sunnudagur, september 29, 2002

Var að koma úr svakalegri máltíð hjá henni Sóley. Steiktar kjúklingabringur fylltar með hráskinku og osti, heimabakað brauð sem Sóley er reyndar orðin fræg fyrir og ofnbakað grænmeti með kartöflusneiðum. Brauðið var reyndar fyllt með hráskinku og fetaosti, (það var sko hráskinkuþema í kvöld) sjúklega gott, eða eins og Birgir Ísleifur myndi segja eftir heilt sumar með Brúðubílnum: "Namm namm damm, namm namm damm" mér finnst þetta alltaf jafn fyndið :oD

laugardagur, september 28, 2002

Svona líta nasahárin mín út!!! Takk Gilli myndari ;o)
Lagði aldeilis land undir fót í gær. Haustferð Naglanna heppnaðist mjög vel og var þvílíkt skemmtileg. Skoðuðum Skjálftamiðstöðina á Suðurlandi, Þjórsárbrú, Sultartangavirkjun, Vatnsfellsvirkjun, eina brú sem ég veit ekki hvað heitir, framkvæmdir við nýja virkjun fyrir ofan Sultartanga, miðstöð sem stjórnar flæði í Þórisvatn og margt fleira. Enduðum í Set á Selfossi þar sem framkvæmdarstjórinn sló upp balli, spilaði sjálfur með vinum sínum og það var þvílíkt stuð. Myndir af afrekum gærdagsins má sjá hér.

fimmtudagur, september 26, 2002

Gleymdi að segja ykkur að Dísa ofurskvísa ætlar af hafa fancy club í Keflavík 19.okt. Það verður sko fjör, ætlum í Bláa Lónið og hafa það kósý.
Ég er komin með nýtt nafn: K-line (eins og J-Lo) mér finnst það rosalega flott, en það var hún Silja (betur þekkt sem Sísí Páls) sem finnur upp á svona löguðu. Hún er nú að endurbæta bloggið sitt svo það verði gjaldgent á alnetinu!! En af mér er það að frétta að ég er í skólanum að klára forrit sem ég á að skila á morgun og svo fer ég að læra stærðfræði þangað til Steinar sækir mig um 20:00 í kvöld. Það verður fjör á bókó... ;o)

miðvikudagur, september 25, 2002

Það er alltaf gaman hjá mér á föstudögum, jibbííí.....núna á föstudaginn erum við í Nöglunum að fara í haustferð. Förum rúnt um Suðurlandið og skoðum virkjanir, jarðskjálftasvæði og fleira. Endum svo í röraverksmiðjunni Set á Selfossi, fáum eitthvað áfengt og kannski pítsur ef við erum heppin. En þangað til föstudagurinn rennur upp verð ég að læra :o)

þriðjudagur, september 24, 2002

Ég velti stundum fyrir mér hvort ég sé áhrifagjörn eða ekki. Er til dæmis núna að hlusta á "in my place" með Coldplay og syng hástöfum með þó ég kunni ekkert textann. Kemst svo að því að ég er alls ekkert áhrifagjörn því næsta lag á listanum er "tease me" með Chaka Demus sem ENGINN hlustar á nema ég...mæli samt með því, það kveikir sko blossann !!!!!

mánudagur, september 23, 2002

Sóley elsku besta vina!! Ég bað hana um að hafa MÍ matarboð á fimmtudaginn en hún nennir ekki að elda á fimmtudögum, aðeins á laugardögum (fyrir þá sem ekki vita þá er MÍ matarklúbbur Íslands). Þannig að kannski er lúxus maltíð á Barónstígnum um helgina uuummm ég hlakka svo til.

sunnudagur, september 22, 2002

Hérna er ég sæt og fín í vísó (fyrir þá sem vita ekki hvernig ég lít út)
nú er ég komin með teljara.is, held nefninlega að ég sé sú eina sem er að skoða síðuna mína og hlægja að míns eigins bröndurum. Og svona til að vera viss í minni sök þá ákvað ég að telja, 1,2,3... hættu að telja, þetta er ég!!!!

laugardagur, september 21, 2002

Alltaf gaman að fara í skólann á laugardögum!! Skellti mér í vísó í gær, í Vegagerðina, sem var mjög áhugaverð og skemmtileg ferð, og svo lá leið mín í Hafnarfjörðin þar sem Eyrún frænka hélt upp á 12 ára afmælið sitt. Fengum pítsur, pastasalat, brauð og fleira góðgæti. Át yfir mig eins og fitubolla á hlaðborði, like usual ;o) Sofnaði því södd og sæl í gærkveldi. Það er læralæralæralæra núna og læra meira.... have fun katy!!

miðvikudagur, september 18, 2002

Er að reyna að taka mig á!!! Fór út að skokka á mánudaginn, hringinn í kringum Vífilstaðavatn og ætlaði að taka tímann. Þegar ég var búin að hlaupa í 36 sek. þá missteig ég mig, týpískt... það er aldeilis tekið með trompi þegar á að byrja. Hélt nú samt áfram og lauk hringnum á 19 mínútum, haltrandi og sveitt. Og í gær hjólaði ég um Heiðmörkina í klukkustund eða svo, löppin ekki alveg búin að jafna sig en ég lét mig hafa það!! Lét svo þreytuna líða úr mér í Árbæjarlaug, dró Steinar með mér í heitu pottana sem eru of þægilegir á kvöldin aaaaaahhhhhhhhhhh

sunnudagur, september 15, 2002

Halló!!! er einhver þarna sem er til í að gefa mér start? Er nefninlega alveg orkulaus, nenni ekki einu sinni að setja í þvottavélina, hvað þá að læra!! Þyrfti að fá mér rafgeymi í rassinn til að geta starfað eins og eðlileg manneskja ;o) Kannski soldið óþæginlegt en...

fimmtudagur, september 12, 2002

Hitti MÍ-félagana (mínus Binnu) á Delanum í dag. Fengum okkur allar pasta og vorum svo pakkaðar að það nánast lak út um öll göt!!! Við skipulögðum leikhúsferð með mökum (Steinari og kannski Kidda, Kristján vill ekki fara) á Beyglur með öllu. Okkur fannst það við hæfi því við getum stundum verið svo miklar beyglur :o) Morgundagurinn verður tekin með rólegheitum því ekki skráðist ég í vísó. Ætla reyndar að borða með Hönnu í hádeginu, það verða engin rólegheit skal ég segja ykkur. Ef ég þekki Hönnu rétt þá kemur hún með litlu grænu kallana sína og lætur þá kitla mig. Ég sendi yfirleitt strumpana mína á móti og læt þá gera eitthvað enn verra. En ykkur finnst það kannski ekkert fyndið.

þriðjudagur, september 10, 2002

Fékk mér ansi góðan lúr eftir skóla. Ekki annað hægt þegar veðrið leikur svona með mann. Ætluðum reyndar upp á Esjuna eftir skóla, var ákveðið á lærdómsfundi í gær en ekki hægt vegna veðurs. Mættum nú samt í gammó og thermó í morgun svona til að fá fílinginn!!

mánudagur, september 09, 2002

Fátt er jafn gott og að fara í nudd. Nuddkonurnar eru örugglega vanar því að fólk sofni á bekknum hjá þeim en samt finnst mér það alltaf jafn vandræðalegt þegar ég byrja að hrjóta og fá sofukippi zzz....zzz....en það gerðist einmitt áðan. Svo er ég kvefuð þannig að það byrjaði að snörla í nefinu á mér líka.......læt ekki sjá mig þarna aftur!!

sunnudagur, september 08, 2002

Helgin búin að vera svona ansi skemmtileg!! Á föstudaginn byrjuðum við Silja á því að leggjast í innskeyrsluna hjá Stebba eftir vel heppnaða lærdómstíð og míga í okkur af hlátri, vitum ekki enn af hverju við vorum að hlæja og Danni og Stebbi vita það ekki heldur. Þeir sögðu bara að við værum ekki venjulegar, sem og við ekki erum. Gaman í vísó, dansaði sem drukkin væri en svo var ekki. Á laugard. var mjög gott veður og í staðin fyrir að vera inni að læra kíkti ég í bæinn, sagði "hæhæ" við Silju í Kúnígúnd og fór í IKEA og keypti mér hnífapör. Skellti mér svo í vinnuna klukkan 17. Vaknaði eldsnemma (kl.11) á sunnudagsmorgun og fór á línuskauta um bæinn - voða voða NÆS. Er svo búin að vera í Stærðfræðigreiningu IIIB í allan dag. Komið kvöld, komið gott, góða nótt.

miðvikudagur, september 04, 2002

Búin að kaupa næst síðustu bókina sem ég þarf á að halda fram að jólum. Hin er í pöntun og Harpa baunastelpa veit ekki hvenær hún kemur :o( En það er af Hörpu að frétta að bumban dregst saman í stressi og þenst út í afslöppun, litla baunin er eitthvað að mótmæla mikilli vinnu!!! Guðmundur afi er besta skinn því hann reddaði dempara í krúttið okkar Steinars, þá getum við farið með hann í skoðun og brunað um götur bæjarins án þess að þurfa að líma yfir endurskoðunarmerkið. Keypti stell í Blómavali á mánudaginn fyrir annan tug þúsunda og SÉ EKKI EFTIR ÞVÍ. Vantar aðeins fjóra kökudiska og þá get ég haldið almennilegt matar- og kökuboð. Vonandi verður ykkur boðið!!

þriðjudagur, september 03, 2002

Loksins búin í klippingu!! sé eftir því að hafa ekki tekið fyrir-eftir mynd til að sýna fólki svo það þekki mig aftur nnneehhhh ekki svo mikil breyting en það sér nú samt smá á mér. Magni á Rauðhettu og úlfinum alveg að standa sig. Ég og Steinar fórum á caffe kúlture í hádeginu í dag, fékk mér kjúklingasalat sem er það besta sem ég hef smakkað hingað til, með bankabyggi, ediki og rauðlauk og allskonar dóti - ógeðslega gott :oP