mánudagur, maí 30, 2005

Bless bless Stokkhólmur...


Jæja þá kveð ég skólann, borgina og vini mína með von um það að ég eigi eftir að sjá allt og alla aftur :O)

Ég er að koma heim í heiðardalinn, koma heim með NÝJA skó...

föstudagur, maí 27, 2005

Já gaman aððessu !!

Fyrst ein gleðifrétt... ég náði prófinu (stæ 4B) sem ég tók á þriðjudaginn JJJJIIIIIIIIIIIIIBBBBBÝÝÝÝÝÝ :oD Já svona er maður klár en ég er alls ekkert viss um gengi mitt á straumfr.prófinu í dag :o/ Fékk lausnirnar strax eftir prófið en hef enn ekki kíkt á þær, hreinlega þori því ekki. Væntanleg útskrift í júní stendur því og fellur með prófinu í dag og ég höndla varla spennuna... ætti ég að kíkja á lausnirnar??? og fá þá kannski sjokkið bara núna... shittt hvað þetta er skelfilegt ástand...

Ég kíkti í bæinn með Kerstin eftir prófið, svona aðeins til að slaka á og losna við mesta titringinn. Það var rosalega fínt að labba í sólinni, fengum okkur að borða í Gamla Stan og ég fékk mér meira að segja ís í heimatilbúnu vöffluformi. Við ætluðum allaf að fara í þessa ísbúð þegar mamma og pabbi voru hér en hún var lokuð í þau skipti sem við löbbuðum framhjá. MJÖG góður ís :O) Kvöldið fer í hvíld en næstu dagar verða stútfullir af skemmtilegheitum, Popaganda, afmælisveisla hjá sænskri vinkonu, kveðjupartý og verslunarleiðangrar...

miðvikudagur, maí 25, 2005

Frétt dagsins: ÉG GET EKKI LÆRT MEIRA!! Er komin með svo miklu meira en nóg og hef enga einbeitingu! Krossa bara fingur fyrir prófið á föstudaginn...

Ein spurning: er það ekki rétt hjá mér að ef maður vill þrengja aðeins gallabuxur þá setur maður þær í þurrkarann eftir þvott??

Bið ykkur vel að lifa sykurpúðar ;O)

þriðjudagur, maí 24, 2005

Tæklaði stærðfræðina í dag... ég er nokkuð bjartsýn á að þetta hafi gengið upp hjá mér :O)

Annars var ég eitthvað utan við mig í morgun, reyna að vera stressuð fyrir próf og á sama tíma að kveðja Matti sem fór heim til Finnlands í dag. Þegar prófinu lauk þá var ég glöð yfir góðu gengi en á sama tíma mjög sorgmædd yfir því að sjá Matti kannski aldrei aftur... En svona er það að eignast góða vini frá fullt af löndum, maður veit aldrei hvort endurfundir eigi eftir að fara fram. Mér hefur líka verið hugsað til krakkanna sem ég og Silja kynntumst á Spáni á þessum 2 mánuðum sem við vorum þar. Við eignuðumst góða vini t.d. Karin, Johannes, Klöru og Micklaus og fleiri sem við sjáum að öllum líkindum ekki aftur. Mér finnst ekki erfitt að rifja upp þann tíma og fæ yfirleitt bros á vör þegar ég hugsa til Malaga 2001. Vona að það verði líka svo með dvöl mína hér í Stokkhólmi þó vinir mínir hér séu mér nánari og meira eins og fjölskylda mín heldur en þau sem ég kynntist á Spáni. Og ég á bara góðar minningar um þau :O)
Þá er bara að vona að ég geti einbeitt mér að lestri fyrir prófið á föstudaginn þrátt fyrir sorglegar kveðjustundir og örfá tár næstu daga. Ég geri allavega mitt besta, meira er ekki hægt að ætlast til...

föstudagur, maí 20, 2005

Þá er bara ein vika eftir af skólanum... fer í 2 próf í næstu viku og svo heimferð!

Það eru komnar nýjar myndir og ég býst við því að það komi einn skammtur í viðbót áður en ég fer heim.

Þangað til næst... gangi mér bara vel í prófunum :O)

fimmtudagur, maí 19, 2005

ok ok ok.... verð aðeins að fá að rasa út vegna júró! bíddu... saumaði Gísli Marteinn kannski búningana eða?... og hvar voru allir flottu íslensku dansararnir þegar leikkonurnar voru valdar til að dansa?... gleymdi einhver að segja fólkinu að ef það vildi virkilega komast áfram þá er lagið ekki bara nóg, smá brjóst og rass alveg nauðsynleg fyrir atkvæðin.... mér fannst Selma gera þetta mjög vel, hún stóð sig með prýði stúlkan... ég kaus Noreg...

miðvikudagur, maí 18, 2005

Ég er búin að gera a.m.k. 2 góðverk í dag, bæði fyrir aðra en svo hagnaðist ég líka smá á þeim. Til dæmis þá ákvað ég að gefa sænskukennaranum mínum bókina Glasbruket þar sem ég er búin að lesa hana og það þýðir minni farangur fyrir mig á heimleiðinni. Svo gaf ég Kerstin hálft kíló af djúpum og íslenskt súkkulaði sem þýðir minna sælgætisát fyrir mig. Það þarf vart að taka fram að báðar urðu þær mjög glaðar og mér líður alveg rosalega vel :O)

Seinnihluti dagsins fer svo í lærdóm, fótbolta, kvöldmat og læra svo meira... reyndar soldið erfitt að einbeita sér að lærdómi í góðu veðri og þá sérstaklega þegar maður vill vinna aðeins í brúnkunni fyrir heimferð. En að ná prófunum er ofar á óskalistanum heldur en brúnkan svo ætli ég láti mig ekki hafa það.

þriðjudagur, maí 17, 2005

Alltaf koma þessi elskulegu 2-3 kíló þegar ég fæ heimsókn frá Íslandi... en er það ekki bara fallegt??

Var í prófi í stærðfr. 4B í dag og vona að það hafi gengið upp... reyndar vantar soldið uppá vinskap minn við Fourierseríur en held þetta reddist fyrir horn. Og eins gott að ég nái öllum prófunum því ég er búin að fá útskriftardressið!! Það væri soldið leiðinlegt að þurfa að geyma múderinguna inn í skáp þangað til í haust (eða kannski enn lengur....). Fyrst ætlaði ég ekkert að kaupa fyrr en ég væri pottþétt búin að ná öllum prófun en svo ákvað ég að vera ekkert svona hjátrúarfull. Pabbi var líka svo duglegur að rífa upp veskið um leið og ég labbaði framhjá búðunum hehehe ;O) Mamma og pabbi gáfu mér kjól úr BikBok og svo keypti ég mér skó og tösku í stíl, verð vonandi alveg voðaleg skvísa :O) Herlegheitin verða til sýnis þann 25.júní næstkomandi....

Svo var ég að fá þær gleðifréttir að tónleikum Franz Ferdinand hafi verið frestað fram á haustið, jibbbíííí !! Ég ætla pottþétt að redda mér miða. Reyndar ekki nógu gaman fyrir Steinar þar sem hann á miða og ætlaði að skella sér í næstu viku... en við komumst þá saman í haust :O)

sunnudagur, maí 15, 2005

Já ætli maður verði ekki að skrifa smá fyrir spanjólurnar í Barce... ég er líka brún eftir mikla sól hér í Hólmnum, fékk milljón nýjar freknur í dag og brann örlítið á öxlunum í gær en það verður fljótt að breytast í brúnku ;O)

Mamma og pabbi fóru aftur til Íslands í morgun, við áttum rosa góða viku hér saman og gerðum alveg fullt! Eyddum einum degi í Gamla Stan að skoða, borðuðum þar á fínum veitingastað sem heitir Paganini og fengum mjög góðan mat. Fengum okkur kaffi í 700 ára gömlu fangelsi sem búið var að innrétta sem kaffihús, fórum til Uppsala og skoðuðum þar dómkirkjuna sem er sú stærsta á Norðurlöndunum, sigldum um eyjarnar utan Stokkhólms, versluðum smá, löbbuðum meira og borðuðum enn meira. Mjög gaman að fá þau í heimsókn og núna tekur við lærdómur næstu 2 vikurnar. Fer í próf núna á þriðjudaginn, svo 20., 24. og 27.maí og þá er ég búin!! Er ekki alveg að trúa þessu en satt er það samt.

Ég er að bíða eftir myndum úr framköllun en á meðan ég bíð eftir þeim setti ég inn nokkrar "gamlar" myndir frá ferð okkar til Sigtuna sem er einn elsti bær í Svíþjóð, eins og sést á myndunum var vetur þegar þær voru teknar...

laugardagur, maí 07, 2005

Búin að þrífa íbúðina sem mamma og pabbi ætla að vera í, svo þau mega bara fara að láta sjá sig ;O) Og þegar þau eru búin að vera hjá mér í 9 daga þá eru bara 2 vikur í það að ég komi heim.
Annars finnst mér allt í einu skrýtið að ég sé að fara heim, búin að telja niður dagana síðan ég kom út en nú langar mig til að vera aðeins lengur og kynnast krökkunum betur. Búin að eignast mjög góða vini hér sem erfitt verður að kveðja, hef ekki hugmynd hvort ég eigi eftir að sjá þau aftur.... loksins þegar ég var komin í spassaskapið!! En get huggað mig við það að flestir eru að fara á svipuðum tíma, allir að kveðja alla blablabla... ætli við verðum ekki bara öll grenjandi hér í lok maí!

Já og eitt enn sem mér finnst fyndið og Steinari finnst mjög undarlegt: Mér finnst ég vera allsber ef ég er ekki með eyrnalokka og mér líður eins og ég sé veik ef ég er ekki með maskara.... ætli þetta sé ég eða Stokkhólmur?? Pæling!

miðvikudagur, maí 04, 2005

Það er alveg svakalegt að hafa ekkert að gera, maður svitnar bara við áreynsluna!
Horfði í gær á mest steiktu bíómynd sem hægt er að hugsa sér. Matti setti Bad Taste í tækið og fyrir þá sem ekki vita þá er þetta myndin sem kom leikstjóranum Peter Jackson á kortið. Myndin fjallar um geimverur sem eru að leita að nýjum skyndibita fyrir stóra skyndibitakeðju í geimnum og lenda á jörðinni til að kanna hvort homo sapiens séu fýsilegur kostur. Mæli ekkert sérstaklega með þessari mynd þó ég hafi hlegið að nokkrum atriðum... en strákunum fannst hún aftur á móti æði...

mánudagur, maí 02, 2005


Einn koss til ykkar frá Stokkhólmi :O)
Búið að vera rólegt hjá mér þessa dagana, lítið að læra og mikið af SATC!! Fór til Uppsala á laugardaginn þar sem haldið var upp á Valborgarfestival. Þar var fólk liggjandi í rennandi blautu grasinu, löngu búið að tapa virðingunni og sennilega veskinu og símanum líka.... Ég var frekar róleg, rölti um með Kerstin og vinkonum hennar frá Þýskalandi. Þegar byrjaði að rigna minnkaði fjörið og við tókum lestina heim. Hefði alveg viljað vera hjá Silju þann daginn, TMC-arar skemmtu sér víst mjög vel....

Älsklingurinn minn byrjaði að vinna í nýrri vinnu í dag og vona ég að það hafi gengið vel. Hann var svo heppinn að fá vinnu hjá Blaðinu og verður þar í sumar. Gaman gaman :O)

Jæja farin að borða eplaköku...
bless á meðan