mánudagur, mars 29, 2004

ha! er snjór úti?? ha! eru að koma páskar?? ha! er ný vika strax byrjuð??
ég held ég verði einhvern tímann að fara út úr VR2 og anda að mér fersku lofti! eftir að hafa verið þar til kl.hálf fjögur síðustu nótt og til miðnættis í dag er ég orðin samlit hvítu fallegu veggjunum ;o)

fimmtudagur, mars 25, 2004

núna er ég búin að sitja á rassinum í tæpa 8 tíma og gera verkefni.... get ekki beðið eftir að fara í dansinn og hrista vömbina í smá tíma! já á meðan ég man... Ásrún ertu búin að finna blævænginn?? mér er nebbla svo heitt :o)

mánudagur, mars 22, 2004

helgin fór að mestu í bæjarferðir, Baðhúsið og vinnu.... ekki má svo gleyma mí-boðinu í gær, það var líbanskt þema og við vissum ekkert hvernig það átti að vera svo við vöfðum bara slæðum um hausinn og þóttumst vera líbanskar!! núna tekur við mikil verkefnavika svo það er bara eins gott að ég verði dugleg ;o)

fimmtudagur, mars 18, 2004

þá er ég búin að dansa rassinn af í senjorítudansinum... maður dansar í 10 sek og endar blárauður í framan með rennandi blautt bak og svitafýlu!! og við eigum eftir að læra meira... það verður gaman að horfa á það þegar það líður yfir mig upp á sviði í Borgarleikhúsinu fyrir framan fullt hús af fólki ;o) verð að koma mér í form... form form form....

miðvikudagur, mars 17, 2004

á morgun borga ég staðfestingargjaldið til Kína og þá er ekki aftur snúið.... ég get líka andað aðeins rólegra núna því ég er búin að skila inn umsókn í KTH og þarf ekki að hugsa um það meir fyrr en ég flyt út í lok ágúst !!!
og í kvöld get ég verið alveg sallaróleg því stefnan er tekin í Garðabæinn í mat og áhorf á síðasta þætti um Nikolaj & Julie......

sunnudagur, mars 14, 2004

hékk í Náttúrufræðihúsinu í dag að kynna byggingarverkfræðina... það er ótrúlegt hvað mömmurnar geta verið ákveðna fyrir börnin sín, það var bara eins og sumir krakkarnir kynnu ekki að tala og gætu ekki svarað fyrir sjálfan sig!!! ein mamman alveg: já og hún vill bara læra stærðfræði, hún er best í því... og við alveg: já og hvaða verkfræði hefur þú mestan áhuga á?(spurningu beint að barni) mamman: ef hún fer í verkfræði þá fer hún pottþétt í byggingarverkfræði... þar liggur hennar miðpunktur bla bla bla... krakkinn bara brosti eins og ekkert væri sjálfsagðara !!! ég sé mömmu mína í anda vera að skipuleggja mitt háskólanám og ég bara að fylgjast með og brosa... ;o)
loksins komin með nýtt púströr... bling bling !!! það er nú ekkert svakalega smart að vera á 20 ára, skítugum bíl með shiny púströr en það er þó hægt að tala saman í bílnum núna...

fimmtudagur, mars 11, 2004

það er kanakvöld hjá Silju í kvöld... get ekki beðið!! náum vonandi í tvö lið og ÉG SKAL RÚSTA YKKUR heheheh....

miðvikudagur, mars 10, 2004

jeijei nú er vesenið loksins búið hjúkk!!
búin að finna fullt af námskeiðum sem duga mér allan næsta vetur í KTH, mín bara að byrja í master og læti.... og svo fékk ég flug til Barcelona frá Amsterdam akkúrat á besta tíma og frekar ódýrt!! nú bíð ég bara eftir að vorprófin séu búin svo ég geti verið í friði í 4 vikur í úgglöndum c",)
keyrði út klóara í gær... nú geta ættingjar og vinir loksins farið á klósettið eftir langa bið!
ég er að verða vitlaus á því að finna námskeið úti í Svíþjóð því allt sem ég ætla í er ekki kennt nema eftir áramót sem þýðir að ég er ekki að fara að útskrifast fyrr en sumarið 2005... sem er kannski bara allt í lagi :oS

mánudagur, mars 08, 2004

helgin var bara sú besta! humarinn á laugardaginn var alveg brilliant og svo dönsuðum við í stofunni þeirra Hönnu og Jóa til hálf fjögur um nóttina... piltarnir skelltu sér í bæinn á meðan stúlkurnar fengu sér fegrunarblund. ég og Ríkey vorum bara tvær að læra í gær og mössuðum nottla heimadæmin og þá sérstaklega hlaðborðið sem Óli reyndar hjálpaði okkur smá við ;o)

laugardagur, mars 06, 2004

skellti mér í baðhúsið í kvöld og horfði á Friends og svo á Will og Grace á meðan ég var að hlaupa. W&G voru svo fyndin að ég var næstum því flogin af hlaupabrettinu og næstum búin að pissa á mig í leiðinni.... sé það alveg fyrir mér, fljúga aftur á bak með bununa út í loftið og flækjast í hedfónunum !!

föstudagur, mars 05, 2004

jejjj hún "alnafna frænka" Hera Katrín Karlsdóttir er komin með sína fyrstu tönn!! ég vil óska foreldrum hennar til hamingju... hún fer bráðum að heiman hahahahaaa ;o)

fimmtudagur, mars 04, 2004

jæja ég er að tapa mér í að vakna snemma, var mætt klukkan 8 út í skóla að gera verkefni og náði að klára það áður en kennarinn kom hálf tíu. ætlaði að gera það í gærkvöldi en fékk yndislegt mígreniskast eins og alltaf á miðvikudögum og fór því beint í háttinn eftir skóla.
get ekki beðið eftir humarveislunni á laugardagskvöldið, villibráðaveislunni næstu helgi og mí matarboði þarnæstu helgi, ég held ég eigi ekki eftir að svelta í mars ;o)

miðvikudagur, mars 03, 2004

Loksins... kommentið nú blómin mín !
commentin eitthvað að klikka en ég ætla að tékka á þessu á eftir ;o)
hvað er þetta trackback???
jæja þá er maður bara komin með commentkerfi... vona að það virki!!

þriðjudagur, mars 02, 2004

mætti samviskusamlega í skólasjoppuna kl.7:55 í morgun og er núna að deyja úr þreytu.... geisp geisp
Steinar náði að senda fyrstu umsóknina í Konstfak í gær áður en pósthúsið lokaði og bíðum við nú spennt eftir svari (sem bæ ðe vei kemur ekki fyrr en í vor) en ég er samt spennt ;o)

mánudagur, mars 01, 2004

jess liturinn er komin!!
ég er búin að sitja við tölvuna í klukkutíma núna og reyna að fá lit á alla síðuna mína en það tekst ekki uhuhuhuhuhu.....
kreisí dagur, strætóferðir í rúman klukkutíma og svo labbaði ég í grenjandi rigningu út á bensínstöð til að kaupa dekkjabætur á hjólið mitt. þegar heim var komið þá hvolfdi ég hjólinu og tók dekkið af, klóraði mér í nefinu með svartar hendur og svona og þegar ég loksins náði tuðrunni af teinunum þá kom í ljós að slangan var ekki sprungin heldur bara lítið loft.... ég hef skrópað í skólann mörgum sinnum því ég hef ekki nennt að labba því það er sprungið á hjólinu og svoleiðis og þegar uppi er staðið þá hefur það allt verið til einskis því dekkið var ekkert sprungið. má ég taka trylling NÚNA !!!!