Jamm var að koma úr bústaðarferð af Þingvöllum með Hönnu, Karen, Guðfinnu og Betu litlu. Var þetta hin mesta skemmtun eins og við mátti búast enda félagsskapur góður mjög. Pictionary var með í för og flugu nokkur góð komment yfir spilaborðið... ;O) "bíddu... ertu ekki búin að lesa leiðbeiningarnar??"
Best var samt þegar hundurinn "ruslaði til" á leiðinni heim í bílnum... hahahahaha :D
Á föstudaginn var frændi minn skírður, Magnús Baldvin Birgisson heitir sá litli maður, algjört krútt í hvítum kjólfötum í veislunni sinni. Hann fæ ég að knúsa aðeins betur fyrir vestan seinna í vikunni.
Um kvöldið fórum við í SALSA-afmæli til Birgis Ísleifs Gunnarssonar. Við gáfum honum mjög svo óvænta gjöf en við fengum Valgeir Guðjónsson til að koma og syngja og kom það afmælisbarninu þvílíkt á óvart. Valgeir sló í gegn með gamansögum og söng og heppnaðist þetta afar vel.
Er núna að undirbúa mig andlega undir stutta vinnuviku því á miðvikudag/fimmtudag leggjum við Steinar af stað til Bolungarvíkur JIBBÍÍ