miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Sólin skín og allir voða glaðir :) Stokkhólmur er óðum að verða vinur okkar (Hólmi eins og við köllum hann) og við erum að kynnast honum hægt og bítandi. Katy Holmes er komin með massíva blöðru á ilina eftir hörku göngu undanfarna daga en samt voða voða hretz.

Þessar fyrstu línur komu frá eiginmanni mínum og biður hann bara kærlega að heilsa öllum! Hjólaleiðangur minn í dag gekk ekki nógu vel, ætlaði að kaupa mér notað ódýrt hjól en notuðu hjólin í búðunum eru ekkert svo ódýr og nýju hjólin eru svo vibba dýr. Frétti reyndar af uppboði á hjólum hjá löggunni og ætla að tékka á því á morgun.

Fyrsti skóladagurinn á morgun, fyrirlestrar frá kl. 9-17 !! Svona líka fínn vinnudagur en vona að ég fái tíma til að borga leiguna og finna mér hjól.

l8er
Katy Holmes & Ston Crus

mánudagur, ágúst 28, 2006

Þið eruð alveg að grínast í mér... búin að vera heillengi að skrifa flotta færslu með ógeðslega fyndnum lýsingum og hreint út sagt frábærum bröndurum (þessi setning aðeins of ýkt...) en þá dettur allt draslið út :oVið erum sem sagt komin til Stockholms í nám, ég í skipulagsfræði við KTH og Steinar í grafískri hönnun í Konstfack. Ég hitti leiðbeinandann minn í dag, við fórum yfir kúrsana sem ég hef tekið í HÍ og þá kúrsa sem ég þarf að taka hér úti. Fundurinn gekk vel en ég þarf samt að taka nánast allt þriðja árið hér úti, fæ bara tvo kúrsa metna á vorönn :(

Vorum bara á röltinu í dag um miðbæinn, fengum okkur kebab í hádegismat og svo uppáhaldið mitt - bláberjapaj með vanillusósu í kaffinu ummm... svakalega gott!

Keyptum okkur svo sænsk símanúmer
Katrín: 073 788 8435 (0046 73788 8435 ef hringt/sent sms frá Íslandi)
og Steinar lætur ykkur vita með sitt númer

og hér er nýja heimilsfangið okkar frá 1. sept nk.
Katrín Karlsdóttir
Studentbacken 23/0219
115 57 Stockholm

endilega sendið okkur póstkort en það verður helst að vera skráð á mig því ég er skráð fyrir herberginu sem er einstaklingsherbergi og við vitum ekki hvort við megum vera tvö þarna... og við þorum ekki að setja bæði nöfnin á póstkassann allavega svona til að byrja með ;) Látum ykkur vita ef það breytist eitthvað.

Á morgun ætla ég að finna mér hjól til að geta hjólað í skólann, tókum tímann í dag þegar við löbbuðum frá KTH á stúdentagarðana. Tekur rúmar 20 mínútur að labba og þá sennilega bara örfáar mínútur að hjóla en þetta er nokkuð bein leið.

Það er kominn nýr linkur inn á myndasíðuna okkar efst í hægra horninu. Þar eru fullt af myndum frá því í sumar og svo bætum við inn myndum frá Sverige vonandi nokkuð reglulega :)

Jæja þetta er orðið gott í bili, fleiri fréttir mjög fljótlega!

Puss&kram
Katrín og Steinar