fimmtudagur, desember 30, 2004


Við Silja að borða sushi á Maru! Geðveikt gott :o)

Myndina sendi ég

þriðjudagur, desember 28, 2004

Áiiiiii.... var í sprautu í morgun hjá lækninum, fékk framlengingu á Lifrarbólgu A bóluefninu (sem ég fékk áður en ég fór til Kína) svo það dugi í 10-20 ár í viðbót!! Kemur sér vel ef stefnan er tekin á mikil ferðalög næstu áratugina, maður veit aldrei ;O) En er sem sagt lömuð í vinstri hendinni núna :O/

En eins og ég sagði í kommentunum í síðustu færslu þá mæli ég með na na thai í Skeifunni, rosalega góður matur. Ég og Steinar gerðum okkur bara dagamun og eftir allt hangikjötið og hamborgarahryggina þá voru núðlur og kjúklingur kærkomið máltíð !!
Skelltum okkur líka í IKEA og keyptum okkur hnífapör (áttum bara fyrir 6 manns en núna geta allt að 12 manns verið í mat veiveivei ) og græna eldhúskolla og svona smálegt. Alltaf finnst mér jafn gaman að koma í IKEA og skoða og ekki verra ef maður finnur eitthvað til að splæsa á sig... kannski ég þurfi að senda gám á undan mér heim í vor eftir dvöl í IKEA-landi í hálft ár hehehehe ;O)

mánudagur, desember 27, 2004


vá mèr finnst eins og èg sè komin til Kìna... Matarlyktin og panpipe jòlalög :o) erum sko á na na thai í Skeifunni ... Ef þið viljið fá smá kínastemningu þá er þetta staðurinn!

Myndina sendi ég

sunnudagur, desember 26, 2004

Gleðileg jól öllsömul og farsælt komandi ár :O)

Er búin að skrifa 2 eða 3 póstfærslur sem ekki hafa birst hér á síðunni því miður og nú man ég ekkert hvað var þar skrifað.... ég er sem sagt ekki búin að vera eins löt að drita á síðuna eins og þið haldið ....

Ég fékk webcam í jólagjöf og míkrafón frá honum Steinari mínum þ.a. nú geta allir sem hringja í mig (Skype) eða tala við mig á msn séð mig í leiðinni (á meðan ég verð í Sverige, er nebbla ekki með netið heima!) Á reyndar eftir að skrá mig á skype en rólegir krakkar mínir þetta er allt að gerast!

miðvikudagur, desember 15, 2004


bara ad pròfa ad senda mynd, var nebbla e-d rugl med netfangid hjá vodafone. Hèr fáid tid sem sagt ad sjá naflakuskid hans Danna!

Myndina sendi ég

Ekkert varð úr jólakortaskrifum í gær :/ fór með mömmu og Sollu í IÐU að borða kvöldmat og svo ætluðum við að rölta aðeins í bænum en þá var allt lokað, byrjar að vera opið til kl.22 á morgun. Fór svo allt of seint að sofa en vaknaði samt kl.6.20 í morgun og skellti mér í Baðhúsið. Er að líða fyrir það núna því augun haldast varla opin og það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim í dag er að fara í náttfötin og helst undir sæng !!!

Á morgun er jóla-MÍ hjá mér... ég á eftir að ákveða smá varðandi matinn en get næstum lofað að hann verði góður ;O)

28 dagar í Sverige.......... fékk póst áðan frá stelpu (eða ég vona allavega að það sé stelpa...) sem heitir Jana, 22 ára og er frá Estonia. Hún verður nágranni minn á stúdentagörðunum í Stokkhólmi, við deilum sem sagt eldhúsi, sturtu og wc. Hún var held ég bara aðeins að tékka hvort ég væri nokkuð einhver sækó (mmúúhaahahahahaha hún veit ekki hverju hún á von á hehehehe) spurja mig hvað ég væri að fara að læra og hvort ég ætlaði að læra sænsku og þannig.... hún nebbla talar ekki mikla ensku svo við gætum kannski æft okkur í sænskunni saman ;O) ekki amalegt það...

svona í lokin þá er Ríkey komin til landsins og Þórey Edda líka held ég (eða kannski á morgun...) hlakka til að sjá þær báðar hressar og kátar og deutche sprechen sie bitte he he danke ja !!!

þriðjudagur, desember 14, 2004

kannski maður skrifi jólakortin í kvöld...!!!???? Unnustinn að læra fyrir próf og ég bara í rólegheitum með jóladótið ;O) Vantar samt nokkur kort uppá til að geta skrifað öllum en aldrei að vita nema maður föndri þau svona í rólegheitunum (eða hlaupi og kaupi í Blómaval...)
Annars er lítið að frétta... síðasti sænskutíminn er í dag og óðum styttist í Sverige, aðeins 29 dagar til stefnu ;O)

mánudagur, desember 13, 2004

jamm og jæja... er ég að gleyma að linka inn á einhvern?
V-354 geymir marga sem ég var með linkað á áður en svo listinn verði ekki endalaus þá er fullt af linkum undir verkfræðinni. En þetta er síðan mín í þjóðbúning svía og ég vona að hún sé komin í sæmilegt horf... en veit einhver hvernig ég breyti stærðinni á stöfunum í Comments??? er stafastærðin ekki h2, h3 o.s.frv. í html??? ég er nebbla búin að breyta einhverju svoleiðis en ekkert gerist uhuhuuuuu ....

laugardagur, desember 11, 2004

jahá maður breytir bara aðeins um útlit og þá fara bara allir linkarnir manns !!! Ekki nógu sátt... en er að vinna í þessu ;O)
já og ég er búin að bæta henni Silju minni og henni Ester minni inná linka-listann aftur því þær eru orðnar svo duglegar að blogga ;O)
já það er allt að verða vitlaust !!!! Ásdís á afmæli í dag... til hamingju ;O) og TMC meðlimir sameinast bráðum ALLIR núna fyrir jólin og þá verður fjör ;O)
AfmælisDAGARNIR mínir gengur svona rosalega vel og kökur hafa verið étnar út vikuna hehehe... Ég og Steinar skelltum okkur á VSB jólahlaðborð í gærkvöldi og það var voða stuð, kalkúnn og créme caramel í matinn og Steinar ásamt Jenna og Hannesi héldu uppi stuðinu með gítörunum sínum!

Svona í lokin langar mig að minna ykkur á: ...jólin jólin er´að koma... og það er bara mánuður þangað til ég fer út í KTH....

Soldið ofvirk á linkunum og litunum en það er nú allt í lagi svona í tilefni jólanna því þá á maður að gefa eitthvað af sér og þetta er framlag minnar síðu ;O)

mánudagur, desember 06, 2004

ég á ammælída ég á ammælída ég á ammæli Katrín ég á ammælííííí daaaaag !! Húrrahúrrahúrra HÚRRA !!!!
Það var svo gaman hjá mér í gær úffff.... bauð mæ familí í hádegisverð og ég held að Steinar hafi bakað svona um 20 pítsur ofan í liðið og svo voru kökur og heitt súkkulaði á eftir nammi namm. Ég fór svo upp í Hafnarfj. til Helgu Svönu í framköllunina að sækja myndir þaðan fór ég í Gbæ og klippti pabba minn og svo fór ég heim í meiri pítsu. TMC gengið kom eftir kvöldmat í kökur og rækjurétt og lax og blablabla.... þegar klukkan fór að nálgast 2 í nótt þá lagðist ég upp í rúm en gat engan veginn sofnað eftir allt fjörið og ALLAN SYKURINN !!!!
Mætti bara hress í vinnuna í morgun og var að koma úr afmæliskaffi á kaffistofunni þar sem malt og appelsín skemmtu ásamt hinum margrómuðu piparkökum ;O)

Svona ykkur að segja þá gekk föndrið á laugardagskvöldið mjög vel. Ég, Guðfinna, Hanna og Silja föndruðum af okkur allt vit !!! Vorum sem sagt að föndra jólakort frá kl.16 til miðnættis með tilheyrandi matar- og kjaftapásum, náðum samt ekki að gera nógu mörg kort þannig að stefnan er tekin á meira föndur nú á næstu dögum !!!

Afmæliskveðjur eru velkomnar í komment ;O)

miðvikudagur, desember 01, 2004

já litla dýrið á bráðum afmæli... ég hrópa húrra af því tilefni!
Maður reynir að halda vinunum góðum með því að bjóða þeim í afmælið sitt, prins og kók og súkkulaðikaka með kertum eru alltaf vinsæl en ég ætla ekki að hafa það í mínu afmæli SSSOOOORRRRRÝYY !!!
Það verður meðal annars MÍ-afmælismatarboð þann 16.des, TMC-afmæliskaffi um kvöld þann 5.des og Hanna og Guðfinna í afmælis-jólakortagerð 4.des og fjölskyldan í afmælis-hádegisverði þann 5.des og sennilega annað fjölskyldukaffi 6.des og plús það að ég verð að koma með kökur eða allavega eitthvað í vinnuna..... úffff ofninn á eftir að bræða úr sér og hrærivélin fer örugglega í verkfall... en það er bara í góðu lagi svo lengi sem hægt verður að kaupa smákökurnar í Bónus ;O)