mánudagur, júní 12, 2006

Ég ætla að óska dúllunum Silju&Kristjáni innilega til hamingju með fallega drenginn þeirra sem fæddist 9. júní! Ég og Steinar heimsóttum þau í gær og það var yndislegt að sjá þau með litla krúttinu :O)

Annars er það að frétta að það snjóaði í Bolungarvík í gær... veit ekki hvort mér eigi að finnast það fyndið eða hvað! Skriður falla á Óshlíðina og við erum að stefna 100 manns þangað um helgina... Klæðið ykkur vel!

fimmtudagur, júní 08, 2006

Hver er ekki til í Belle&Sebastian og Emiliönu Torrini á Borgarfirði Eystri þann 29.júlí ??? Hægt að kaupa miða á midi.is... ég og Steinar ætlum að skella okkur í ferðalag norður/austur!

Hver er memm?

Svo vil ég óska honum Karli föður mínum til hamingju með afmælisdaginn :o) Hann er víst ekki degi eldri en 46 ára!