þriðjudagur, janúar 28, 2003

Það fyndnasta sem ég heyrði í dag (eða las öllu heldur): go hug a hobbit!! Þetta er svona í staðinn fyrir: skokkaðu á vegg eða eitthvað.....

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Jæjajæja...... þá eru Þórey Edda og Sóley báðar farnar að kvarta yfir skrifleysi. Þórey Edda er í æfingaferð í USA *eða verslunarferð öllu heldur* og Sóley er flutt, vonandi tímabundið, til Danaveldis þar sem hún freistar danska prinsins.
Ég sjálf er búin að liggja í letiletiletiletifleti í fríinu mínu, alveg eins og frí eiga að vera, hitta vinina og spila, fara í fjölskylduboð, borða góðan mat, þrífa bílinn, skjótast upp með rakettum, taka til, lesa, horfa á sjónvarpið, fara í bíó, kaupa föt, vinna, undirbúa skólann og svo er ég byrjuð í skólanum núna. Það er aldeilis að kennararnir ætla að taka þessa önn með trompi, bara byrjað að kenna í dæmatíma eftir hádegi fyrsta daginn. Ég var svona að vonast til að komast heim að sofa strax eftir hádegi en nei alltaf verið að trufla svefninn ;o)

Meir verður það ekki að sinni fyrir utan það að óska Hönnu innilega til hamingju með að komast inn í lækninn........ hún er svei mér dugleg stelpa