föstudagur, júlí 29, 2005

Við erum að fara í brúðkaup um helgina á Grenjaðarstað fyrir norðan/austan, veit ekki alveg. Það er allavega svo mikið hinum megin á landinu að það var spurning hvora leiðina við ættum að fara, Vesturlandsveg eða Suðurlandsveg! Vesturlandsvegurinn verður fyrir valinu og ætlum við að leggja af stað eftir vinnu í dag. Kannski lendum við í stoppi þar útaf atvinnubílstjórum, þeir eru víst til alls líklegir þessa dagana...

"...uppá palli, inní tjaldi, útí skógi, vonandi skemmtið ykkur..."

Endilega eigið góða verslunarmannahelgi ;O)

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Var á rosalegum tónleikum í gærkvöldi í Fríkirkjunni, Emilíana Torrini fór þar á kostum. Miss Torrini var í geðveikum kjól og í geðveikum skóm sem mig langar í... þvílíkt glæsileg en röddin hennar og trommuleikarinn toppuðu samt allt! Hitinn á annari hæð kirkjunnar var reyndar að drepa okkur en við lifðum það af og fórum mjög sátt heim :O)

Vorum í TMC sumarbústaðarferð um helgina og það var æði, veðrið var eins og á Spáni nema bara betra ;O) En verst samt að ég gleymdi nýju myndavélinni minni... Silja er samt búin að setja inn myndir og vona svo að strákarnir fari nú líka að dúndra sínum myndum inn.

Keypti línuskauta á okkur skötuhjú í gær og við ætlum að fara að rúlla okkur um bæinn... WATCH OUT!!

þriðjudagur, júlí 19, 2005

jahérna... ég er ekkert að standa mig í skrifum!! bara sama að frétta af mér, vinna, elda, bíó, línuskautar, tónleikar, sund og þetta helsta hehehe ;O) Soldið erfitt að koma með fréttir þegar það er hálfur mánuður síðan maður skrifaði síðast...

Ég fór í bæinn með Hönnu og Steinari að kíkja á gleraugu síðasta laugardag. Fann ein sem mér fannst flott en svo fór ég aftur í gær að máta þau og fannst þau ekkert spes... það verður sennilega eilífðar verkefni fyrir mig að velja ný gleraugu, þau verða að vera svona VÁAAAAAÁ við fyrstu sýn annars er þetta bara alveg OFF !!

Kíkti líka í Kringluna í gær í Spútnik. Gellan sem var að afgreiða er sennilega systir hennar Sylvíu Nótt (eða a.m.k. að reyna...) Ég spurði um sólgleraugu sem voru í afgreiðsluborðinu...
Ég:"Áttu þessi með skrauti á hliðunum? (benti á gleraugu)"
Hún: "Ha? æi þúst veitiggi... kannski bara búin skilurru...
Ég: "Ætli þau séu til á Klapparstígnum?"
Hún: "Bara veitiggi... þetta er sko sama búðin skilurru þanniga við erum með svipaðar vörur skilurru...
KRÆST !!! og í þokkabót var hún með límmiða í andlitinu eins og þegar maður var 5 ára og setti bananalímmiða á ennið!! Ég ætlaði líka að kaupa klút og var ekki viss hvort ég ætti að kaupa grænan eða bláan... Hún: "akkurru ekki bara báða, ógeðslega ódýrir skilurru bara 700 kr. þúst..."

Fór á tónleika með Anthony and the Johnsons á Nasa mánudaginn fyrir viku og þeir voru rosalegir!! Ég fór meira að segja næstum því að grenja í einu laginu, táraðist allavega mjög yfir textanum... "...you are my sister... and I love you... " SVAKALEGT!!
Svo var ég að kaupa miða á aukatónleika Emilíönu Torrini í Fríkirkjunni þriðjudaginn eftir viku... held það verði geggjað!

þangað til næst,
Katy

þriðjudagur, júlí 05, 2005

MÍ skvísur mættu á Snorrabrautina í gær og auðvitað var kjaftað fram eftir öllu. Við horfðum líka á yndislegt myndband frá dimmisjón og útskriftarferðinni okkar í Kvennó :O) Gleyptum svo ídýfuna góðu sem Sóley er fræg fyrir en ég reyndi við hana í gær og hún tókst svona líka vel hjá mér! Því miður var Silja fjarri góðu gamni en hún er að hringsólast um litlu eyjuna okkar.

Síðasta helgi var mjög góð, byrjaði í góðu geimi á föstudaginn með Steinari, Gísla og Óla ´92 í slottinu á Barónstíg. Á laugardaginn var frænkusamkunda, skelltum okkur í The Blue Lagoon, grilluðum og höfðum það mjög gott. Endaði helgina í pítsu hjá mömmu og pabba á sunnudagskvöldið. Tók einhverjar myndir á nýju myndavélina mína en er því miður ekki með netið heima þ.a. það verður einhver bið í að myndirnar verði aðgengilegar á veraldarvefnum, sem er synd því þetta eru skemmtilegar myndir hehehe ;O)

sleiter honnís