara í ratleik um Stokkhólm á morgun (skipulagðan af skólanum) svo ég sjái nú eitthvað af borginni þrátt fyrir próf á mánudaginn. Sé til hversu dugleg ég verð að læra í dag/kvöld!

Ég er búin að kynnast sænskri stelpu sem heitir Lotta. Mér finnst það frétt því ég hélt að það myndi seint gerast að svíarnir færu eitthvað að blanda geði við skiptinema! Hún er sem sagt með mér í stærðfræðigreiningu 4B og ég er þar eini erlendi neminn. Fengum okkur kaffi saman í gær og hún bauð mér í mat með sænskum vinum sínum. Ég komst því miður ekki því ég var búin að melda mig í annað matarboð með skiptinemum í blokkinni minni. Svo var skiptinemapartý í skólanum í gærkvöldi eftir matinn. Það var mjög gaman að fara þangað, hitti mikið af alls konar fólki og við dönsuðum líka fullt. Aftur misstum við af lestinni, soldið erfitt að vera í stórum hóp í partýi og ætla að fá alla út á sama tíma er ógjörningur. Tókum því hinn góða næturstrætó!
Og þegar ég segi "við" þá er ég að tala um krakkana í blokkinni minni. Við höldum svolítið hópinn og það er mjög gott að vera í hóp þegar maður er seint á ferð um lestar og strætóa. Í gær vorum við um 15 manns saman í strætó og þið getið rétt ímyndað ykkur fjörið og kjaftaganginn :O)

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Jæja það er orðið OPINBERT... nehh kannski ekki eins og þið haldið en... ég kíki sem sagt á klakann þann 16.-21. feb!! Er það svona aðallega í tilefni 8 ára samveruafmælis míns og Snúlla :O) Það þýðir nú ekki að vera í fjarsambandi á svona merkum tímamótum!

En héðan frá Huddinge er svo sem allt gott að frétta. Skólinn kominn á milljón og próf á mánudaginn, skiladæmi á fimmtudaginn og próf og skiladæmi og próf og ....

Ég er nú líka soldið upptekin við að kynnast nýju fólki þ.e.a.s. öðrum skiptinemum. Fór á onsdagspubben í gær og hitti þar enn fleira fólk sem býr í blokkinni minni, frá Finnlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Vorum öll samferða heim eftir barinn en það gekk ekki betur en svo að við misstum af síðustu lestinni til Huddinge og þurftum að taka næturstrætó heim. Biðum eftir honum í um 40 mín og svo er hann rúman klukkutíma að keyra. En þetta var mjög gaman, við vorum 8 saman í vagninum og töluðum rosalega mikið.
Fannst t.d. að ég væri að leika í Thule-auglýsingu.... "yes yes Vantajökull, the biggest in Europe... yes yes Gudjonsen is one of the best... Björk? yes I have seen her walking in Reykjavik... yes very small population in Iceland..." vantaði bara ÍSLAND BEZT Í HEIMI svona rétt í lokin!!

Á morgun er svo læra læra læra og þegar skólinn er búinkl.17 þá ætla Kerstin og Katí (báðar þýskar) og kannski Anne (finnsk) að koma í heimsókn til mín og við ætlum að elda saman kvöldmat áður en við förum í skiptinemapartý í skólanum. Helgin fer svo sannarlega í lærdóm og enga vitleysu takk fyrir mig og veriði sæl !

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Já ég er bara nokkuð hamingjusöm núna...

Gekk ágætlega í prófinu í gær, nema ég hafi verið að misskilja eitthvað illilega! Lausninar eru reyndar komnar á netið en ég þori ekki að kíkja....
Ef ég hef ekki náð þessu prófi þá er stærðfræði gjörsamlega misskilningur lífs míns og ég ekki alveg að fatta tilgang minn hér á jörð!!! Kannski var mér bara ætlað að vera sjoppukona allt mitt líf ... hvernig gat ég annars verið svo lengi í því starfi?? En ef ég hef náð prófinu þá er það eitt lítið skref í áttina að Bsc gráðu í vor JIBBÍ :O)

Svo eru pakkarnir mínir loksins komnir frá Íslandi sem innihéldu bækur, föt, skó og Gudbrandsost! Takk fyrir það allt saman :O)

Í gær var myndin Til sammans sýnd úti í skóla en þar sem ég var í sænskutíma til rúmlega 8 þá missti ég af fyrrihluta myndarinnar (byrjaði rúmlega 7). Kíkti nú samt á seinnihlutann og var það hin besta skemmtun. Á heimleiðinni var ég samferða nokkrum krökkum sem búa í sömu blokk og ég. Hitti þar á meðal Judith frá Barcelona og á meðan ég talaði við hana þá rann það upp fyrir mér að mig langar svvoooooo til að læra meira í spænsku.... held það renni smá spænskt blóð um æðar mér!!

En svona í lokin langar mig að spyrja þaulvana Stokkhólm-búa (ef einhverjir þeirra lesa þessa síðu...) hvar er hægt að ná sér í soldið sveittan en góðan ekta kebab hér í Stokkhólmi?? Ég er búin að prófa tvo kebabstaði en mér finnst þeir ekki alveg nógu ekta. Einn á Drottninggatan í miðbænum og einn hér í Flemmingsberg. Það vantar alveg upp á tyrknesku/grísku/pakistönsku? stemninguna þar.

mánudagur, janúar 24, 2005

Í guðanna bænum vill einhver bjarga barninu sem býr á hæðinni fyrir ofan!!!! Ég sofna við barnsgrát (eða öllu heldur öskur og ekka) og vakna við það sama á morgnana.... langar helst til að banka upp á og hugga greyið barnið og ég get allra síst einbeitt mér að próflestri þegar svona stendur á!
Finnst stundum eins og ég búi í pappakassa því ég heyri svo mikið í íbúðunum í kring, t.d. þennan barnsgrátur og þegar fólk fer á klósettið og í sturtu. Eins vegna þess að ég hengi myndir upp á vegg með teiknibólum....

Svo auglýsi ég eftir drullusokk til að losa stíflur.... er nefninlega með eina stóra í hausnum á mér núna, held þetta kallist stærðfræðistíflan og er víst algeng hjá ungu fólki sem vill læra en getur það ekki ;O)

Gerði líka þau stóru mistök að ná mér í leik á netinu sem kallast Majhong og er stórskemmtilegur samstæðuleikur. Kynntist honum fyrst hjá ömmu og afa í Bolungarvík síðasta haust þegar ég og Helga Svana skelltum okkur vestur. Það náðist ekki samband við mig á meðan ég var í þessum leik, það væri helst að kippa tölvunni úr sambandi til að ég rankaði við mér.
En akkurat núna í þessum töluðu orðum þá rann út "trial period-ið" á leiknum svo ætli ég neyðist ekki til að fara að læra fyrir "lappskrivningen" í fyrramálið (eftir 12 tíma og korter takk fyrir mig)!
Gangi mér bara rosa vel....

sunnudagur, janúar 23, 2005

þannig er nú það.... ætlaði aldeilis að nýta helgina undir lærdóm en þar sem ég fékk netið heim á föstudagskvöldið þá hefur lítið farið fyrir bókalestri og meira farið fyrir netlestri!! Búin að eyða dágóðum tíma í það að skoða aðrar heimasíður, lesa moggann nokkrum sinnum, horfa á Stöð eitt í beinni, tala við Steinar og alla hina grislingana á skype og msn.... sem sagt gera margt annað en að læra. Jú gerði reyndar eitt skólatengt á netinu, sendi kennaranum póst og spurði hvort ég mætti hafa orðabókina mína með í prófið á þriðjudaginn og hvort ég gæti skoðað einhversstaðar gömul próf. Fékk svar stuttu seinna og hélt áfram að hanga á netinu.... skoðaði flugfar, kannski kíki ég heim....

föstudagur, janúar 21, 2005

ARRRGGasta snilld eða þannig... mér tókst að týna nýja lestarkortinu mínu uhuhuuuu :( en var ekki lengi að kaupa nýtt því einhvern veginn þurfti ég að komast heim úr skólanum. Ég er líka voða hamingjusöm núna því ég er komin með netið heima, var víst ekki meira mál en það að kaupa kapal hehehe :O)
Í gær fór ég í heimsókn til "gamalla" skiptinema (komu til KTH í ágúst) í húsinu þar sem ég á heima. 5 sambýlingar buðu nýjum íbúum hússins í smá partý í íbúðinni sinni. Þar hitti ég fullt af fólki og gaman að sjá svo marga sem búa á minni hæð-ég sem hélt að hæðin/húsið allt væri nánast mannlaust!! En þegar hæðirnar eru 14 talsins og u.þ.b. 20 íbúðir á hverri hæð þá er mannleysi mjög ólíklegt. Talaði lengi við Annie frá Finnlandi og gaf henni einn pott í tilefni dagsins því í hennar íbúð voru engin ílát til að elda í!
Í dag byrjaði ég svo daginn á því að væla út Calculus á skólabókasafninu, sem tókst ágætlega,(bækurnar mínar eru enn á leiðinni frá Íslandi...) og dreif mig svo í IKEA með Kerstin. Þar hefði ég getað MISST MIG.... en gerði ekki. Þeir sem þekkja mig vita kannski um hvað ég er að tala þegar ég segi MISST MIG því ég og búsáhöld höfum lengi átt góða samleið :O) Ég keypti aðeins mestu nauðsynjar s.s. óhreinatauskörfu, myndir á ljótu veggina mína, lak, handklæði, lampaskerm, fallegt blóm og pott, veggklukku, ilmkerti (vanilla Steinar vanilla...) og grind til að festa á hurð sem má nota sem hillu/þurrkgrind/snaga! Hef svo eytt kvöldinu í það að setja dótið saman, breyta herberginu mínu, þrífa smá og ekki skemmir að hafa íslenska þætti í sjónvarpinu á meðan. Horfði m.a. á Neyðarhjálp úr norðri og Regnhlífar í NY.
Jæja en helgin fer mest í lærdóm (próf á þriðjudaginn) þó ég hleypi mér nú kannski að eins á netið svona í lengstu pásunum!

Góða helgi öll sömul :O)

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ég get notad mína Calculus og thad er PRÓF í naestu viku!!!! sem betur fer bara úr 2 köflum en madur tharf víst ad fara ad laera :OI Vona bara ad bókin komi med póstinum fyrir helgi thví annars tharf ég ad kaupa nýtt eintak... hver vill svo sem ekki eiga 2 eintök af Calculus hehehe ;O)
Mér finnst svíarnir soldid skrýtnir ad thví leiti ad thad er enginn út í skóla eftir klukkan 5 á daginn... bókasöfnunum er lokad um thad leiti og thau eru LOKUD UM HELGAR !!! Hversu oft var madur farin heim um kl.17 úr VR2?? Aldrei held ég...

þriðjudagur, janúar 18, 2005

hei já á meðan ég man.... veit einhver eða man einhver hvort nýja útgáfan af Calculus var mikið breytt frá þeirri gömlu góðu??? Ég á bara gömlu en auðvitað er þessi nýja kennd...
Skóladagur 2 búin... bíð spennt eftir "stærðfræðibókinni góðu" Calculus sem er í pósti frá Íslandi ;O) Held ég verði bara að hella mér út í lærdóm því fyrstu vikurnar í nýjum skóla gætu orðið strembnar! Ég vona bara að ég geti lært stærðfræði ein, það var soldið gott að hafa stuningsgrúppuna TMC á gömlu góðu HÍ-árunum en ég trúi því að ég sé orðin klárari núna og geti þetta alveg! En þriðjudagar eru soldið langir úfff... frá 10-20 já heilir 10 tímar en fæ 3 tíma pásu í hádeginu og þá er lítið annað að gera en að fara á netið og fá sér að borða ja og jafnvel læra smávegis :O)
Ég er að fara í IKEA með Kerstin á föstudaginn og við ætlum að kíkja á onsdagspubben á morgun til að hitta fleiri erlenda nema....
Jæja er að fara á Skype-stefnumót með unnustanum..... hlakka mikið til vúhú.... :O)

later
KK


mánudagur, janúar 17, 2005

Það má búast við því að ég verið sænskur stærðfræðisnilli eftir dvölina hér.... fór í fyrstu tímana mína í dag, 2 stærðfræðikúrsa sem teljast ekki alveg þeir auðveldustu! En bækurnar eru á ensku þannig að ég ætti að komast í gegnum þetta. Ætlaði beint eftir tímana að kaupa námsbækurnar en þá loka þeir skólabókabúðinni kl.16... voða ligeglad svíarnir :O)

Íbúðin er að komast í þokkalegt stand, Jana (eistað (=frá Eistlandi) sem býr með mér) er með aðeins meira hreingerningaræði heldur en ég (sem er gott...) þ.a. við vorum enga stund að skúra og þrífa veggi og stóla og borð núna á laugardaginn. Eftir skúringarnar og kvöldmatinn lagðist ég upp í nýja rúmið mitt til hvíldar og horfði á Nóa Albínóa. Ég gat ekki hreyft mig útaf harðsperrum sem mér áskotnaðist í göngutúrnum með Völu á föstudaginn (plús það að vera búin á því eftir þrifin) og ég er ekki frá því að ég sé enn með strengi í kálfunum!!
Í gær fór ég svo í keilu með ISS sem er nemendafélag fyrir erlenda nema og það var mjög fínt. Hitti þar fullt af öðrum nemendum sem voru á nákvæmlega sama stað og ég í lífinu eða þannig... Náði ágætis tengslum við Kerstin frá Þýskalandi, hún er líka að læra byggingarverkfræði og á kærasta sem er langt í burtu... þ.a. við eigum allavega eitthvað sameiginlegt! :O) Við fórum svo öll á bar rétt hjá keilunni og spjölluðum. Þar hitti ég fólk frá Frakklandi, Ástralíu, Þýskalandi og Finnlandi svo fátt eitt sé nefnt.

Á morgun er kynning fyrir skiptinema sem ég og Kerstin ætlum á og við ætlum líka að fara að æfa einhverja íþrótt, kannski floor hokkí sem er mikið spiluð hér í Svíþjóð eða kannski ekki... hér er allavega stórt íþróttahús sem við getur nýtt okkur.

og svona í lokin þá held ég að ég noti mest hi-mailið mitt á meðan ég er hér úti, katrinka@hi.is ok??

bis später
Katrín


föstudagur, janúar 14, 2005

já ég er komin til Sverige.... smá ferðalag svona í lestum með ferðatöskurnar en gekk vel og ég bara róleg í fluginu, bara með 500 slög mín :O) Ég fór strax í íbúðina mína (soldið skítug en...) og þurfti að fara beint út í búð að kaupa tuskur og skúringadót. Kvöldið í gær fór svo í þrif og tiltekt með Jönu sem er sambýlingur minn. Rúmið í herberginu mínu var brotið og það vantaði skrifborðsstól en eftir nótt á gólfinu og samtal við húsvörðinn þá á ég von á nýju rúmi og stól.
Í dag kíkti ég út í skóla og skráði mig í nokkur fög og hitti Völu sem rölti með mér um skólasvæðið og sýndi mér það helsta í Stokkhólmi, þá er ég að tala um H&M og skóbúðir hehehe :O)

Svo er ég komin með sænskt símanúmer sem er 0046762557198 ef einhver vill vera svo góður að láta heyra í sér...

...og heimilisfangið

Katrín Karlsdóttir
Röntgenvägen 1-0902L
141 52 Huddinge
Sverige

Skrifa meira næst því núna fékk ég aðeins að skjótast á netið hjá Völu og Kidda
spæjó :O)

mánudagur, janúar 10, 2005

jæja loksins komin með nýjan teljara... hinn datt út þegar ég setti síðuna í svíabúninginn!! En hann er voða fínn, það er hægt að sjá frá hvaða löndum síðan er skoðuð og svoleiðis :O) Teljarinn er sko litli kassinn fyrir neðan blogger merkið neðarlega hægra megin á síðunni!!
þá fer allt að verða klárt fyrir Sverige... held ég sé búin með alla pappírsvinnu og svoleiðis leiðindi og þá tekur bara við að pakka og kveðja!
Ætla að hafa opið hús fyrir þá sem ég næ ekki að heimsækja áður en ég fer... þ.a. ef ykkur langar til að sjá litla dýrið þá verð ég heima í holunni á Snorró á miðvikudagskvöldið, sennilega að pakka og leggja lokahönd á verkið!

En það var eitthvað að síðunni minni í gær.... kom barasta ekki neitt á hana.... en vona að það lagist með þessari færslu :O)


sunnudagur, janúar 09, 2005

ég sit núna út í bíl fyrir utan VRII á netinu...
Við erum sko að reyna við þessar webcams sem við fengum frá hvort öðru, Steinar er í LHÍ á netinu og ég hér! Þetta virkar eitthvað ekki eins og það á að gera... en verður að komast í lag á næstu dögum því ég fer til Stokkhólms eftir 3 daga :O)

laugardagur, janúar 08, 2005


ALDA MARIA

Myndina sendi ég

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Hann Steinar minn á afmæli í dag og er orðinn rosa stór... 25 ára !!
Til hamingju með daginn elskan ;O) og hann er byrjaður að blogga... ekki verra að geta fylgst með honum úr fjarlægð hehehe ;O)

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Það er alltaf jafn hressandi að hitta TMC-meðlimi í lunsara... hittumst sko á Busway í Smáranum ;O) Það er svo fyndið hvað það er alltaf eitthvað að gerast hjá þessu liði...
Þórey Edda hitti okkur í 5 mín og þurfti svo að rjúka, flýgur til Lifrakássu á morgun.
Ásdís var að koma frá New York í morgun og mætti nánast beint í lunsinn frá NY....
Ríkey fer til Karlahrúgu á mánudaginn og ég til Stokkhólm á næsta fimmtudag.
Stiff og Dan eru á leið í 2ja mánaða bandaríska reisu eftir rúman mánuð og Ásdís og Doddi eru annað hvort í FLO eða á skíðum í Austurríki og Jónína er á leið til Kö-Ben..... Þetta eru ekkert smá miklar útferðir ;O)
Þeir sem eftir eru verða bara að skemmta sér vel án okkar hinna og um að gera að halda fimmtudagslönsinum gangandi hehehe... :O)
jahérna hér.... það hefur ansi margt á daga mína drifið undanfarið !!!! úffff..... það er svona spurning hvort einhver nenni að lesa ef ég skrifa þetta allt inn ;O) En ég læt á það reyna....

Daginn sem ég fór í framhaldskínasprautuna fékk ég póst frá KTH um að 2 af námskeiðunum sem ég þarf til að útskrifast væru ekki kennd og mér boðið að velja önnur námskeið í staðinn!!! Ég var sko ekki sátt!! Þann 4. september 2004 sendi ég á KTH þau námskeið sem ég ætlaði að taka og ...... 2 vikur þangað til ég færi út og þá kemur þetta! Ég missti mig gjörsamlega, var næstum hætt við að fara út og drullusvekkt yfir að ná ekki að útskrifast í vor. Ég sem var búin að fresta útskriftinni til að vinna og fara svo út og klára þar.... ég hefði þá drullast skólann síðasta haust hefði ég vitað þetta !!! En þegar hörmungar heimsins eru á 5 mín. fresti í útvarpi og sjónvarpi þá þýðir ekki að tapa sér yfir því að fresta útskrift um nokkra mánuði! Ég er hraust og á góða að, það skiptir öllu máli. En nei.... maður á ekki að hafa það eins gott og maður heldur.... Daginn eftir þessar óskemmtilegu fréttir fer ég í vinnuna eins og vanalega en um 10:30 þá held ég að ég sé að fá smá ristilkrampa (sem er ekki óalgengt á mínu heimili), óþæginlegt en á að ganga yfir á skömmum tíma! En nei....þetta eru sko ekki ristilkrampar! Ég þaut úr vinnunni án þess að kveðja kóng né prest (gat varla talað fyrir kvölum) og ég veit varla hvernig ég náði að keyra heim með alla þessa verki. Þegar heim var komið brunaði Steinar með mig upp á spítala þar sem ég lá í krömpum og kvölum langt fram eftir degi í rannsóknum. Mamma og Pabbi leystu Steinar af á miðri vakt og héngu yfir sjúklingnum sem var ekki besti félagsskapur sem til var á þessum tíma!! En ég var komin heim fyrir kvölmat með þær skýringar í farteskinu að þetta hefðu verið blöðrur á eggjastokkum sem sprungu.... jæja frábært!! Og verkirnir sem koma í kjölfar svona sprenginga líkjast mest samdráttarverkjum fæðingar... þið getið kannski/kannski ekki ímyndað ykkur hvernig mér leið! Þannig að næstu dagar fóru í það að vera veik og leita að nýjum námskeiðum í KTH sem ég gæti kannski tekið í staðinn fyrir þau sem ekki voru kennd!

Hjá flestum boðar nýtt ár yfirleitt eitthverja nýja og spennandi tíma en nei.... þetta átti ekki að byrja vel hjá mér. Það gekk allt á afturfótunum þangað til ég fékk aftur póst frá KTH..... Ákveðið hafði verið að bjóða upp annað námskeiðið sem ekki átti að gera í fyrstu og ég fæ að vita þegar ég kem út hvort ég geti setið það eða ekki. Svo fann ég hitt námskeiðið (eða allavega sambærilegt) í annari deild svo ég vona bara að prófessorinn í HÍ samþykki það!

Lífið verður bjartara með degi hverjum og yrði alveg fullkomið ef Steinar gæti verið með mér úti! Ég er orðin heilsuhraust og stefni á útskrift í vor VEIVEIVEI ;O)

......... 7 dagar í Stokkhólm.........