miðvikudagur, ágúst 24, 2005

ohh komin í frí fram á þriðjudag, við erum að fara vestur í kvöld til ömmu og afa í Bolungarvík. Afslappelsi, berjamó og njóta fjallaloftsins vá hvað ég hlakka til :O)

until next time,
Katrín Kraftmikla

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Jamm var að koma úr bústaðarferð af Þingvöllum með Hönnu, Karen, Guðfinnu og Betu litlu. Var þetta hin mesta skemmtun eins og við mátti búast enda félagsskapur góður mjög. Pictionary var með í för og flugu nokkur góð komment yfir spilaborðið... ;O) "bíddu... ertu ekki búin að lesa leiðbeiningarnar??"
Best var samt þegar hundurinn "ruslaði til" á leiðinni heim í bílnum... hahahahaha :D

Á föstudaginn var frændi minn skírður, Magnús Baldvin Birgisson heitir sá litli maður, algjört krútt í hvítum kjólfötum í veislunni sinni. Hann fæ ég að knúsa aðeins betur fyrir vestan seinna í vikunni.
Um kvöldið fórum við í SALSA-afmæli til Birgis Ísleifs Gunnarssonar. Við gáfum honum mjög svo óvænta gjöf en við fengum Valgeir Guðjónsson til að koma og syngja og kom það afmælisbarninu þvílíkt á óvart. Valgeir sló í gegn með gamansögum og söng og heppnaðist þetta afar vel.

Er núna að undirbúa mig andlega undir stutta vinnuviku því á miðvikudag/fimmtudag leggjum við Steinar af stað til Bolungarvíkur JIBBÍÍ

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Sími á 0 kr. !!!!

já okkur áskotnaðist þessi sími eins og er á myndinni fyrir einn poka af notuðum fötum!

hann er alveg í góðu lagi en það vantar í hann hringibúnað... vitiði hvað maður fær svoleiðis dótarí??

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Ég varð vitni að tveimur ótrúlegum og ólíkum atburðum í dag...

Á bílastæði í borginni stóð kona fyrir utan bíl að reykja og hún var KASÓLÉTT og með lítið barn afturí bílnum.

Í búð í Vesturbænum var drengur að afgreiða, löng röð fyrir framan mig og í hvert skipti sem fólk var að kaupa grænmeti eða ávöxt sagði drengurinn "hvað er þetta?" og fletti svo upp... þetta voru hlutir eins og blómkál, brokkolí, kíví, gular melónur, sítrónur....

Ég á ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum yfir atburðum dagsins!

sunnudagur, ágúst 14, 2005

vá ég alveg þvílíkt dugleg að skrifa.... KALDHÆÐNI!!!

Ég og Steinar vígðum línuskautana okkar á föstudaginn. Fórum rúllandi um Ægissíðuna í blíðskapar veðri. Tók meira að segja myndir af svaðilförinni en þær koma inn þegar ég fer í net-stuð.... Gaman líka að segja frá því að á föstudagskvöldið fór ég í minn fyrsta ísbíltúr þessa árs, geri aðrir betur!

Á laugardaginn fórum við mamma og Alda María að túristast í bænum meðan kallarnir voru í veiði í Volanum og Ásrún var að vinna. Fórum m.a. upp í turn Hallgrímskirkju og röltuðum Laugarveginn, fórum á kaffihús og kíktum í búðir. Þann daginn tók ég líka fullt af myndum sem væntanlega koma á netið með öllum hinum myndunum hehehe ;O) Hluti af verkfræðibekknum hittist svo í vænu spjalli heima hjá Þórunni um kvöldið. Alltaf gaman að sjá gamla (leikskóla)félaga!

TMC brunch í morgun á Vegamótum og útlandafarar kvaddir. Siggi og Jónína eru að fara í heimsreisu og Dísa Skvísa fer í vikunni til Frakklands að nema til meistara. Góða ferð dúllusnúðarnir mínir :O*

adjö
KA