þriðjudagur, apríl 18, 2006

Vá stutt frí maður, ég rétt náði að sofa út einn dag eða svo og bara mætt í vinnuna aftur! Jæja en hvað með það...

Það styttist svo óðum í þann dag sem Steinar mun játast mér og verða bundinn mér að eilífu !! MUUUÚAHAHAHAHAHAHA ;O)Fólk hefur aðeins verið að spurja um gjafalista fyrir brúðkaupið. Við leggjum náttúrulega áherslu á það að fólk mæti til Boló og eigi með okkur góðar stundir. Ef vilji er fyrir því að koma með gjafir með sér þá bendum við á gjafalista í Kokku og Dún&Fiður, bæði á Laugaveginum. Við erum eldhússdótafíklar (Kokka) og svo erum við að safna okkur fyrir tvíbreiðri sæng og rúmfötum (Dún&Fiður). Við horfum reyndar líka hýru auga á nýtt rúm og erum að safna okkur fyrir slíku (ekki nein sérstök búð).

miðvikudagur, apríl 12, 2006

GLEÐILEGA PÁSKA LITLU DÝRIN MÍN !!

Ég er farin í páskafrí, veit ekki hvenær ég kem aftur...

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Alltaf gaman þegar frí nálgast... get EKKI beðið eftir páskafríinu þó það sé bara 3 dagar. Vona bara að vinnumennirnir sem vekja okkur eldsnemma á morgnana með MIKLUM LÁTUM verði líka í fríi. Nenni ekki að vakna á laugardaginn með mann í appelsínugulum galla hangandi fyrir utan klósettgluggann hjá mér!! En ykkur til upplýsinga þá er verið að gera við húsið sem við búum í, búið að setja upp þvílíka vinnupalla hringinn í kringum húsið með tilheyrandi mannskap - og látum.
Nú get ég ekki farið í sturtu á morgnana nema ég sé vöknuð fyrir kl. 7 því upp úr kl. 8 eru vinnumennirnir byrjaðir að væflast fyrir utan gluggana og ég höndla það ekki eins morgunhress og ég nú er ;0)
Það fer líka rosalega mikið í mig að hafa ekkert um þessar framkvæmdir að segja, maður vaknar bara einn daginn með menn í garðinum... þetta er einn af ókostum þess að búa í leiguíbúð en jafnfram smá kostur því ég þarf ekki að borga krónu í þessar framkvæmdir þó það fari kannski smá tollur af geðheilsunni :o\

Það verður nóg að gera um páskana, TMC-pratý á miðvikudagskvöldið, fermingarveisla á fimmtudaginn, fiskur hjá mömmu og pabba á föstudaginn, brúðkaupsveisla á laugardaginn og aaaaafslapp sun+mán og svo vinna aftur vinna!

föstudagur, apríl 07, 2006

ÞVÍLÍKUR föstudagur í mér... eirðarleysi og hugurinn kominn eitthvað allt annað en þar sem hann á að vera þ.e.a.s. við hönnun jarðvinnusniða fyrir heimæðar!!
Allt í einu var ég farin að hugsa um hversu notó það verður að liggja á ströndinni við botn Miðjarðarhafs eftir rúma 2 mánuði, fá brúnku á kroppinn og biðja nýbakaðan eiginmann um að skjótast á barinn til að ná í kokteila... mmm.... ljúft líf :0)

Langar líka mikið til að eyða helginni í afslöppun, jafnvel sumarbústað með potti og góðum mat og bókum og prjónunum mínum... þvílíkur nautnaseggur...EN nei ætli ég verði ekki að sinna öðrum skyldum.