sunnudagur, febrúar 26, 2006

Hver er Stella Blómkvist??

Bækurnar fjalla um hrokafullan, metnaðargjarnan kvenkynslögfræðing sem blótar og notar orð eins og "pungstappa" til að lýsa óþokkum. Hún gengur um í leðurdressum (stuttum leðurpilsum) og hnéháum leðurstígvélum í stíl. Hún drekkur viskí á kvöldin og þekkir öll dýrustu og fínustu rauðvínin. Um helgar elskast hún með öðrum konum...

Ef það er ekki kall sem skrifar þessar bækur þá má ég ljótur hundur heita!

Ég vil halda því fram að rithöfundurinn sé Davíð Oddson og af því að bækurnar eru grófar, með ljótu orðbragði og kynlífslýsingum þá getur hann ekki annað en komið fram undir dulnefni. Það væri hvorki hægt að eiga forsætisráðherra né seðlabankastjóra sem setti slíkt á blað, eða hvað?

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Helgin...
bjórkvöld...
göngutúr á Laugavegi...
hitta Öldu Maríu...
sumarbústaður...
afmæliskaffi...
matarboð...
slörgerð...