miðvikudagur, október 20, 2004

Var í rosalega skemmtilegu partýi á föstudaginn síðasta... með krökkunum úr verkfræðibekknum og þar var sko dansað og sungið og hlegið!!! Á laugardagurinn skelltum við skötuhjúin okkur til Hverageragerðis á ættarmót hjá móðurfamilíunni hans Steinars. Voða voða fjör fjör :0) Í gær fórum við Hanna til Guðfinnu að skoða íbúðina hennar og kjafta. Íbúðin voða stór og fín og alveg hægt að hrúga þar niður börnum hehe... :O)
Vona svo að það taki við gjörbreyting á íbúðinni minni... ef það er þá hægt!! Hún er svo lítil greyið og ég er að tryllast á því að geta ekkert breytt, það er varla pláss til að hreyfa við húsgögnunum. Er t.d. núna heima hjá mömmu að sauma tjöld fyrir fatahengið og reyna að fá pabba til að saga fyrir mig stöng í tjöldin en pabbi rétti mér bara sög og sagði gjörðu svo vel..... þ.a. ég er farin út í bílskúr að saga! Gangi mér vel :O/

þriðjudagur, október 12, 2004

Hæ aftur!
Ég segi bara fínt... er bara búin að vera í rólegheitum, vinna, æfa, borða o.s.frv. :O) Systir mín hún Ásrún er 20 ára í dag VEIVEIVEI... TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ !!! Og þá er auðvitað veisla fyrir fjölskylduna í kvöld. Þangað mætir maður spenntur... til að BORÐA!!!
Smá niðurtalning svona í lokin... 15 dagar í Köben og 92 dagar til Stockholm :OI