fimmtudagur, júní 30, 2005

Ég held ég hafi alltaf gleymt að segja ykkur frá því sem vinir mínir, þjóðverjarnir, mættu með á skemmtistaði... ég veit ekki um neinn sem gerir þetta... kannski á tónleikum en ekki á barinn/diskótekið... þau mættu með eyrnatappa... fyrirhyggjusemin í fyrirrúmi...

Biggi og Heiða eignuðust í gær lille BIG, til hamingju með krílið ;O)

þriðjudagur, júní 28, 2005

Já það er búið að vera mikið að gera... afmælispartý hjá Mörthu Kristínu, afmælisgrill hjá Guðmundi afa í Seiðakvísl, heimsókn til ömmu og afa í Laufási, Batman í bíó, út að borða á Maru með Hönnu og Jóhönnu og margt fleira. Svo útskrifaðist ég með Bsc. gráðu frá HÍ á laugardaginn og það var mikið fagnað gaman gaman. Á enn eftir að skúra eftir partýið á Snorrabrautinni og það er varla að ég leggi í það hehe ;O)

Aðrar fréttir eru þær að ég hlakka mikið til fimmtudags því þá eru Duran Duran tónleikar í Egilshöll sem við ætlum að skella okkur á. Heiða og Biggi bíða enn eftir barni og ég og Steinar erum orðin ansi spennt að sjá litla krílið :O) Payday on Friday og skemmtilegheit um helgina.... Svo er ég búin að vera í rólegheitum að taka til í skápunum hjá mér síðan ég kom heim frá Sverige og ég er búin að fylla eina stóra ferðatösku af fötum+skóm og komin með stóran poka af öðru dóti sem fer í Sorpu. Halda mætti að eitthvað hefði losnað hilluplássið í skápum en nei... HVAÐAN kemur allt þetta dót?

miðvikudagur, júní 15, 2005

Nú er ég að undirbúa ferð í Breiðdalinn, ég og Steinar ákváðum að vera bara "edrú" þessa helgina eftir ansi mikið skrall undandfarið, þ.a. það verður bara 1 kippa af bjór með í för. Vona að það komi lax á færið en er ekkert allt of bjartsýn þar sem ég verð örugglega meira í gufu og pottinum heldur en við árbakkann hehehe ;O)

Sigrún og Biggi voru að eignast lítinn dreng þann 13. júní og viljum við óska þeim til hamingju með gullmolann :O) Verst bara að maður sér hann sennilega ekkert fyrr en eftir marga mánuði :O/

Síðustu fréttir af skólamálum eru þær að allar einkunnir eru komnar í hús, LÍN meira að segja búinn að borga og ég bíð bara spennt eftir boðkorti í útskriftina. Gaman líka að segja frá því að Katrín Karlsdóttir fékk fullt hús stiga á sænskuprófinu :O) en leiðinlegt að sú einkunn sé ekki tekin inn í meðaleinkunnina mína...

sunnudagur, júní 12, 2005

komið að vikulegum pistli...

vinna, dansæfingar, humarveisla á afmælisdaginn hans pabba, TMC-hittingur á fimmtudaginn, MÍ grill og djamm á föstudaginn, sund, kaffihús með Hönnu og Karen, 25 ára afmæli hjá Ásdísi Sveins og Trabant tónleikar á laugardaginn, brunch með tengdó á sunnudaginn...

Það var þvílíkt stuð á föstudaginn, alltaf gaman þegar MÍ skellir í sig skotum mmheeeeee ;) og Páll Óskar hélt uppi stuðinu á Prikinu...
Þvílíka fjörið hjá Ásdísi, við tókum nokkur góð myndasession á vélina hans Danna... D-O-D-D-I náði Travolta töktum... konan með flöskurnar fékk að vera með á nokkrum myndum á Austurvelli... Danni á nóg af seðlum.... og það sem mér fannst fyndnast í leigubílnum: "you just had to be there..." en það var nákvæmlega svona "had to be there" moment hehehe ;) Hittum svo Karen og Guðfinnu og Helgu Svönu og fleiri á Ara Ögrandi en stuttu eftir það röltuðum við heim.

Ég vil óska Silju og Kristjáni innilega til hamingju með trúlofunina, þetta var löngu tímabært :o)

og ég vil líka óska mér til hamingju með BS-inn, þetta var líka löngu tímabært :o)

NA NA NA NASTY BOY !!!

sunnudagur, júní 05, 2005

Þessi vika er búin að vera viðburðarrík, hitta vini og vandamenn, njóta sólarinnar og anda að mér fersku íslensku lofti. Kom heim síðasta þriðjudag og fór beint í mat til Ásrúnar, Helga og Öldu Maríu með mömmu og pabba. Á miðvikudaginn fór ég á fimleikanámskeið og svo komu Sigrún og Júlli í mat á Snorró, fimmtudaginn fórum við skötuhjú í bíó á Star wars, föstudaginn fórum við Steinar með Öldu Maríu til Viðeyjar, föstud.kvöldið var TMC hittingur í villunni hans Danna, laugardagshádegismatur með Hörpu, Kalla og Heru Katrínu, sund með Hönnu, grillpartý hjá VSB laugardagskvöldið og innflutningspartý hjá Benna og Auði eftir það. Hádegismatur með Bigga og Heiðu á sunnudag og afmæli hjá Nils Ólafi. Þetta var brot úr lífi mínu síðustu 6 daga...

Vinnan byrjar á morgun, enn engar fréttir af síðasta prófinu en lífið heldur áfram að vera skemmtilegt :O)