sunnudagur, október 30, 2005

Fór að hugsa um daginn hvað ég ætti að verða þegar ég yrði stór... hélt kannski að það væri á hreinu en maður getur aldrei verið viss. Ætti ég að EYÐA tíma mínum í vinnu, stress og missa af börnum mínum alast upp eða VERJA tíma mínum í eitthvað sem mér finnst skipta máli og lætur mér líða vel. Pæling.... Að eyða tíma í vinnu er kannski aðeins of sterkt til orða tekið því alltaf verður maður að sjá fyrir sér og sínum en það er líka spurning hvenær maður er að eyða tíma sínum og hvenær maður er að verja honum. Smá verkefni fyrir ykkur: Hvenær eru þið að eyða tíma og hvenær eru þið að verja tíma?? Mér þætti fróðlegt að vita hvernig fólk lýtur á tíma sinn, mjög verðmætur eða ekki... (þetta tímastjórnunarnámskeið er alveg að hertaka hugann þessa dagana....)

laugardagur, október 15, 2005

Fór á Bingó í Vinabæ í gær með pabba og Steinari og þvílík stemning... Gömlu konurnar með bingóvöðvana keðjureyktu yfir 15 spjöldum og drukku uppáhellt kaffi í lítravís, maður fer pottþétt þangað aftur :O)

Tímastjórnunarnámskeiðið gengur vel, nú er ég orðin snillingur í að stjórna mínum eigin tíma... verst bara að ég veit ekkert hvað á að gera við allan þennan frítíma hehehe :OD

þriðjudagur, október 11, 2005

þetta er nú saga til næsta bæjar... blogg tvo daga í röð usss..... en það er nú bara vegna þess að ég hef verið boðin í kvöldmat í foreldrahús tvö kvöld í röð og þannig komist á netið tvö kvöld í röð :O)
Ég byrja á spennandi námskeiði í þessari viku, Tímastjórnun hjá endurmenntun Háskólans í Reykjavík. Veitir kannski ekki af því þegar manni langar í svona ca. 5 tíma auka í sólarhringinn að geta skipulagt tímann sinn vel. Byrjaði í síðustu viku á öðru spennandi námskeiði með Steinari en það er sænskunámskeið hjá Svenska Foreningen á Íslandi. Vikunni þar á undan byrjaði ég á enn öðru námskeiði en það er sjálfkennsla í badmintoni með Hönnu, Karen og Guðfinnu. Sem sagt fullt af spennandi námskeiðum ....

seinna elskur

mánudagur, október 10, 2005

Ahhhh.... elska laugardaga :O) Það er svo fínt að geta rölt Laugarveginn, setjast inn á kaffihús og lesa blöð og láta sér líða vel. Þetta gerðum við Steinar upp úr hádegi á laugardaginn, fórum á Súfistann og fengum okkur kaffi og brauð. Lásum blöðin og fengum svo símtal frá Kalla en hann og Harpa og Hera Katrín voru einmitt að labba framhjá Súfistanum og sáu okkur í glugganum. Þau heilsuðu aðeins upp á okkur og svo var komið að ÚTSÖLU ÚTSÖLU ... :o)
Þorsteinn Bergmann lagersalan hjá Slippnum Mýrargötu gerði minn laugardag enn betri og ég og Steinar komum heim með 4 fulla poka af dóti og mamma með 2 poka. Alls konar flott dót frá 1960-1970 "glænýtt" beint úr kassanum! Keyptum m.a. eldhúsklukku, ál-ruslafötur, fægiskóflu, eldfast mót, teke-til og fleira. Ester sagði okkur frá þessari lagersölu í MÍ matarboði á föstudagskvöldið en þar bar Binna fram hvern pastaréttinn á fætur öðrum og dýrindis súkkulaðisósur með ís í eftirrétt :O)
Eftir lagerinn kíktum við með mömmu í kaffi til Hörpu, Kalla og Heru Katrínar. Borðuðum heimabakaða pítsu í Garðabænum um kvöldið og leigðum svo Hótel Rúanda. Rosalega átakanleg mynd um þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994, þurfti alveg að berjast við kökkinn í hálsinum...
Sunnudagurinn var einnig góður, ég var að þrífa sem mest ég mátti, kíkti í Smáralind með mömmu og svo var afmæli hjá Hildu Steinunni og Guðmundi Hjalmari um kvöldið.
Sem sagt mjög góð helgi í alla staði :O)
Verð svo að fara að blogga aðeins oftar svo færslurnar verði ekki svona langar og leiðinlegar.... takk fyrir að lesa

laugardagur, október 01, 2005

já fór í frí.... frá bloggi í smá tíma. Var búin að láta Steinar vita að það yrði mikið að gera í vinnunni í september og ég yrði að vinna eitthvað á kvöldin, hefði kannski átt að láta ykkur vita líka ;) Er sem sagt að blogga í fyrsta skiptið í rúman mánuð....
Mikið búið að gerast og enn meira á eftir að gerast, ég er byrjuð að æfa badminton einu sinni í viku með Hönnu, Karen og Guðfinnu, ég er að skoða sænskunámskeið sem mig langar á, Steinar er í Berlín og kemur heim á þriðjudaginn, amma og afi í Bolungarvík eru í bænum, ég fór í leikhús á fimmtudaginn sl., fór út að borða á Austur-Indía fjelagið á miðv.daginn sl. og svona mætti lengi telja.
Gerði góðverk um daginn og gaf blóð í fyrsta skipti! Hélt að það myndi pottþétt líða yfir mig og allt í klessu en mér hefur aldrei liðið jafn vel, 500 gr léttari og einhver sjúkur/slasaður græddi á mér :O)

Ester klukkaði mig um daginn þ.a. ég tel upp nokkrar staðreyndir um mig sem kannski fáir vita...
1) ég HATA sellerí
2) þegar ég var lítil ætlaði ég að verða bæjarstjóri á Egilsstöðum þegar ég yrði stór
3) ég lærði hægri og vinstri þannig að eina nóttina þegar ég var ung að árum (5-7 ára man ekki...) dreymdi mig að á hægra læri stæði H skrifað með svörtum tússpenna og á vinstra læri væri V skrifa með mjóum grænum kúlupenna
4) ég hannaði föt og lét sauma á mig fyrst þegar ég var 8 ára
5) ég vissi daginn sem ég hitti Steinar Júlíusson fyrst að hann yrði faðir barna minna
6) ég trúi því að allt sem gerist eigi að gerast
7) ég átti einu sinni vinkonu sem hét Silla og var ári eldri en ég og við lékum okkur mikið saman, hún flutti til útlanda þegar ég var 5-6 ára, það sá hana enginn nema ég
8) mig dreymir um að hafa meiri tíma til að geta saumað, málað, hanna húsgögn og fl.
9) mér finnst æðislegt að fá mér göngutúr um miðbæ Reykjavíkur
10) ég hlakka mikið til framtíðarinnar því það er svo margt skemmtilegt sem á eftir að gerast ;O)

vá þetta voru kannski aðeins fleiri en 5 atriði en ég gat bara ekki hætt :O)
Núna sit ég nýklippt og fín á Kaffi Cultura á Hverfisgötu með fartölvuna mína, er á leið í afmæli til Heru nöfnu minnar (Hera Katrín Karlsdóttir) en litla dúllan varð 2ja ára í gær.

þangað til næst,
Katrín