mánudagur, desember 26, 2005

hó hó hó Merry Christmas everybody :O)

Heyrði góða hugleiðingu í útvarpinu um daginn. Í byrjun desember átti maður að ímynda sér að nú væri kominn 7. janúar og skoða hvernig manni liði þann dag. Var maður kvíðinn fyrir því að fá næsta Visa reikning, búin að éta á sig 5 aukakíló og leið illa yfir því að hafa ekki knúsað ættinga og vini... eða var maður glaður og ánægður yfir góðum jólum, jólagjafainnkaupin rústuðu ekki fjárhagnum og maður hafði tækifæri til að hitta vini og ættingja og eiga með þeim góðar stundir. Þetta fékk mig til að hugsa um hvað jólin í raun þýða... langar mig til að halda neyslujól eða gleði- og friðarjól eins og Pálmi Gunn vinur okkar söng hér í denn?

Ég fór líka að hugsa um góðverk þegar ég sá fréttir á Þorláksmessu. Þar var frétt um fótboltastrák sem fór með fátækri konu í Kringluna og keypti föt á hana og börnin hennar, mat og jólagjafir. Konan var svo þakklát og stráknum leið svo vel, minnkaði sína eigin neyslu yfir hátíðarnar og sparaði við jólagjafakaup til að geta hjálpað konunni, sem þann 1.des stóð uppi með 1500 kr til að lifa af til áramóta. Mér finnst einmitt þessi hópur aðeins gleymast um hátíðar, það er miklu meira fjallað um fórnarlömb jarðskálfta í Pakistan og hungruð börn í Afríku. Af hverju ekki að líta sér nær og hjálpa beint fjölskyldunni í næsta húsi? Þá fær maður bros og þakklæti beint í æð. Ekki skilja það þannig að fólk í Pakistan og annars staðar í heiminum þurfi ekki hjálp en við eigum heima í svo litlu landi og það ætti ekki að vera erfitt að hálpa fyrst þeim fáu sem hér búa og einbeita sér svo að restinni af heiminum.

Ég og Steinar gerðum því lítið góðverk um jólin, gáfum hamborgarahrygg og hangikjöt til Fjölskylduhjápar Rauða Krossins. Mikið svakalega leið mér vel eftir á en verst fannst mér að hafa ekki gefið meira... Við eigum pottþétt eftir að endurtaka leikinn á næstu árum!

föstudagur, desember 16, 2005

þar sem ég er í alveg banastuði núna þá drita ég inn klukkinu...

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en að ég dey:
giftast honum snúlla mínum
eignast börn og ala þau vel upp
eignast góðan flygil í framtíðarstofuna
hjálpa öðrum
læra meira
vera góð við sjálfan mig
finna upp tímavél sem bætir 5 tímum við sólarhringinn...

7 hlutir sem ég get gert:
spilað á píanó
verið ófeimin
saumað
eytt peningum
einbeitt mér
lært útlensku
línuskautað

7 hlutir sem ég get ekki gert:
meitt einhvern viljandi
keyrt ógisslega hratt
farið í bað án þess að fara í sturtu á eftir
arabaflikkskrúfu
slæpast án tilgangs
verið róleg í flugvélum
borðað sellerí

7 frægir sem heilla:
Angelina Jolie
Diddú
Reese Witherspoon
David Attenborough
Luke Wilson
Owen Wilson
Robbie Wiliams

7 hlutir sem heilla mig við aðra manneskju:
hugmyndaflug
hressleiki
samviskusemi
góður húmor
áhugasemi
jákvæðni
umhyggjusemi og hlýja

7 setningar sem ég nota mikið:
góðan daginn
æi krúttið
nákvæmlega
já einmitt
hæ, hvað segirðu?
díses
takk fyrir mig

7 hlutir sem ég sé:
vatnskanna
borðsími
dagatal
myndavél
hleðslutæki
taska
jólaskraut

7 sem ég ætla að klukka:
þeir 7 í heiminum sem ekki er búið að klukka...


Shitt þetta tók alveg dágóðan tíma... blogga greinilega ekki í bráð hehehe ;O)
Your Birthdate: December 6

You tend to be a the rock in relationships - people depend on you.
Thoughtful and caring, you often put others needs first.
You aren't content to help those you know... you want to give to the world.
An idealist, you strive for positive change and dream about how much better things could be.

Your strength: Your intuition

Your weakness: You put yourself last

Your power color: Rose

Your power symbol: Cloud

Your power month: June


You Are 60% Boyish and 40% Girlish

You are pretty evenly split down the middle - a total eunuch.
Okay, kidding about the eunuch part. But you do get along with both sexes.
You reject traditional gender roles. However, you don't actively fight them.
You're just you. You don't try to be what people expect you to be.


Hmmm.... ætli það sé eitthvað til í þessu? Segið þið mér...

föstudagur, desember 09, 2005

Voðalega er ég löt að drita hér inn...
Jæja átti góðan afmælisdag um daginn. Dagurinn byrjaði samt ekki svo vel, vaknaði með hálsbólgu, tognaði á ökkla á leið út í bakarí og datt í drullupoll í vinnunni... en allt er gott sem endar vel ekki satt! Steinar bauð mér í afmælismat á La Primavera í hádeginu og gaf mér gullfallega afmælisgjöf, hann er alltaf svo sætur þessi elska :O) Um kvöldið henti ég fram úr erminni nokkrum kökum og pabbi hjálpaði mér með pönnsurnar og mamma hrærði í súkkulaðinu. Það voru um 25 manns í kaffi um kvöldið og allir fóru saddir heim vonandi...
Svo er ég bara búin að liggja í rúminu í gær og í dag með helv... flensu og hausverk. Verð vonandi hress fyrir jólahlaðborðið á morgun :\ Afrekaði samt að halda MÍ í gær, var með Raklett svo ég þurfti bara að skera niður matinn en ekki elda sniðug ég!

Er ekkert byrjuð að undirbúa jólin fyrir utan það að föndra nokkur jólakort. Veit ekkert hvað ég á að gefa í jólagjafir en þar sem Steinar er kominn í jólafrí eftir daginn í dag þá vona ég að hann sjái bara um þetta ;)

Þriðji í aðventu ekki á morgun heldur hinn, eruði að trúa þessu??