miðvikudagur, apríl 16, 2003

Vóvóvó hvað það er langt síðan ég bloggaði síðast!!!!!
Ætli maður reyni nú samt ekki að halda sér lifandi hér á vefnum allavega um tíma!
Af mér er það að frétta að ég er að fara í próf svona hvað og hverju og á víst að vera að lesa núna en samt er ég ekki að því. Ég fékk vinnu í sumar sem ég er rosalega ánægð með en það er verkfræðistofan VSB sem réð mig í sumarvinnu.......úúú ekkert smá spennt. Á föstudaginn var svo aðalfundur Naglanna (nemendafélag umhv.og byggingarverkfræðiskorar) og þar var ég valin ritari stjórnar Naglanna fyrir næsta vetur. Byrjum reyndar aðeins núna að skipuleggja próflokadjammið og fyrstu helgina í júlí og svo tekur heljarinnar vetur við!!!