sunnudagur, febrúar 09, 2003

best að fara að matlabast !!
.......... og ég sem hélt að útsölurnar væru búnar!! Nei aldeilis ekki, ég skrapp í Kringluna í dag með Steinari vitandi það að ég ætti ekki eftir að kaupa mér neitt því allar útsölur væru búnar og ég hef ekkert efni á nýju flottu fötunum. En svo þegar ég kem í Kringluna eru flest allar búðir enn með smá útsölur og þá er bara allt á 60-80% afslætti sem sló mig alveg út af laginu. Kom nottla heim með skó og þrjá boli....

laugardagur, febrúar 08, 2003

bæðewei..... ég er byrjuð aftur í fimleikum hjá Stjörnunni, við gömlurnar héldum áfram að æfa þótt afmælissýninginn væri búin, bara svona til að halda við splittinu ;o)
Jæja það er búin að vera löng bloggarapása hjá mér!!! Lærdómurinn setti smá strik í reikninginn því þegar maður er í tölvunni allan daginn að búa til forrit sem teikna þök á hús þá er ekkert spennandi að skrifa eitthvað skemmtilegt á bloggið sitt en........ nú er semsagt forritinu lokið og skýrslan á góðri leið svo mér er óhætt að leggja nokkrar línur í púkk.
Ég og Silja ætluðum áðan að horfa á Þóreyju Eddu stökkva í Fífunni en svo var klukkutíma seinkunn á mótinu þannig að við komumst ekki að horfa. Ég er nefnilega að fara í vinnuna kl.5 og Silja er að fara á árshátíð hjá Nýherja kl.5 svo okkar verður sárt saknað. Var meira að segja að hugsa upp nokkur hvatningarhróp svo Þórey muni nú stökkva hátt en ég verð bara að hrópa þau yfir sjoppuna og vona að þau skili sér í Fífuna.