sunnudagur, febrúar 27, 2005

Ég fór í mjög skemmtilega ferð í gær til Nynäshavn með Kerstin og kærasta hennar. Þetta er rosalega fallegt svæði austur af Stokkhólmi við ströndina, þaðan er hægt að taka bát til Gotlands. Við löbbuðum meðfram ströndinni og smá hring í skóglendi í ca. 3-4 klst. Þetta er alveg rosalega fallegur staður og við fengum frábært veður, rólega snjókomu og svo skínandi sól inn á milli. Skelltum okkur á heitt kakó og kökur eftir gönguferðina á kaffihúsi í Nynäshavn. Hélt svo heim fyrir kvöldmat og reyndi að læra eitthvað...

Í dag hitti ég Kicki á Stockholm central (aðallestarstöðin) og við röltuðum aðeins um bæinn og fengum okkur kaffi í Galerian sem er verslunarmiðstöð í miðbænum. Það var mjög notalegt að hitta einhvern úr fjölskyldunni hér í útlandinu en Kicki er í vinnuferð og gaf sér smá tíma til að hitta litla námsmanninn :O)

En núna er það bara læri lær... próf á þriðjudag sem er jafnframt næstsíðasta prófið fyrir páskafrí jibbí jei !!!

föstudagur, febrúar 25, 2005

Ég er ekki að grínast í ykkur þegar ég segi að þjóðverjarnir ákváðu að hafa harðsoðinn egg og kartöflur í matinn í kvöld !!!! Ég stakk upp á að fara auðveldu leiðina og kaupa frosna pítsu og þau héldu að ég væri að djóka... já hahaha voða fyndinn brandari... Ég held ég gefist upp á að elda með þessu fólki, það er aldrei hægt að hafa neitt almennilegt í matinn! Ég er ekki að biðja um eitthvað gúrmei öll kvöld en allt í lagi að hafa kannski kjúlla eða FROSNA PÍTSU einu sinni í mánuði... HALLÓ.... !!!!!!!!!!!!
Hér er alltaf sami kuldinn, 10° frost en logn og að mestu heiðskírt.

Í dag löbbuðum við Kerstin, Kati og Melani (frönsk stelpa sem býr með Kerstin) um Södermalm sem er eyja sunnan við Gamla Stan. Þar var nú kannski ekki svo mikið að sjá en gaman að rölta í rólegheitum um götur Stokkhólms og kynnast aðeins borginni. Enduðum í kaffi á litlu sætu kaffihúsi í Gamla Stan og ég fékk mér bláberjaköku sem var svooooo góð :O) Held ég hafi fengið of mikið súrefni í dag, gerist stundum þegar ég fer í meira en 4 klst göngutúra, langar mest til að leggjast út af og horfa á bíómynd eða sjónvarpið. Það verður samt að bíða betri tíma því við erum að fara að elda saman nokkrir skiptinemar úr blokkinni. Vona að það verði ekki kartöflur og egg!!

Var í prófi í gær sem er nú kannski ekki frásögu færandi en langaði samt bara að láta ykkur vita hehe :O) Held (eða meira vona) að ég hafi náð því. Það var soldið erfitt að einbeita sér að próflestri svona nýkomin heim frá Íslandi því hugurinn var meira þar en í skólabókunum. En þetta kemur allt saman í ljós með vorinu. Er soldið farin að hlakka til páskafrísins sem byrjar 12.mars og lýkur ekki fyrr en 4.apríl, svo ég hef nægan tíma til að slaka á og leika mér c",)

Takk fyrir mig og megi þið eiga góða helgi !!

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Komin aftur til Sverige eftir frábæra dvöl á Íslandi. Mér hefur sjaldan liðið jafn vel og þegar ég sá Steinar á flugvellinum á miðvikudagskvöldið.... rosalega var gott að geta faðmað hann og kysst! Ég gerði margt á fáum dögum, fór á kaffihús með TMC, matarboð hjá mömmu og pabba og líka hjá Sigrúnu og Júlla. Heimsókn til Esterar, heimsókn til Silju í vinnuna, pönnukökukaffi hjá Hörpu og Kalla, Bláa lónið, leikhús (Vodkakúrinn), Baðhúsið með Hönnu, bjór með vinnufélögum Steinars, Smáralind, hádegismatur í Sælkerahúsinu og margt fleira. Nú er alvaran tekin við, próf, snjór og kuldi en í dag er t.d. 10° frost og snjókoma brrrr....
Vona að veðrið verði orðið betra eftir 4 vikur en þá kemur Steinar í heimsókn jibbí :O) Svo eru mamma og pabbi búin að panta flug til Stokkhólms og verða hjá mér frá 7.-15.maí, það verður fjör! Ég get meira að segja leigt herbergi hér í blokkinni minni fyrir þau svo þau verði ekki einhversstaðar lengst í burtu frá mér.

En nú ætla ég að læra fyrir próf hipp hipp húrra !!

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Fluginu var seinkad um 4,5 tíma (eda lengur hver veit??) vegna vedurs á Íslandi uhuhuuuuu.... :o(
Thó Arlanda flugvöllurinn sé stór (staerri en Leifstöd a.m.k.) thá er ég búin ad taka marga hringi hér í búdunum og kaffiteríunum. Fékk reyndar 100 SEK til ad eyda í mat á medan ég bíd og sé alveg í hyllingum gódan kaffibolla og eitthvad gódgaeti til ad maula med.

Var ad ganga frá og pakka til kl.2 í nótt og thegar verkjaraklukkan hringdi um 8:30 í morgun var ég allt of threytt. Dreif mig samt í lestina og út á flugvöll, hefdi getad sofid miklu miklu lengur...

Kati eldadi kvöldmat fyrir mig og Kerstin í gaerkvöldi, fékk ad smakka skrýtna thýska matseld, hardsodin egg í sinnepssósu og kartöflur... svo audvitad eftir matinn: "Thetta gera 15 SEK...." !!!!!!!!!!!!!!!!! THID ERUD AD GRÍNAST Í MÉR.... aldrei í lífinu faeri ég ad rukka vinkonur mínar fyrir hardsodinn egg og kartöflur!! Ég kom meira ad segja med ís í eftirmat og fannst thad nú hálf lásí eitthvad en lét mig hafa thad (rukkadi EKKI fyrir thad). Thegar rukkunin kom fyrir eggid thá var ég voda sátt ad hafa ekki komid med einhverja rosa hnallthórubombu í eftirrétt, ég hefdi thurft ad rukka thaer um 100 SEK á mann!!

Skólinn gengur nottla sinn vanagang thó madur skreppi adeins heim til Íslands, próf og skiladaemi í naestu viku (Calculus er sem sagt med í för núna hehe). Var í prófi á mánudaginn sem ég nádi med glaesibrag, fyrsta 10-an mín í staerdfraedi á öllum mínum háskólaferli jibbííí :O) Vona bara ad framhaldid verdi jafn glamourus...

mánudagur, febrúar 14, 2005

Ég vil byrja þessa færslu á að óska mér og mínum manni til hamingju með daginn!! Samvera í 8 ár er meira en margur hefur þraukað :O)
Skondið samt að afmælið okkar lendi akkurat á Valentínusardaginn. Mig minnir að þegar við byrjuðum saman þá höfum við ekkert vitað af þessum Valentínusardegi eða hvað?? og enn fyndnara er að mamma og pabbi giftu sig á þessum degi fyrir 24 árum, þau hafa pottþétt ekki vitað af Valentínusi! Til hamingju með daginn mamma og pabbi :O)

Var í prófi í dag sem gekk ágætlega vona ég. Svo núna er ég að undirbúa fyrirlestur á sænsku fyrir sænskutíma á morgun. Ætla að segja frá Íslandi og öllum þeim undrum og stórmerkjum sem þar eiga sér stað! Ætla reyndar líka að reyna að fara snemma að sofa sem mætti teljast til stórmerkja á þessum bæ.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Mitt skepp har seglat...

Byrjaði daginn í gær á því að fara á Vasasafnið með Kerstin og Kathrin systur hennar og ég gapi nánast enn af undrun. Þetta var alveg magnað!! Fengum okkur svo hádegismat á Kebab house niðri í bæ og löbbuðum þaðan á MOMA (museum of modern art). Flott safn þar sem við sáum m.a. verk eftir Munch, Picasso, Dali og fleiri góða. Eftir MOMA dreif ég mig heim og ætlaði að læra en lagði mig alveg óvart! Í gærkvöldi kíkti ég svo til Jóns Grétars og Betu þar sem sænska júróvision var í algleymingi (eða svona næstum því) og við fengum íslenskan harðfisk :O)

Í dag snjóar bara og snjóar hér í Stokkhólmi. Það var allt hvítt í morgun þegar ég vaknaði og enn kyngir niður snjónum. Ég er soldið fegin að hafa tekið föstudaginn og laugardaginn í bæjarferðir og söfn, það var svo fínt veður þá. Ég get þá alveg verið sátt við það að vera inni að læra í dag, próf á morgun sko...

Aðeins 3 dagar í klakann :O)

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

"Auðvitað, maður diffrar nottla bara rúmmál sívalingsins til að fá út yfirborðsflatarmálið!!"

Þrátt fyrir hausverk og leiðindi í gærkvöldi tókst mér að ná prófinu í dag með því að fatta þetta JIBBÍÍÍÍ :O) Þetta ætti kannski að vera kommon knowledge fyrir verkfræðinema en það tók smá tíma að kreista þetta úr mínum trega haus. Lausnunum var sem sagt dreift um leið og við komum út úr prófinu og þetta barasta gekk vel.
Fyndið samt hvað maður getur verið ruglaður í hausnum... ég var í gær alveg búin að sætta mig við það að ná ekki þessu prófi því ég gat voða lítið einbeitt mér að lærdómi vegna slappleika. Svo í dag þegar ég kíkti á lausnirnar og sá að ég var bara með eitt dæmi vitlaust þá varð ég alveg brjáluð yfir því að hafa ekki gert það rétt (þó ég væri löngu búin að ná prófinu...) í staðinn fyrir að vera bara ánægð með að ná. Já svona getur metnaðarpúkinn stundum brotist fram í manni...

eitt enn... mér finnst þetta voðalega skrýtin samsetning á hádegismat: pönnukökur með rjóma og sultu og baunasúpa (svona sprengidagssúpa). Þetta hef ég séð tvisvar á matseðli í mötuneytum skólans hmmmm...

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

já svei mér þá... er að reyna að læra fyrir próf á morgun en hausinn (eða hausverkurinn réttara sagt) er ekki samstarfsfús þessa stundina! Vona að ég sé ekki að næla mér í einhverja flensu hér í Sverige. Það eru nánast allir skiptinemarnir búnir að vera með flensu í einhverja daga síðan þeir komu hingað. Sennilega vegna þess að þeir eru ekki vanir kulda og trekki en ég hef þá reynslu fram yfir flesta! En ég hef blessunarlega sloppið við kvefið...

Prófið í gær gekk ekki alveg sem skyldi... skólabækurnar kvarta yfir því að ég sé með athyglisbrest á hágu stigi en ég reyni hvað ég get að hafa þær opnar og sýna þeim einhverja ást og umhyggju. Ég hef hins vegar verið dugleg að lesa aðar bækur og er búin með "Pojken som kallades Det" ("Hann var kallaður þetta"). Viðbjóðsleg lesning og fæ ég aldrei skilið hvers vegna fólk fer svona með börnin sín! Ég er samt ekki frá því að sú staðreynd að bókin var á sænsku (og ég ekki alveg skilið hver einasta orð) hafi mildað aðeins frásögnina (allavega vona ég það) en þvílíkt líf hjá greyið barninu. Mæli ekki með þessari bók fyrir viðkvæma!!! Svo bíður framhaldið í bókastaflanum, spurning hvort maður eigi að leggja í það strax.
Ég er reyndar að lesa "Belladonnaskjalið" núna og er líka með bókina sem Harpa&co gáfu mér áður en ég fór út, "IDUN sagan om valhalla". Keypti mér um daginn söguna sem kemur á undan henni "FREYJA sagan om valhalla" og spurning um að lesa það og hvíla aðeins ljótar sannar frásagnir af illri meðferð barna!

En í allt aðra sálma (þó ekki Davíðs... )
Silja á afmæli á morgun, 25 ára stúlkukindin!! Til hamingju með það gamla mín ;O)

hasta luego mi amigos

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Silja Hrund!! Bik Bok our favorite KÖ-BEN shop er hér í Stokkhólmi!! Kíki þar við um leið og ég tek H&M rúntinn góða :O)

Var annars að koma af Skånsen, frekar kalt úti en við tókum góða 3 tíma í að skoða, kíkja á dýrin og síðast en ekki síst hitta Samana. Ég fór með Katí, Kerstin, Hákon (kærasti Kerstinar), Andreas (öll frá Þýskalandi), Andreu (USA) og Rafa (Spáni). Þetta var mjög góð ferð en held ég hafi fengið aðeins of mikið af súrefni og er eiginlega of þreytt til að opna stærðfræðibækurnar :O/

laugardagur, febrúar 05, 2005

Ég er í svoooooo góðu skapi í dag, náði prófinu sem ég tók í síðustu viku :O) Húrra fyrir bakarameistarnum!
Náði samt ekki prófinu sem ég tók í þessari viku en það gengur bara betur næst! Eyddi heilum fimmtudegi í það að vera fúl yfir því og reið út í sjálfan mig, fékk 4/9 en þurfti 5/9 til að ná. Misskildi aðeins síðasta dæmið (á sænsku NB) og fékk því ekki stig. Ákvað svo að eyða ekki dýrmætum tíma í það að vera eitthvað pirruð svo ég skellti mér í bíó á myndina Alfie með Jude Law. Aðeins of sætur kallinn en myndin ekkert rosalega spes og ég hálf vorkenndi honum allan tímann.

Í gærdag eftir straumfræðisession með Tommaso (frá Ítalíu) og Katinka (frænku minni frá Þýskalandi) skellti ég mér á rölltið með Kerstin og Katí (báðar frá Þýskalandi) um Gamla Stan sem er gamli miðbærinn í Stokkhólmi. Rosalega gaman að koma þangað, soldið mikið af túristabúðum og þannig en mjög fallegt og skemmtilegt hverfi. Fórum á súkkulaði-kaffihús þar sem var algjört æði fannst mér! Í gærkvöldi kíktum ég og Katí upp á 10.hæð til Jo (frá Austurríki) og Petri og Martin (frá Finnlandi) og horfðum á Spy Game. Þeir voru að kaupa sér sjónvarp strákarnir og við bara aðeins að tékka á gæðunum... fínasta græja, gott að vita af sænsku stöðvunum á hæðinni fyrir ofan ef dagskráin verður eitthvað spennandi!

Á morgun (sunnudag) halda Samar upp á sinn þjóðhátíðardag og af því tilefni ætlum við stöllur að skella okkur á Skansen þar sem hátíðarhöldin fara fram og fagna með vinum okkar úr noðri.

En best að læra smá fyrir 2 próf og 1 skiladæmi í næstu viku!

ps. hef enn ekki farið í H&M, á eftir að finna góðan dag. Lýtur út fyrir að föstudagurinn 11.feb sé ágætis H&M-kandídat!

pps. Eftir 10 daga..."ég er á leiðinni heim til þín"..." og ég sakna þín og ég hlakka svooo til að koma heim"...

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Ætli maður verði ekki að fanga lækkun gengis (SEK = 8,9 ISK í stað 9,7) með því að skella sér í Outlet á morgun? Á reyndar enn eftir að gera mér ferð í H&M en sé til eftir morgundaginn hvort þess sé þörf :O) Kerstin fann sem sagt Outlet í Barkaby sem er tveimur lestarstoppum frá henni og þangað skulum við arka!

Held að prófið hafi barasta gengið upp í gær, ég er orðin svo mikill stærðfræðiproffi múhahahahahaa.... c",)