þriðjudagur, mars 28, 2006

Heimsótti þrjár mestu dúllur í heimi í gær, Hönnu og A&B Jóhannesdætur.

A og B eru þvílíkar snúllur, voru búnar að vera svo duglegar að drekka fyrr um daginn og þegar ég kom í heimsókn þá sváfu þær svo vært og varla rumskuðu þegar Katrín "frænka" var að kjassast í þeim :O) Þær eru svo flottar og frábærar að mér finnst að þær eigi að heita Katrín A og Katrín B hehehe ;O)

föstudagur, mars 24, 2006

Jahá... þetta gerist sjaldan! Var mætt á besta tíma í vinnuna í morgun eða kl. 8:00, þykir það frekar snemmt á mínu heimili. Sem þýðir það að ég gæti farið snemma heim úr vinnunni... þarf að sækja konungleg brúðkaupsboðskort úr prentun fyrir klukkan fjögur í dag og skera þau svo út í ágætri föndurbúð hér í nágrenni höfuðborgar. Eftir það tekur við Íslandsmeistaramót í trompfimleikum... neinei ég er ekki að keppa (þó ég myndi RÚSTA þessu léttilega) heldur ætla ég að hvetja þær stöllur Helgu Svönu og Hlín áfram.

Vitið þið um einhvern einstakan, mjög færan, áhugasaman og skemmtilegan ljósmyndara sem væri til í að koma vestur í sumar og skjóta nokkrum skotum á okkur hjónin? Vuestra amigo "Darri italiano" sem við vildum endilega fá sem ljósmyndara verður sennilega á flakki milli þjóðgarða Ítalíu á þessum tíma... Gréta sem var næsti kostur er redan uptagen den 17. juni...

þriðjudagur, mars 21, 2006

Shitt... ég vildi að ég hefði aldrei uppgötvað E-bay!!

Ég er að tapa mér í að leita að alls konar drasli sem finnst ekki á Íssalalandi. Skrýtið hvernig eitthvað svona drasl getur heltekið hugann og ég er með hraðan hjartslátt þangað til ég veit að ég hef unnið hlutinn með hæsta boði! Kræst hvað maður getur verið sorglegur... :0\

laugardagur, mars 18, 2006

Hallelúja...

Mikið um að vera hjá stórfjölskyldunni þessa dagana! Ég er búin að hitta hersinguna þrisvar sinnum í vikunni á 4 dögum... gaman gaman. Séra Sigríður átti afmæli á miðvikudaginn og bauð í vöfflukaffi, Svana móðursystir var á landinu og amma og afi í bænum svo það var matarboð í Hvannalundinum í gærkvöldi þar sem var mikið hlegið og gert grín. Í morgun var svo þriðji í fjölskylduhittingi þar sem 3/4 af börnunum hennar Gunnu frænku héldu upp á afmælið sitt!

Svo er ég bara að vinna um helgina, matur hjá tengdó á morgun og mamma og pabbi koma heim frá Prag á mánudaginn jibbíkajei MF !!!

sunnudagur, mars 12, 2006

Mikið gaman um helgina...

Danni bauð TMC í 3ja rétta máltíð og fínerí á föstudagskvöldið. Þvílíkt góður matur og tilkynningar alveg hægri vinstri, Siggi og Óli (Jónína) eru flutt að heiman og búin að kaupa sér bíl, Ríkey og Óli (ekki Jónína) voru líka að kaupa sér bíl og Steinar fékk sér blund á klóinu (sem minnti mig óneitanlega á kríuna hennar Binnu á baðmottunni heima hjá Ester forðum daga) sem reyndar var ekki mikil tilkynning en samt mjög fyndið :0)

Ég dró svo Silju með mér á brúðkaupssýningar bæði í Garðheimum og Blómavali. Þar var margt og mikið að sjá og ég náði að velja mér rós í vöndinn og skreytingar... allt voða spennó !!!

Sushi í dag með Hönnu og það var alveg himneskt :0)

þriðjudagur, mars 07, 2006

Ja hérna... ég er alveg að drulla upp á bak á þessu bloggi mínu... eða kúka í g-streng eins og einhver annar en ég myndi orða það... mætti alveg vera aðeins duglegri að skrifa eitthvað... en þegar maður er ekki með netið heima hjá sér þá verða skrifin eitthvað takmörkuð...

Í morgun eignaðist ég tvær litlar vinkonur en þær eru dætur Hönnu og Jóa, voða mikil krútt eitthvað og óska ég þeim innilega til hamingju með litlu skotturnar! Ég mæti bráðum og knúsa ykkur öll :0*

Ætli það sé þá ekki gæfulegt að klára barnahúfurnar sem ég er byrjuð að prjóna...