fimmtudagur, maí 01, 2003

Þá er eitt próf (töluleg greining) búið og aðeins fjögur eftir! Held mér hafi gengið skítsæmilega, vonandi nógu vel til að ná prófinu en það kemur nottla ekki í ljós fyrr en eftir 3 vikur... Núna sit ég heima í sól og blíðviðri að lesa fyrir umhverfisverkfræði en prófið úr þessum miklu fræðum verður næstkomandi mánudag. Ég, Silja og Ríkey vorum að læra í gær og í fyrradag fyrir stærðfræðiprófið sem verður 10. maí og svo verða próf í reiknilegri aflfræði 8.maí og í LUK (landupplýsingakerfum) 13. maí og þá er ég búin veiveivei....En þangað til verð ég að lesa, bless bless