mánudagur, maí 29, 2006

Detta mér nú allar dauðar lýs af höfði... ég var sem sagt GÆSUÐ á laugardaginn! Það fylgir víst brúðkaupum og var þetta hinn besti dagur :O) Við byrjuðum á því að borða brunch í Grasagarðinum, ég tók nokkur viðtöl við gesti og gangandi og stakk mér til sunds með hinum gæsunum á tjörninni, sem betur fer var ég með sundhettuna.... Dillaði svo vömbinni í magadansi, fékk tilheyrandi búning með glingri og stelpurnar fengu sjal sem heyrðist í! Þaðan var farið í Bláa Lónið, hlegið dátt og drukkið :O) Enduðum heima hjá Ester í mat frá Austur Indía - yndælis matur en því miður gat ég lítið borðað af honum þar sem "herra mígreni" ákvað að heimsækja mig og þá var stutt eftir af gamaninu... En ég skemmti mér þvílíkt vel og þetta var mjög góður dagur!

Var svo að koma úr kaffihúsaferð þar sem ég hitti vinkonu vinkonu minnar frá Þýskalandi. Sú snót heitir Sandra og er að ferðast ein um Ísland. Sat með henni dágóða stund á Súfistanum og svo rúntuðum við aðeins um Reykjavík og ég sýndi henni svona það helsta, Gróttu, Perluna, Laugardalinn og fleira. Kíkti svo aðeins til Silju og skilaði pikknik-körfunni sem fylgdi okkur í Bláa Lónið á laugardaginn með þessum dýrindis veitingum :O) Og er núna aftur komin í vinnuna... það er aldeilis sem maður afrekar á einum degi.

Hvað finnst ykkur um það að það sé 25 stiga hiti í Tyrklandi, heiðskírt allan daginn og skyggni 10 km ?? Hmmm... ég sé þetta svo mikið fyrir mér...

föstudagur, maí 26, 2006

Góður dagur í gær... veðrið var svo fínt, ég og Steinar skelltum okkur í Vesturbæjarlaug í boði stjórnmálaflokks í kosningabaráttu.
Guðfinna átti "18 ára" afmæli á miðvikudaginn og bauð okkur í afmæliskaffi í gær. Mjög gott að fá kökur eftir sundið nammi namm :) Karen og Ottó og Hanna og Jói með snúllurnar voru þar líka.

Við kíktum aðeins í heimsókn til mömmu og pabba eftir afmæliskaffið, þau voru reyndar á rúntinum í Hvalfirði en við hinkruðum eftir þeim til að segja hæ og bæ! Eftir þessar heimsóknir í Garðabæinn langaði okkur í sushi í kvöldmat, ætluðum á nýja staðinn hjá Slippnum, Shushi smiðjuna, en það var lokað. Skokkuðum þá í IÐU á Shushi train og fengum okkur nokkra bita og bjór. Góður dagur í gær...

Er enn að hlægja að UB sem flaug á hausinn á Ungfrú Ísland keppninni... og hún gerir bara grín að sjálfri sér á blogginu sínu, hvernig væri annað líka hægt ??!! :oD

miðvikudagur, maí 24, 2006

Næstum því aftur komin helgi EEEN ætli maður verði ekki að vinna fullt á morgun til að klára allt draslið áður en sumarfríið skellur á... nú eða þá að vinna á laugardaginn... hvað finnst ykkur?

Nenni allavega ekki að vinna mikið lengur í dag, mér finnst eins og ég sé eiginlega komin í sumarfrí! Aðeins 10 vinnudagar eftir í sumarfrí (þó það fari pottþétt einhverjir helgi/helgardagar í vinnu líka) og þá get ég slappað af í Boló í einhverri fínni veislu og drullað mér og Steinari svo til Turkey í sólina ;O)

þriðjudagur, maí 23, 2006

Helgin var alveg aldeilis fín... var ekki að vinna og mér fannst ég vera í 5 daga fríi!

Helgin byrjaði eiginlega á fimmtudaginn þegar TMC og HSÓ komu á Snorró í Júró-samkomu. Þar bökuðum við pítsu í góða pítsaofninum og horfðum á SillyNight kúka á sviðið í Aþenu.

Föstudagurinn var bara venjulegur með vinnu og öllu tilheyrandi. Borðuðum kvöldmat hjá Sigrúnu og Júlla, keyrðum Oddsa í bíó og ég hjólaði upp í Garðabæ.

Upp úr hádegi á laugardaginn skelltum við Steinar okkur í labbitúr á Laugaveginn, settumst inn á Súfistann og fengum okkur hádegismat, skoðuðum bækur og blöð.
Fórum svo seinnipartinn í skírn hjá Hönnu og Jóa, litlu sætu snúllurnar fengu nöfnin Ásta Margrét og Embla Guðlaug. Hanna fékk líka nafn, eða viðbót við nafn því nú er hún tilvonandi Frú Hanna ;)
Ég heimsótti ömmu á Landakot um kvöldmatarleytið og horfði aðeins með henni á Júróvision. Kíkti svo til Jóa Bjarna í algert strákaafmæli... ég skellti mér bara heim eftir miðnætti þegar strákarnir voru búnir með nokkra...

Sunnudagurinn fór í svo mikla leti að ég hálfgert skammast mín :S Fór í skokkfötin um hádegið, KEYRÐI út í bakarí og keypti pítsadeig, Doddi og Gísli kíktu til okkar í pítsu og svo fór ég í skokkfötunum undir sæng og dormaði þar fram undir kvöldmat... fór sem sagt ekki út að skokka! Kvöldmatur í Hvannalundinum með heimalingunum og Mörthu Kristínu. Mamma og pabbi voru með þennan dýrindis kvöldmat, kjöt, kjúlla, bakaðar kartöflur, grillaðan maís og ávaxtabombu í desert nammi namm :)

mánudagur, maí 15, 2006

Já ýmislegt sem maður veit ekki... ÞETTA er t.d. komið á netið...

sunnudagur, maí 14, 2006

Mig langar svoooo í ferðalag þó það væri ekki nema útilega á Laugarvatn eða svo... eeeen aðeins 36 dagar þangað til ég og Steinar verðum á þessari strönd :O)

laugardagur, maí 13, 2006

Bolungarvíkin er magnaður staður!

Ratsjárstöðin



Afi á fjallinu

Ég held ég hafi sagt það áður hér á blogginu (fyrir ári/árum síðan) að alltaf þegar ég kem frá Bolungarvík þá fyllist ég einhverjum óútskýranlegum krafti. Ég held það séu fjöllinn og sjórinn og veðrið og fólkið... Þessar myndir tók ég í fyrra þegar ég og Steinar fórum með afa upp á Bolafjall í útsýnisferð, skoðuðum m.a. ratsjárstöðina og skipin lengst úti á ballarhafi.

Þetta allt fór ég að hugsa um í dag því að í morgun fór ég í brúðarkjólamátun, lét næla upp kjólinn fyrir styttingu og þrengingu og í dag eru akkurat 5 vikur í brúðkaupsdaginn í BOLUNGARVÍK :O)

þriðjudagur, maí 09, 2006



"Þessi fallegi dagur..."

Ég hef verið að kafna úr hita frá því á sunnudaginn! Var að hjálpa mömmu og pabba að mála þakskeggið á sunnudaginn og það þýddi ekkert minna en stuttbuxur og haldari! Ég var ekki lengi að fá far ásamt heilum her af freknum sem sitja sem fastast á nefinu mínu. Ætlaði nú líka að mála í gær en allar tröppur uppteknar þar sem Óli og Solla komu á undan mér að hjálpa í máleríi. Ég skellti mér þá bara í kokkabuxurnar og grillaði ofan í liðið. Já og aftur í dag... mamma og pabbi á fullu að mála og ég bara með laxinn á grillinu ;0)
Steinar minn hefur svo bara misst af öllum grillmatnum, hann vinnur og vinnur og ég sé hann ekkert þessa dagana :0\ Held samt að hann ætli alveg að giftast mér hehehe ;0)

En ég er að hugsa um að skella mér út að hlaupa í góða veðrinu... það jafnast ekkert á við Ægissíðuna eða Gróttu á svona fallegu kveldi.

sunnudagur, maí 07, 2006

Ég er of andlaus til að skrifa nokkuð þessa dagana... nema þetta:

Ef þið eruð í vandræðum með gistingu í Bolungarvík yfir brúðkaupshelgina miklu þá eru svefnpokapláss og íbúðaleiga í Stigahlíð 2-4. Konan sem sér um það heitir Arndís Hjartardóttir og síminn hjá henni er 863-3879 eða 8921616, líka má senda póst á arndis@vestfirdir.is

Hérna eru fleiri upplýsingar um gistingu í Boló