Ég fór í mjög skemmtilega ferð í gær til Nynäshavn með Kerstin og kærasta hennar. Þetta er rosalega fallegt svæði austur af Stokkhólmi við ströndina, þaðan er hægt að taka bát til Gotlands. Við löbbuðum meðfram ströndinni og smá hring í skóglendi í ca. 3-4 klst. Þetta er alveg rosalega fallegur staður og við fengum frábært veður, rólega snjókomu og svo skínandi sól inn á milli. Skelltum okkur á heitt kakó og kökur eftir gönguferðina á kaffihúsi í Nynäshavn. Hélt svo heim fyrir kvöldmat og reyndi að læra eitthvað...
Í dag hitti ég Kicki á Stockholm central (aðallestarstöðin) og við röltuðum aðeins um bæinn og fengum okkur kaffi í Galerian sem er verslunarmiðstöð í miðbænum. Það var mjög notalegt að hitta einhvern úr fjölskyldunni hér í útlandinu en Kicki er í vinnuferð og gaf sér smá tíma til að hitta litla námsmanninn :O)
En núna er það bara læri lær... próf á þriðjudag sem er jafnframt næstsíðasta prófið fyrir páskafrí jibbí jei !!!
Í dag hitti ég Kicki á Stockholm central (aðallestarstöðin) og við röltuðum aðeins um bæinn og fengum okkur kaffi í Galerian sem er verslunarmiðstöð í miðbænum. Það var mjög notalegt að hitta einhvern úr fjölskyldunni hér í útlandinu en Kicki er í vinnuferð og gaf sér smá tíma til að hitta litla námsmanninn :O)
En núna er það bara læri lær... próf á þriðjudag sem er jafnframt næstsíðasta prófið fyrir páskafrí jibbí jei !!!