laugardagur, ágúst 31, 2002

gaman gaman í gær, eitt er víst að verkfræðinemar gleyma ekki hvernig á að skemmta sér :o) Var nú samt hálf slappt í Landsvirkjun, fékk bara einn bjór og annan til. Hefði mátt vera meira en þeir mega eiga það þessir verkfræðingar að þeir gera geðt góðar snittur sem kláruðust upp til agna. Skemmtilegt kvöld sem endaði á barnum á Hótel Borg sem átti ekki einu sinni cuarenta y tres handa hinni spænskumælandi Katyline. Fór hress á KR leikinn í dag, var tekin í misgripum fyrir KR stuðningsmann og fékk stóran fána í hendur, Steinar sá reyndar um að flagga honum svo ég gæti einbeitt mér að leiknum.

fimmtudagur, ágúst 29, 2002

Hvernig er þetta með nýja Sporthúsið??? Eigandinn bara alki og flutt til Ammríku - voða voða gott fordæmi!!
Ég held ég hafi verið búin að segja ykkur frá bílnum mínum, en bara einu sinni enn... HANN FER 'I GANG 'A HVERJUM MORGNI :o) bið ekki um meira
Mætt á réttum tíma í morgun þó ég hafi verið með Hönnu í bíltúr til miðnættis í gær. Átti reyndar að sækja Steinar einhverntíma um nóttina í vinnuna en hann er ekki enn búin að hringja og láta sækja sig. Kannski er hann enn í aksjón!!! Geðt veður úti og ég sit inni til klukkan 4 í skólanum uhuhuh en það er vísó á föstudaginn og þá lagast allt vont í heiminum...

þriðjudagur, ágúst 27, 2002

Það var mjög gaman að sjá alla aftur eftir sumarfríið í skólanum í dag. Margir brúnir og sætir, með langar neglur og nýjar klippingar, en svo voru það hinir sem... já förum ekki nánar út í það EN ég er að fara í klippingu í næstu viku!!!! Var reyndar svo eftir mig að ég varð að fara í sund áðan og liggja í heita pottinum. Nú er að koma kvöldmatur og svo ætla ég að læra í fyrsta skipti á þessari haustönn. Gangi mér vel...

mánudagur, ágúst 26, 2002

Nú er ég hætt!!
jæja nú fer ég að hætta!!
Leiðinlegt veður svo ég held ég leggist upp í rúm með góða bók í annarri og heitt kakó í hinni (STOOOLIÐ!!) Búin að lesa ansi mikið í sumar svo sem: Sölku Völku, Frá ljósi til ljóss sem er ógeðslega góð bók, Barn náttúrunnar, Konan í köflótta stólnum, Bláar nætur sem er smásögubók einnig mjög góð og nokkrar í viðbót. Er að fara að lesa aftur Híbýli vindanna og tek svo framhaldið í framhaldinu, Lífsins tré. ÚFFFF! ég ætti kannski að skipta yfir í bókmenntafræði hahahahahah
Nú er bara að fara heim og taka til í herberginu, ýta draslinu frá svo skólabækurnar komist fyrir!
Kíkti í skólann í dag, svona aðeins til að fá fílinginn og ná í almennilega stundatöflu. Kem svo við í bóksölunni og kaupi skóladagbók svo skipulagningin geti hafist!

laugardagur, ágúst 24, 2002

Loksins er vinnan í skólagörðunum búin og ég er hætt fyrir fullt og allt, aldrei aftur... Neglurnar brúnar, blöðrur á tánum og allir regn- og vindgallar á heimilinu drulluskítugir. En afraksturinn er ágætur, nokkuð mörg kíló af kartöflum, rófur og radísur, hvítkál, rauðkál og svona mætti lengi telja en aldrei aftur... Afmæli í kvöld hjá Birgi Ísleifi Gunnarssyni junior og svo ætla ég að reyna að hitta Silju og Ester en þær hef ég ekki séð síðan ´79! Á morgun er síðasti dagurinn sem ég get sofið út án þess að fá samviskubit en fer svo að vinna klukkan fimm þannig að dagurinn í rúminu verður þá að taka enda. Búin að kaupa allar skólabækurnar og nýja skólatösku þannig að ég verð sko undirbúin klukkan 8 á mánudagsmorgun, mætt fyrir utan VRII, kæru samnemendur, sé ykkur þá!!!

föstudagur, ágúst 23, 2002

Lítið að frétta en... var að kaupa mér bíl eða ég og Steinar saman svo við getum farið í skólann og vinnu o.s.frv. Gætum ekki verið hamingjusamari með krúttið okkar, lítill sætur ford fiesta sem hægt er að þjösnast á í vetur. Er að vinna á morgun og á sunnudaginn og svo byrjar blessaði skólinn jibbííí...........

sunnudagur, ágúst 18, 2002

Fór á línuskauta í gær í góða veðrinu, dró Strúnu með. Fórum frá Nauthólsvík að Ægissíðu og til baka sem er nú kannski ekki frásögu færandi nema fyrir það að Reykjarvíkur maraþonið var í fullu gangi. Við skautuðum fram hjá 30 km stöðinni, þar kom ungur maður á móti okkur með vatnglas og banana og ég var næstum því búin að grípa það af honum á ferð EN... hann tók stóran sveig framhjá mér eins og hann væri hræddur um að ég myndi klessa á hann og rétti skokkaranum fyrir aftan mig glasið með vatninu! Þvílík ósvífni, þó ég hefði bara farið frá Nauthólsvík að Ægissíðunni þá leit ég alveg út fyrir að hafa farið 30 km á skokkinu (formið eitthvað að stríða mér). Ákvað því að skauta að vatnshananum á Ægissíðunni EN... það var búið að negla trékassa yfir hann og ég leið niður af vatnsskorti, næringarskorti af því að ég fékk ekki bananann og síðast en ekki síst sólsting því sólin var alveg brennandi heit. Ég náði samt til baka að bílnum og lá í bleyti í um klukkutíma eftir að ég kom heim. Kannski maður hreyfi sig meira með haustinu ;o)
Jibbbí!!!!! Loksins komu linkarnir :o) og drög að stundatöflunni
Eitthvað eru breytingarnar ekki að virka! Fæ þetta aldrei til að smella saman en næst þegar ég nenni að vera lengi í tölvunni þá geri ég mitt besta. Helgin er búin að vera frábær, var í sólbaði út á palli bæði í gær og í dag. Er reyndar búin að vera pínu veik en reyni að láta það ekki á mig fá. Á menningardaginn mikla var grillveisla hér heima, borðuðum snemma og fórum svo niður í bæ að sjá geðsýkina (´o´) Allt of mikið af fólki og ég týndist næstum því!! Í dag skiluðum við Steinar bílnum sem við fengum að prufukeyra um helgina, veit ekki hvort við kaupum hann því hann drap á sér á versta tíma í gær. Í bílakássunni sem myndaðist í miðbænum um miðnætti í gær drap á helv.. bílnum og ég sat föst í tæpan klukkutíma. Mér var ýtt upp á gangstétt og þar mátti ég bíða og bíða og bíða.... En bílinn fór í gang á endanum og ég komst heim eftir erfiðar raunir í höfuðborginni.
Á aðeins eina viku eftir í vinnunni og svo byrjar skólinn - ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til !!

mánudagur, ágúst 12, 2002

Nú er ég að breyta um útlit eins og þið takið eftir en ég á eftir að fínpússa þetta svolítið og setja inn linka o.s.frv. Njótið vel!!
Það er alltaf gaman að verða allt í einu fjögurra barna móðir en það er einmitt það sem gerðist nú um helgina. Þið getið ímyndað ykkur pítsurnar og subwayana og gosið og nammið sem flæddi um. En þetta var mjög gaman í alla staði en fór greinilega eitthvað illa með mig því ég er veik heima í dag - sem gerist MJÖG SJALDAN!! Reyndar búin að vera kvefuð í viku og bara komin tími til að hvíla sig aðeins. Nú fer að líða að fyrsta skóladeginum og reiknast mér svo til að hann eigi að vera eftir aðeins tvær vikur. Á eftir að safna pening fyrir skólabókunum og nýrri skólatösku, en ef þið munið ekki hvernig taskan mín var síðasta vetur skal ég rifja það upp með ykkur!!! Venjulega var ég með tvær töskur, einn lítinn bakpoka og svo litla ljóta hliðartösku eða litla ljóta leðurtösku eða kannski bara plastpoka og öllum var alveg sama uhuhuhuhu!!! En núna ætla ég að kaupa mér alvöru bakpoka sem ég get verið með allt mitt dót í. Harpita litla sem vinnur í bóksölunni og er með litla baun í maganum ætlar að láta mig vita um leið og kennararnir skila inn staðfestum bókalistum, ég verð bókalaus, bakpokalaus og nær allslaus fram að því.

miðvikudagur, ágúst 07, 2002

Loksins kom sól!! Samt ekki búin að vera mikið úti í dag, var aðallega að leggja kapal og tala í símann. Það var voða stuð um verslunarmannahelgina, fór í bæinn bæði á laugardags- og sunnudagskvöld. Reyndar var fátt í bænum en samt stuð. Á lau fórum við á Sportkaffi þar sem Moonboots var að spila - væri til í að fara aftur á Moonboots þegar fleiri eru á staðnum, aðeins 15-20 manns að dansa og hefðu mátt vera fleiri. Á sun fórum við á Vegamót og dönsuðum við trillta tóna dj Sóleyjar. Þar fuku all margar kaloríur enda dansgólfið stappað og maður varð nú að sýna smá takta. Ester lennti í slagsmálum eða svona næstum því og Sóley bara kom og fór og kom og fór!
En var ég búin að segja frá dúfinni sem ég fékk að gjöf frá kisunni sem ég var að passa. oooohhhh greyið vissi ekki betur, hélt að mér þætti dúfur góðar og geymdi bara eina slíka undir sófa þegar ég og Steinar komu heim að vestan. Smá öskur og læti en okkur tókst að setja blessuðu dauðu dúfuna í fægiskóflu og út í tunnu. Ég ætla ALDREI að fá mér kött!!!!

laugardagur, ágúst 03, 2002

Ansi þreytulegur dagur í dag, rigning og rok! Ég held að ég sé búin að sofa meirihlutann úr deginum. Vaknaði reyndar í morgun og keyrði Steinar í vinnuna og fór með mömmu í bæinn. En þá voru nottla allar búðirnar lokaðar, ég ætlaði að kaupa hjól handa Ásrúnu sem hún var búin að samþykkja en Örninn var lokaður. Kom heim og lagði mig, það er alveg ótrúlegt hvað veðrið gerir mann syfjaðan. Vaknaði síðan við hann Jóa, hann var að segja mér að allir væru á leið á Stuðberg því annað væri viðbjóður!!!! Nei segi svona, nokkrir af strákunum ætluðu í rafting í Hvítá en öllu var aflýst þar út af slysinu um daginn, svo er ófært til eyja þannig að það eru nokkrir sem hafa ekkert annað að gera en að djamma á Stuðbergi sem er gaman gaman! Við förum reyndar ekki í dag en ef krakkarnir verða þar ennþá á morgun (sem ég efast um vegna veðurs) þá er aldrei að vita nema maður kíki.

föstudagur, ágúst 02, 2002

Kannski ég skrifi meil til hennar Höllu Hrundar, hún fór nefninlega til Spánar um daginn í sama skóla og ég og Silja vorum í síðasta sumar. Hún hringdi í mig á föstudegi og spurði mig hvort hún ætti að fara og ég sagði jáhá!!! Hún var farin viku seinna til Malaga í heilar 6 vikur með allar spænskubækurnar mínar og orðabókina. Vonandi hefur hún það æðislega gott!!!
EKKI BÚIN AÐ VERA DUGLEG AÐ SKRIFA!!!! Var síðustu helgi í brúðkaupinu hjá Sigrúnu frænku og Bigga, bara soldið sætt. Allir grenjandi og brosandi og hlæjandi í einu. Þetta var rosalega falleg athöfn og þau voru bæði svo falleg. Keyrði eins og snigill í bæinn á mánudaginn síðasta, Steinar var orðin soldið pirraður því hann vildi frekar keyra á 130 heldur en að koma einum tíma seinna heim. Læt hann keyra heim næst!!!! Sambúðin hjá mér og unnustanum gengur eins og í sögu, við erum fyrirmyndarpar í einu og öllu nema uppvaskinu! Það hrannast upp og þurfum sennilega að borða beint af borðinu um helgina. En eftir helgi flytjum við aftur heim til minna ástkæru foreldra og þar er uppþvottavél og á einhvern undarlegan hátt er alltaf búið að þvo fötin okkar þegar við ætlum loksins að taka törn - elska ykkur mamma og pabbi.