þriðjudagur, október 17, 2006

Búin að vera dálítið upptekin í heimaprófi í Urban Teori undanfarna daga. Á að skila prófinu næsta föstudag en ákvað að klára það um helgina til að geta einbeitt mér að næsta prófi sem er á mánudaginn eftir viku. Já það tók sem sagt 3 daga að skrifa 3 bls (svör við 4 spurningum) á sænsku geri aðrir betur hmmm... :/

Margt búið að gerast síðan síðast, Oddur heimsótti okkur þarsíðustu helgi og var það mjög gaman. Ég var reyndar pínku upptekin í skólanum en þeir bræður gátu skemmt sér í borginni þó ég væri ekkert að hanga yfir þeim :) Svo er Steinar búinn að vera í Prag síðan á fimmtudaginn en ég endurheimti hann í kvöld sem betur fer. Ásrún átti afmæli í síðustu viku, til hamingju með það - það er pakki á leiðinni :)
Ég, Stebbi og Kristveig erum aðeins búin að undirbúa Barcelona ferðina í næstu viku og þá fæ ég að sjá Sólbrúnu mína !! Svo ætlar hún Silja mín með Elvar krúttilíus að heimsækja Stokkhólm eftir aðeins tæpar 4 vikur. JIIIIIII HVAÐ ÉG HLAKKA TIL !!! það eru sko spennandi tímar framundan :D

En þá að nafnakeppninni sem ég skellti fram í síðustu færslu. Það komu ansi skemmtilegar tillögur inn á borð dómnefndar og hefur nefndin loksins lokið störfum. Áður en sigurvegari verður tilkynntur þá byrjum við á smá greiningu.

1. Ásdís [Caca]: kúkur? hmmm....
2. SHE [Katarína]: passívt en lýsir mér ágætlega :)
3. Mamma [Trínus]: maaammmaa... ég er sko orðin 25 ;)
4. Kiddi [Svía-grýla]: hélt að grýla væri dauð...!?
5. Steinar [Ku Klux Katrín]: wtf??
6. Kiddi [skiptineminn]: gengur ekki, ég er ekki skiptinemi
7. Kiddi [KaxKa]: þetta með svíaveldið er gott :D
8. Dagný [Kata]: úpps... Kata er bannorð á mínu heimili :9. Sólveig [Ladykay]: er ég dama? hehehe
10. Þórey [CrazyKa]: (ekki) erfitt að standa undir því nafni ;)

Sigurvegarinn er DADADADARRRRAAAAAA......... ENGINN ANNNAR/ÖNNUR EN

*************************
- HÚN SOLLA MÍN GAU -
*************************

Ég skemmti mér mjög vel yfir þessari lesningu og hló mest þegar ég las Ladykay! Ég get lofað ykkur því að það geta ekki allir verið sammála því að ég sé lady (þar á meðal ég) en Solla hefur smá forskot fram yfir hina keppendurna, hún hefur þekkt mig frá fæðingu og kannast því við söguna á bak við fínu fötin og bæjarstjórastöðuna á Egilsstöðum... En ég þakka öllum þáttökuna og þakka Kidda sérstaklega fyrir skemmtilegan keppnisanda, Kiddi: þú ert í öðru sæti :)

Kveð í bili í þeirri von um að ég geti einbeitt mér að próflestri fram á mánudag.

Kv. LadyKay

laugardagur, október 07, 2006

Ég held svei mér þá að ég ætti að blogga meira á sænsku, það hringdi allavega enginn í vandræða-númerið sem ég gaf upp.

En í tilefni af því að þetta er 5 árið í röð sem ég blogga í október þá ætla ég að hafa smá 5 ára afmælis-samkeppni og það eru verðlaun í boði úhúhú. Þannig er nú það að einu sinni gerði hún Silja Hrund lista yfir nöfn sem ég hef borið í gegnum tíðina og náði upp í 9 stk. Nú bið ég ykkur að finna nafn nr. 10 og sá sem nefnir besta nafnið (að mínu mati) hlýtur óvæntan glaðning frá Sverige ;) Hér kemur listinn hennar Silju:

1. Katrín Karls
2. KaKa
3. Katy
4. Katyline
5. kknr1
6. Ka
7. Katrinka
8. KAY KAY KAY KAYTILINE
9. Special K
10. ????

Gangi ykkur vel.

ps. ég blogga ekki aftur fyrr en vinningshafi er fundinn!

miðvikudagur, október 04, 2006

Hej alla ihop!

Jag tänker skriva liten text på svenska eftersom snart kommer tentaperioden och då måste jag skriva allting på svenska. Om jag skriver inte rätt så kan ni korrigera mig eller bara skratta åt mig hehehe...
Jag har nästan varit i skolan sen jag skrev här i fredags, vi har stort projekt med Bromma flygplatsen (vi gör översiktskarta) som skulle vara färdigt på måndag och hela helgen satt jag och ritade på karta! Jag kännde som jag var på dagis igen... rita med trevliga färger hela dagen :) Men det går bra tycker jag och mina gruppkompisar. I morgon ska jag göra helt annat projekt med min kompis Mia. Det handlar om Reimersholme som är en liten ö i Stockholm.

Jag kan också berätta att jag och Steinar har köpt biljetter utomlands... tyvärr inte på samma ställe. Jag skal åka till Barcelona tillsammans med Stebbi och Kristveig genast efter sista tentan den 23de oktober och vi kommer tillbaka till Stockholm lördagen 28de oktober. Jag ser verkligen fram emot till den resan och också att träffa Sóley som bor i Barce :) Steinar skal åka nästa vecka till Prague att träffa Gísla som pluggar där (utbytesstudent). Prague är ställe som jag skulle vilja besöka, jag måste hitta tid att åka dit!

Jag hoppas det blir inte svårt att läsa den texten, om det blir omögligt så kan ni ringa mig tfnr: 555-5555.

Jan kan lova att nästa "blogg" blir inte på svenska...

Ha det!