miðvikudagur, mars 30, 2005

jájá við skulum ekki missa okkur yfir 7 kílóunum því þau voru heil 3 kílóin sem ákváðu að heimsækja mig aftur á meðan Steinar var hjá mér... enda gerðum við ekki annað en að rölta milli kaffihúsa og veitingahúsa (verslanir þar á milli) hehe :O) En ég hef ekki áhyggjur af þessum þremur því 7 kílóin fóru frekar sjálfkrafa. Ekkert átak í gangi, einungis val! Já, ég vel það sem er best fyrir mig. Þykir kannski sjálfselska en á meðan mér líður betur þá vel ég rétt.
Til dæmis:
Ég get valið um það að drekka vatn eða kók, hvort er betra fyrir mig?? Jú, vatnið!
Ég get valið um það að borða brauðsneið eða ávöxt, hvort er betra fyrir mig?? Jú, ávöxturinn!
Ég get valið um það að labba á lestarstöðina eða taka strætó (sem btw tekur lengri tíma), hvort er betra fyrir mig?? Jú, labba!
Þetta val er reyndar líka undir miklum áhrifum frá maganum mínum en hann er duglegur að láta mig vita ef ég borða ekki rétt ;O)

Í lok færslunnar vil ég senda fullt af sakni til Steinars míns með broti úr textanum fallega My Destiny :O* Aðeins 65 dagar þangað til við verðum reunited.

From the first time that I saw you
I know it was forever.
This mighty love between us,
will keep us together.
You’re the [boy] God sent from heaven,
I’m so glad I found you!
Forever, forever, forever, forever, forever, forever,
I’m so glad to be around you.
You are my destiny,
you are my one and only.
You gave that joy to me,
when my whole life was lonely!

þriðjudagur, mars 22, 2005

Ekki frá því að Stokkhólmur sé að gera mér gott....
1) Ég er farin að spara vegna nísku LÍN, t.d. versla öll fötin mín bara í HM.... hmmmm ;O)
2) Hef drukkið jafn mikið gos síðastliðna 2 mánuði og ég gerði á 1 viku heima...
3) Kílóin fjúka, 7 kg farin síðan ég flutti út. Hugsanleg ástæða: enginn bíll undir rassgatið á mér!!!
4) Ég er farin að skrifa í dagbókina mína á hverjum degi sem er nauðsynlegt fyrir alzheimersjúkling eins og mig...
5) Ég hef.... æi man ekki meir.... örugglega alveg fullt...

Steinar lendir á Arlanda Airport eftir rúma 15 tíma!
já og Steinar mannstu... ekki gleyma að klappa flugvélinni fyrir að koma með þig til mín ;O)
Veit ekki hvenær ég blogga næst en ég tel að næstu 7 dögum sé betur varið með unnusta mínum heldur en fyrir framan tölvuskjáinn.

Gleðilega páska :O)

mánudagur, mars 21, 2005

Buenos días!
Nú er ein spænsk mamma í heimsókn hjá syni sínum, Raphael sem er skiptinemi hérna. Mamman bauð okkur í kvöldmat í gær, ekta spænska tortilla de patatas! Get svo svarið það, mér fannst ég vera komin til Spánar.... vantaði bara smá sangria til að toppa stemninguna ;O)
Helgin fór að mestu í gönguferðir, löbbuðum að stöðuvatni sem heitir Gömmaren á laugardaginn og svo fórum við til Sigtuna á sunnudaginn til að ganga um bæinn og fá okkur heitt súkkulaði. Nenni ekki að telja alla upp sem standa á bak við þetta "við" því þetta er ekki alltaf sama fólkið og verður oft svolítið ruglingslegt að telja alltaf alla upp....

Í dag var ég að læra með Kerstin í 4 klst. og við náðum að klára alla heimavinnuna fyrir sænskunámskeiðið sem er ekki fyrr en eftir 2 vikur. Því samkvæmt mínu tímatali þá töpum við 1 klst. næsta sunnudag þegar vetrartíminn breytist yfir í sumartíma svo það er nú betra að vera aðeins á undan áætlun.... hehe.... En þarna tapa ég víst klukkutímanum sem ég græddi í Köben 30.október síðastliðinn, djö**** ;O)

Annars hef ég verið voðalega dugleg að skemmta mér með vinkonum mínum úr SATC, þeim Carrie, Miranda, Charlotte og Samantha. Er reyndar bara rétt að klára seríu 2 en það er samt ágætis frammistaða.

föstudagur, mars 18, 2005

Loksins kemst ég inn á þessa blessuðu heimasíðu... veit ekki alveg hvað var í gangi hjá Blogger en hér er ég núna :O)

Vikan búin að vera sæmilega viðburðarík, síðasta föstudag fórum við (Maiju, Janin, Kristina og Tim) í brasilískt partý eftir kvölmatinn sem var alveg ágætt fyrir utan brasilísku tónlistina allt kvöldið!! Á laugardaginn fór ég á bókaútsölu og gerði góð kaup, fékk mér bláberjaköku og kaffi á kaffihúsi í bænum og las bók. Um kvöldið elduðum við (Katí, Daniel kærasti Katíar, Mati, Petri, Maju, Tim og fl.) aftur saman á 10.hæð og fórum eftir matinn á skemmtistað sem heitir Hot Company og dönsuðum til kl.2:00, tókum þá lest og svo strætó til að komast heim en það gekk ekki betur en svo að strætó lenti í árekstri við leigubíl og við þurftum að bíða í dágóðan tíma eftir næsta strætó... og vil ég benda á að það var SKÍTKALT sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að maður fer ekki í sokkabuxur innan undir gallabuxurnar þegar maður skellir sér á barinn!!! Á sunnudaginn fórum við (Katí, Daniel, Rafa og Maiju) til Nynäshamn (þangað sem ég fór um daginn með Kerstin og Hauke) í 3 tíma göngutúr. Alltaf jafn fallegt þar og ég var dauðþreytt þegar heim var komið.

Þessi vika, frá mánudegi til dagsins í dag, hefur að mestu farið í leti, sofa út, kíkja í bæinn, söfn, hádegismatur með Kerstin og Tommaso, versla aðeins og margt fleira. Fórum t.d. á mjög skemmtilegt safn á þriðjudagskvöldið, Observatoriemuseet. Þetta er gömul stjörnufræðimiðstöð og fengum við að kynnast aðeins sögu veðurathugana, tímabelta og stjörnuathugana hér í Stokkhólmi. Toppurinn var svo að fara upp í hvolfþakið (svona ekta kúluþak sem opnast og snýst) á safninu og kíkja á tunglið og stjörnurnar í eldgömlum stjörnukíki.

úff langt og kannski leiðinlegt en svona er líf mitt þessa dagana.... hehe ;O) Veit ekki hvað ég geri um helgina en veit hins vegar að á miðvikudaginn kemur Steinar minn til mín og tilhlökkunin er MIKIL!!!

laugardagur, mars 12, 2005

Hvernig dettur þeim í hug að heimsækja Ísland þegar ég er í útlöndum??

föstudagur, mars 11, 2005

Já haldið þið að það sé ekki bara snjókoma hér í Stokkhólmi.... og ég sem hélt að vorið væri að koma! Lét samt ekki snjókomu aftra bæjarferð eftir skóla í dag. Þurfti aðeins að halda upp á 3 vikna páskfríið mitt og keypti mér peysu og bol í HM. Sá líka fullt af flottum skóm, rauða adidas skó, brún háhæluð stígvél og svört geggjuð pæjustígvél með smá kúrekahæl.... hmmmm bara ef ég ætti mikinn pening... frjáls framlög?... einhver??

En tónleikarnir með Hjálmum í gær voru magnaðir, hjartað sló í takt við tónlistina og ég held við getum verið sammála um það að bassaleikarinn sé fæddur og uppalinn á Jamaica, eina sem vantar er dökkuð húðlitur!

Planið í kvöld er matur með skiptinemum og kannski kíkjum við út á lífið ef veður leyfir.

Góða helgi öll sömul :O)

miðvikudagur, mars 09, 2005

Rosalega var ég glöð í dag eftir hádegi :O) Þó mér hafi tekist að klúðra prófinu í morgun þá fór ég með bros á vör í bæinn með Kerstin, ekkert smá ánægð að komast út meðal fólks í góðu veðri, sitja á kaffihúsi, spjalla og kíkja í búðir.... mjög kærkomin stund!

Þegar við vorum á röltinu í bænum sá ég íslenska fánann á sölubás við Stureplan. Auðvitað kíktum við þangað og þar var verið að bjóða upp á íslenskan mat, hákarl og brennivín, harðfisk, djúpur og kristal. Vá hvað þetta bjargaði deginum, nokkrir íslendingar þar til að spjalla og sögðu mér að verið væri að kynna íslenskan mat á matsölustað þarna við torgið. Ég og Kerstin fengum auðvitað bita af hákarli og sopa af brennivíni, keyptum okkur kristal og fengum box af djúpum í kaupbæti :O) Það þarf greinilega lítið til að gleðja mitt litla hjarta þessa dagana...
En hápunktur þessarar kynningar er svo annaðkvöld þar sem hin margrómaða hljómsveit HJÁLMAR spila!! Ég kallaði nottla út íslensku (verkfræði)varðsveitina hér í Stokkhólmi og stefnan er að fjölmenna á tónleika á morgun. Hlakka rosa mikið til :O)

þriðjudagur, mars 08, 2005

Úff hvað síðustu dagar hafa verið leiðinlegir.... óska engum þess að liggja í rúminu í viku!! Ég er reyndar enn smá hóstandi en fór í skólann í morgun og hitti svo Kerstin og Tommaso yfir hádegismat. Algjörlega nauðsynlegt að komast aðeins út úr húsi og hitta fólk! Ég er ekki frá því að batnandi geðheilsa sé að rífa upp hina heilsuna, sem sagt öll að verða betri :O)

Kíkti líka á niðurstöður prófsins sem ég tók fyrir tveimur vikum og ég náði JÚHÚ :O) Þá er bara að setja kraft í lærdómin og ná prófinu sem er í fyrramálið, en það hefur ekki farið mikið fyrir lærdómi í veikindunum :O/.... held að breytuskipti og polarcoordinates séu alveg að verða vinir mínir!

sunnudagur, mars 06, 2005

"The handbags and the gladrags that your grandad had to sweat so you could buy...." var að hlusta á þetta skemmtilega lag með Rod Stewart í útvarpinu áðan og það minnti mig á góðar stundir okkar skötuhjúa upp í sófa að horfa á The Office :O)

Kvefið fer bráðum að fara og ég held ég ætti að komast í skólann á þriðjudaginn, kominn tími til finnst mér eftir 5 daga í rúminu. Man ekki eftir því að hafa verið svona lengi veik, það hljóta að vera mörg ár síðan!

Var að bæta við á myndasíðuna nokkrum myndum af Heru Katrínu litlu sætu :O)

laugardagur, mars 05, 2005

já ekki amalegt að hafa eistneska hjúkrunarkonu :O) Jönu var hætt að lítast á blikuna, held hún hafi ekkert sofið síðustu nótt því ég hóstaði svo mikið. Hún er allavega búin að vera rosa góð að hjúkra mér í dag, dæla í mig rússnesku læknadópi og ég er öll að koma til hehe....
Ég er sem sagt búin að hanga inni í veikindum síðan á miðvikudag og það hefur ekki verið gaman. Kerstin ætlar að kíkja á mig á morgun svo ég fái smá félagsskap, ætlum að fá okkur hádegismat og kannski horfa á SATC. Vona svo að ég geti farið að læra eitthvað, kannski á morgun eða mánudag, ekki seinna vænna því það er próf á miðvikudagsmorgun.

Ein spurning fyrir enskusnillinga... hvernig segir maður "dugleg(ur)" á ensku (eitthvað annað en hard working) ?????

föstudagur, mars 04, 2005

ohh er ekki alveg að virka hjá mér....
bara aðeins að prófa myndasíður...

fimmtudagur, mars 03, 2005

Allt að verða vitlaust hérna í veikindunum... hef ekkert að gera svo ég dundaði mér við að búa til myndasíðu, aðallega fyrir þau/þá/þær sem eru búin að gleyma hvernig ég lít út!! Hlekk á síðuna má finna hér efst til hægri og reyndar líka hérna. Skemmtilegast er að smella á "view slideshow" þegar myndirnar eru skoðaðar.
Stefnan er að verða duglegri að taka myndir hér eftir og þar sem ég á ekki digital-myndavél (já veit... alveg glötuð...) þá læt ég setja myndirnar á geisladisk um leið og ég framkalla og skelli þeim um leið hér inn á heimasíðuna.

Njótið vel :O)

miðvikudagur, mars 02, 2005

Ég er ekki alveg nógu sátt við kvefið sem heimsótti mig í gær, búin að sötra heitt te og bryðja hálsbrjóstsykur eins og mér sé borgað fyrir það. Orkaði samt að vakna kl.6:45 í morgun, fara í skólann og kíkja í IKEA eftir skóla með Kerstin. Fórum aðallega til að fá okkur kjöttbullar med potatis och äppelpaj... mmmmm það var svo gott... en náði auðvitað líka að eyða smá pening, keypti baðvog og útidyramottu. Eftir IKEA fór ég beinustu leið heim í ullarsokka og flíspeysu og lagðist undir sæng. Vona að þetta verði stutt kvef en miðað við kuldann síðustu daga (-15°) þá er ég ekkert allt of bjartsýn. Verð bara að halda mig inni fram á vorið...

Prófið í gær gekk barasta vel og þá er bara eitt próf eftir fyrir páska, get ekki beðið eftir smá fríi :O)