fimmtudagur, júlí 31, 2003

Hvað ætlar Katrín að gera um verslunarmannahelgina?
Helginni verður vonandi varið í lærdóm og annað sem virkjar heilasellurnar, samt verða nokkrar drepnar með drykkju á laugardagskvöld ;o)
Aðeins ein ósk að lokum... ég bið allar þær heilasellur sem varðveita vitneskju um java forritun, stærðfræði og sjálfbæra þróun að forðast hriðjuverkamenn Bakkusar sem gætu verið á ferli um helgina..

mánudagur, júlí 28, 2003

Gott að vita af Reykhólum (fyrir þá sem vilja athuga hvort þeir séu enn gjaldgengir á markaðnum...)
Það virðist vera hefð hér að blogga bara á sunnudögum (þó mánudagurinn sé skriðin yfir núna rétt í þessu) og ég ætla mér ekki að rjúfa þá hefð. Allt gott að frétta af mér, búin að umturna herberginu mínu því eins og þið vitið þá gerir maður alltaf eitthvað annað en að læra þegar maður á að vera að læra. En herbergið er orðið svona nokkuð vistlegt, allavega búið að taka til og ryksuga (skítinn síðan á síðustu jólum) og færa þá hluti sem eru færanlegir (rúm, skápur, kommóða, skrifborð, hilla). Því miður er sjónvarpið og fatahengið fast á veggnum...
Fór á rosalega skemmtilega leiksýningu á fimmtudaginn, Date með leikhópnum Ofleik. Mjög fjörugur leikur og ekki spillti fyrir að Hr. Sívertsen voru að spila. Sóley (Guðrún) kom svo óvænt heim á miðvikudaginn og við í Mafíunni hittum hana hressar að vanda á fimmtudaginn í nýju íbúðinni hennar Esterar. En nú er ég farin að læra... Bis Spater !!

sunnudagur, júlí 20, 2003

Rosalega er gaman að vera inni að læra þegar það er gott veður !!! Ég er nú ekki búin að áorka miklu í lærdómnum þessa helgina en veit þó núna að java er hlutbundin forritun....

sunnudagur, júlí 13, 2003

Var að koma úr eins og hálfs tíma hjólatúr og er búin á því...... rigningin lamdi mig í framan og ég þurfti að hjóla gleraugnalaus og sá ekki baun í bala!

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Var í eftirliti á Reykjanesbraut í allan dag og líka í gær. Kinnarnar mínar eru að steikjast þó það hafi aldrei sést til sólar í þessa tvo daga, síður en svo.....

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Jæja prófin eru reyndar löngu búin og þetta er búin að vera löng bloggpása.......
Það hefur margt á daga mína drifið síðan ég kláraði prófin s.s.
Helgarferð til Bolungarvíkur.....
Tjaldferð í Húsafell.....
Bústaðarferð með TMC.......
Skógar 2003 með Félagi Verkfræðinema......
Bústaðarferð í Eilífsdal.....
og margt fleira.
Er nú að hugsa um að vera bara heima um helgina og slappa af.

Later c",)