föstudagur, september 29, 2006

Læknaði sjálfa mig af þessari pöþettik illness og keypti mér föt :) Nú líður mér miklu betur...
Nýjar myndir frá Stokkhólmi á myndasíðunni og ég er farin að sofa GOOD NIGHT.

miðvikudagur, september 27, 2006

Í dag erum við búin að vera í Stokkhólmi í akkurat mánuð og erum orðin ótrúlega VÖN. Ég er bara enn á stuttermabolnum og það er eiginlega orðin hefð hjá okkur hjónum að fara eftir skóla á kaffihús, setjast út í blíðuna með kaffibolla og njóta lífsins (þykir nokkuð konungleg hegðun).



Ég held ég sé orðin veik því ég hef ekkert keypt mér ennþá (nema bók, roll on og naglalakkaleysir) á meðan Steinar heldur að hann sé í verslunarferð með nýja skó, peysu, buxur, nærbuxur, sokka, bók og örugglega fullt fleira sem hann sýnir mér ekki heldur felur inn í skáp eins og kaupóðu húsmæðurnar sem þurfa að brenna raðgreiðslureikninginn svo eiginmaðurinn fái ekki illt í veskið sitt.

mánudagur, september 25, 2006

Er búin að sitja inni í næstum allan dag að reyna að lesa á sænsku... gengur hægt svo ekki sé meira sagt. Kíkti aðeins í göntutúr á Karlaplan á meðan Steinar fór á bandý æfingu, kíkti í búðir og fékk mér kaffi. Já frekar ómerkilegur dagur það...

En helgin var alveg glimrandi, korridorpartýið var mjög skemmtilegt og ég og Steinar tókum auðvitað þemamyndir eins og við gerum í flestum partýum sem við förum í. Set þær fljótlega á netið. Skemmtilegast fannst mér þó að læra vinkið "wrist wrist elbow elbow" sem er konunglegt og fallegt. Alveg við hæfi þar sem maður býr í konungsríki og gengur í konunglegan skóla. Héðan í frá verður allt konunglegt...

laugardagur, september 23, 2006

hæhlæhlæ
sólin skín og einhvern tímann er allt fyrst... nebbla stuttermabolur í skólann!! Held ég hafi aldrei gert það áður að fara í stuttermabol í skólann svona undir lok september og á meðan er mamma að skafa af bílnum heima hahah ;)
Matur hjá Stiff í gær og korridorpartý í kvöld hjá okkur. Lærdómur á morgun en stelpurnar hérna á ganginum voru eitthvað að tala um að fara í klippingu allar saman... kannski við fáum okkur korridor theme klippingu - eða jafnvel skella sér í Gröna Lund sem er tívolí hér á bæ. Já það verður spennandi að sjá hvað morgundagurinn ber í SKAUTI sér.

pís át kjútípæs

þriðjudagur, september 19, 2006

Lífið gengur sinn vanagang hér í Stokkhólmi. Vorum nokkuð öflug um helgina finnst mér...

Föstudagur: COUCH POTATO
Laugardagur:
- fórum á markaðinn Street á Södermalm
- hittum Stebba eftir Street, fórum á kaffihús á ströndina á kebabstað á bar og svo í bíó... mjög góður dagur :)
Sunnudagur:
- fórum í siglingu um Skerjagarðinn með Stebba, Bigga og Magney. Algjört æði að fara þetta aftur en ég fór í fyrra með mömmu og pabba.
- rölltum um markaðinn á Hötorget og keyptum grænmeti
- Stebbi kom í kvöldmat til okkar í pöddubælið ;)

Svo hef ég bara verið að læra... bulla eitthvað á sænsku og reyni að vera sannfærandi. Held það hafi gengið ágætlega hingað til hmmm...

hälsningar from ðe kúl svídis píps

föstudagur, september 15, 2006

Voðalega er ég róleg í dag... Skóli hjá mér frá 9 til 12 og eftir hádegi fór ég út í mörkina með tveimur bekkjarsystkinum mínum að skoða Bromma hverfið en við eigum að deiliskipuleggja það svæði og gera ráð fyrir því að núverandi flugvöllur þar fari. Þetta eru ekkert ósvipaðar umræður og um Vatnsmýrarsvæðið heima... dýrmætt landsvæði, flogið yfir íbúabyggð í miðri borg o.s.frv. mjög spennandi vinna framundan en strembin. En talandu um Vatnsmýrina þá er ég alveg búin að sjá þetta fyrir mér, vildi að ég gæti rissað upp skipulag á örfáum mínútum og sýnt ykkur... alveg idealt!
Samanhangandi gönguleið frá Hlemmi-Laugarvegurinn-Lækjargatan og svo niður að sjó við Skerjafjörðinn og tengist þar göngu- og hjólaleiðinni góðu. "Grönska" alveg frá Hljómskálagarðinum og meðfram Háskólasvæðinu niður að sjó. Almenningssamgöngur með sporvögnum og vetnisstrætóum og hjóla- og gönguleiðir allsráðandi. Lifandi menningar/háskóla/kaffihúsa stemning á torgi miðsvæðis í Vatnsmýrinni, lifandi hverfi nálægt með veitingahúsum/börum/verslunarkjarna og litlum tónleikastað. Íbúðahverfi nær Öskjuhlíðinni, stúdentabústaðir nær HÍ...
Endilega komið með hugmyndir ef þið hafið einhverjar, mig langar að heyra hvaða hugmyndir fólk hefur um þetta svæði.

Fórum á tónleika í gær með Peaches, alveg hreint mögnuð!! Gellan tróð upp á nærfötunum og var svo með hálfgert búningashow allt kvöldið, skykkjur, belti og fleira. Hljómsveitin var algjört æði, bara gellur sem fíla aðrar gellur you know nema trommarinn hún var að fíla sænsku strákana hehehe

Síðustu helgi fórum við á Naturhistoriska riksmuseet, mjög skemmtileg sýning með portrait af öpum, læt eina góða apamynd fylgja hér með.

Fórum líka í Saluhallen sem er magnað fyrirbæri. Ef ég væri ofæta þá hefði ég viljað borða á öllum básunum en við létum einn nægja.

Kræst ógeðslega langt og leiðinlegt !! Nóg komið af bulli, ég er búin að horfa á Idol í allt kvöld og nú er kominn tími til að lesa smá áður en ég leggst til hvílu.

Ha det så länge!

mánudagur, september 11, 2006

Vildi bara segja ykkur að það eru komnar enn fleiri myndir á myndasíðuna okkar!

Vissuð þið að eiginmaður minn er brandarakall??!

Katrín: "Ohhh... ég vildi að ég væri með þykkt hár..."
Steinar: "Ég vildi að ég væri með hár..."

Pabbi hringdi í gær til að segja okkur að hann hafi lagt inná okkur fyrir bílnum (þau leigja bílinn okkar á meðan við erum úti) og svo voru þau svo elskuleg að leggja inn á okkur aukapening svo við gætum nú keypt okkur eitthvað gott að borða. Þá segir Steinar: "Við fáum ekki barnabætur heldur Kallabætur því við getum ekki farið til Kalla í mat..."

Megi þeir hlægja sem vilja
Takk fyrir
Góða nótt
Sofið rótt
GREAT !! ég sem hélt ég væri í fríi út vikuna 23.-27. október en svo er ekki... :( Fyrirlestrarnir í næstu kúrsum byrja strax eftir lokaprófin í þeim fyrstu. En ég get huggað mig við það að ég verð búin fyrir jól :)

sunnudagur, september 10, 2006

Það má segja að í síðustu viku hafi ég verið soldið óheppin... ég tapaði þó aldrei gleðinni :)

- Það byrjaði eiginlega á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku þegar ég og Steinar ætluðum á tónleika í Uppsölum. Vorum komin til Uppsala (40 mín í lest frá Stokkhólmi) og æddum í leigubíl nokkra metra til að mæta nú á skikkanlegum tíma þegar tónleikahúsið opnaði. Við stóðum dágóða stund í röð við innganginn og þegar kom að því að hleypa okkur inn þá fengum við ekki inngöngu því við vorum ekki með stúdentaskírteini ("nation" passa) fyrir þennan stúdentaskemmtistað, hefðum þurft að fá gestaskírteini daginn áður og það vissum við ekkert um...
- Mánudaginn og þriðjudaginn var ég að drepast í maganum með einhverja helv... magakveisu og ógleði.
- Á mánudaginn áttum við þvottadag og þá akkurat bilaði ein þvottavél og einn þurrkarinn og rúmfötin okkar festust í vindutækinu. Ég var í þvottahúsinu frá kl. 11 - 16 að dunda mér þið vitið... og ekki gleyma því að ég var að drepast í maganum.
- Mér tókst að missa myndavélina hans Steinars í gólfið og brjóta linsuna, ný linsa takk fyrir!
- Ég skellti mér í sænskutíma á þriðjudaginn (NB að drepast í maganum). Daginn eftir fæ ég póst frá tungumáladeildinni um það að leiðbeinandinn minn hafi skilað skráningunni minni í námskeiðið allt of seint og ekki pláss fyrir mig í tímanum. Verð á biðlista þangað til annað kemur í ljós. Frábært ég fæ sem sagt ekki að læra sænskuna núna þegar ég virkilega þarf á því að halda!
- Hjólaði heim úr skólanum á fimmtudaginn. Ætlaði nú aldeilis að stytta mér leið í gegnum skóginn, beygði til hægri og viti menn... WRONG TURN... hefði átt að beygja til vinstri og var sem sagt 1 klukkustund að rata heim.
- Labbaði eftir þennan líka rosa hjólatúr út í búð í grenjandi rigningu, stór vörubíll ekur fram hjá og gefur mér gusu úr drullupolli jibbí...
- Það þarf meindýraeyði í eldhúsið okkar, hveitibjöllur skríðandi út um allt en bananaflugurnar eru víst farnar...

Ekki það að ég sé að kvarta, langaði bara að deila þessu með ykkur þar sem þetta er mjög óvenjulegt fyrir mig einhvern veginn...

NÝJAR MYNDIR Á MYNDASÍÐUNNI OKKAR...

föstudagur, september 01, 2006

Það er bara allt að gerast hér í Hólminum...

Ég keypti hjól í dag af mjög svo sérkennilegum manni (ég myndi segja meintur róni eða eitthvað í þá áttina sem stelur hjólum og selur...), ágætt hjól svo sem en það þarf að laga aðeins bremsurnar og gefa því smá bað ;)

Náði svo í lykilinn að herberginu í dag eftir skóla á stúdentagörðunum og við flytjum inn á eftir. Herbergið er pínkulítið og skítugt auðvitað. Við leigðum herbergi með húsgögnum og þegar ég opnaði hurðina sá ég fullt af húsgögnum, m.a. rúm... EN ENGA DÝNU !! Þá er það víst þannig að við fáum gaflinn og rammann utan um dýnuna en þurfum að redda dýnu sjálf! Já það lýtur út fyrir svefn á gólfinu þessa nóttina og IKEA eldsnemma í fyrramálið...

Veit ekki hvenær ég kemst aftur á netið, það tekur víst einhvern tíma að fá netið í íbúðina. Kemst eitthvað á netið í skólanum en það er ekki skóli fyrr en á miðvikudaginn í næstu viku.

Þangað til þá,
KaKa