þriðjudagur, apríl 27, 2004

jæja þá er skólinn loksins búinn... (þeas kennslustundirnar) og ég er að byrja að læra fyrir fyrsta prófið sem er á föstudag!! það er nú margt annað sem mig langar að hugsa um t.d. fá vegabréfsáritun til Kína, fá mér klippingu, pakka í ferðatöskuna, bera út ...upp í vindinn, hreyfa mig, láta fjölskylduna vita að ég sé enn á lífi, fara í útilegur (nei hættu nú alveg!!) borða hollann mat o.s.frv. en það bíður betri tíma... nema að borða holla matinn og hreyfingin!!!

held ég bloggi ekki fyrr en seinna... got it!!! kv.KK

ps. ég vil óska Dagnýju til hamingju með langþráðu vinnuna ;o)

föstudagur, apríl 23, 2004

Gleðilegt sumar!!
ég fékk rosalega fína sumargjöf... út að borða og í leikhús frá mömmu og pabba!!! við fórum í gær (ma+pa, strún+helg og ég+stone) út að borða á Pottinn og Pönnuna og fórum svo í leikhús á Chicago, rosa gaman! svo vaknaði ég eldsnemma í morgun og fór á æfingu. ég hélt að ég gæti aldrei vaknað svona snemma (kl.6) til að æfa en gerði það bæði í morgun og á miðvikudaginn síðasta og ég lifði það af - ÓTRÚLEGT!! held ég vakni bara kl.6 alla næstu daga og bæti við 10 klst. við sólarhringinn til að ná að lesa fyrir öll prófin ;o) see ya

mánudagur, apríl 19, 2004

ARRRRGG............... ég er að verða gráhærð!!!! ég fann HVÍTT hár á höfði mínu í gær...... ég hélt ég yrði ekki eldri :oI hann Magni á Rauðhettu og Úlfinum er því hér með kominn með ævistarf.... lita á mér hausinn!!!!

sunnudagur, apríl 18, 2004

það er alveg nóg að gera....... hjá Silju í kvöld!!! nemendasýning í dansskólanum á miðvikudagskvöldið og út að borða og leikhús á fimmtudag!! svo eru bara 12 dagar í fyrsta prófið. var á danssýningu hjá Silju í Kramhúsinu á föstudagskvöldið, voða fjör og maður gat sko alveg dillað sér í sætinu.

ég og Hanna erum svo búnar að ákveða mikið línuskautasumar, þannig að ef þið sjáið tvær gellur á Ægissíðunni núna næstu vikurnar þá eru það EKKI við því við erum í prófum og svo fer ég til Kína og kem ekki heim fyrr en 13.júní. WATCH OUT!!!!!!

mánudagur, apríl 12, 2004

úfff gleymdi alveg að segja hvað ég er stolt af mér og manninum mínum!!! við tókum íbúðina í gegn og hefur annar eins hreinleiki ekki sést á svæði 105 Rvk svo lengi sem elstu menn muna (en þeir gætu líka verið farnir að kalka...)
það er aldeilis skemmtilegt í skólanum núna.... enginn á svæðinu og ég get gert hvað sem er, jafnvel handahlaup á ganginum og enginn tekur eftir því!! ég get ekki beðið eftir næsta laugardegi...þá er næst síðasta vaktin mín í sjoppunni... þeir sem vilja sjá mig í múderingu verða að drífa sig á Garðatorg því ég er alveg að fara að hætta!!! jibbí skibbý... svo verður kveðjupartý í sjoppunni 15.maí en þá er ALSÍÐASTA VAKTIN EVER!! ;o) þá get ég farið í ferðalög og djammað allar helgar í sumar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af sjoppuskömminni! ÉG ER FRJÁLS........(eða meira verð frjáls) see ya :oD

laugardagur, apríl 10, 2004

jæja þá er ég búin að læra alla dagana sem búnir eru af páskafríinu!!! kannski ekki búin að sitja sveitt en.... ætla svo að taka mér frí á morgun (páskadag) og nýta daginn í vorhreingerningu, finnst nebbla svo gaman að gera hreint-sérstaklega á páskadag! skrapp aðeins í Smáralind í dag og missti mig í bolina í Vera Moda en mér fannst ég alveg eiga það skilið!!! þá get ég allavega hent helmingnum af fataskápnum mínum ( ljót og gömul föt sem eru þarna bara til að fylla hillurnar) og rýmt fyrir nýjum ;o) þá á ég bara eftir að finna mér pils fyrir Kína dúdúrú.....

fimmtudagur, apríl 08, 2004

veit ekki hvort ég meika meira.... skólinn er að gera mig brjálaða!!! langar bara til Kína og Spánar og svo bara leika mér í sumar :o) var í 25 ára afmæli hjá Ríkey í gær, rosa stuð og partýanimölin drukknuðu öll í bollunni...... ætlaði svo að vakna geggjað snemma í morgun en komst ekki út í skóla fyrr en upp úr 11! er reyndar búin að vera soldið dugleg í dag, var að gera verkefni í steinsteypu (reikna skerburðargetu fyrir bita/plötur) og las í bókinni í fyrsta skiptið og allar glósurnar sem því fylgja..... það er bara að vona að ég geti lært eitthvað heima á morgun því skólinn er lokaður arrrrrggg... :oS

þriðjudagur, apríl 06, 2004

...það styttist í páskafrí!!! verð reyndar að læra endalaust en það er líka kominn tími til

sunnudagur, apríl 04, 2004

helgin búin að vera ágæt.... á föstudag var aðalfundur Naglanna, hann gekk svona fínt til að byrja með en fór í soldið rugl undir endann!! þetta var samt mjög skemmtilegt kvöld og ég náði að sem betur fer að skila af mér ritaraembættinu ;o) held og vona að glærusjóvið mitt hafi slegið í gegn það var allavega hlegið að því!! dagurinn eftir aðalfund var svona líka hressilegur.......... vaknaði mis hress upp úr hádegi og fór beint í gullbrúðkaup hjá ömmu Dúnu og afa Steinari. þar voru þvílíkar kræsingar á borðum en eitthvað var maginn að stríða mér svo ég gat ekki gætt mér á þeim. þaðan lá leið í hópsprautu (sem við þurfum fyrir Kínaferðina) NB 3 sprautur og við fengum smá fyrirlestur hjá lækninum um það sem við eigum að forðast að borða úti... það kom svipur á mannskapinn (aðallega strákana) þegar hann sagði að við ættum að forðast að borða hammmmmborgara, hráa grænmetið á þeim er víst ekki svo gott í magann á aumum íslendingum sem þola lítið í Asíu!!! en við getum þó alltaf borðað grjón og ávexti. engin mjólk er til í Kína því kínverjar hafa ekki ensími í líkamanum til að brjóta niður mjólkursýrur (mjög mikill fróðleikur semst...). eftir sprautuna brunaði ég í fermingarveislu hjá Eyrúnu frænku minni, maginn var komin í lag og þar gat ég borðað á mig gat. þegar klukkan var að verða 7 þurfti ég að drösla mér í vinnuna (ég var ekki að nenna því :ol ) og vinna til miðnættis. þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var þreytt, hafði ekki haft tíma allan daginn til að vera þunn í friði!! gat heldur ekki sofið út í dag því ég átti að mæta út í skóla í verkefni klukkan 10 í morgun..... djöfull var ég þreytt og ég gat nottla ekki vaknað og mætti allt of seint út í skóla :o( fór beint úr skólanum í hrygg til mömmu og pabba og er núna í tónabæ hjá Steinari sem er að gera möppu fyrir LHÍ.
ok vibba löng færsla en frá mörgu að segja,
kv.Katy