Þvílíkt jólastemning, það vantar bara snjóinn...
Sigrún og Júlli voru hjá okkur um helgina og við vorum aðallega að rölta í bænum, á milli kaffihúsa og verslana. Búið að skreyta mikið í miðbænum og jólamarkaðir opnir í Gamla Stan og við Kungsträdgården. Þau buðu okkur út að borða í gær á Café Milano og við fengum alveg rosalega góðan mat. Reyndar vorum við borðandi og drekkandi nánast allan tíman sem þau voru hér, þvílíkt kóngalíf! Takk kærlega fyrir okkur og fyrir komuna til Stokkhólms :)
Svo komu þau komu með jólakökur frá mömmu (allt jólabakkelsið úr Hvannalundinum að ég held) og ummm.... hvað það var gott að fá sér kaffi og piparkökur, mömmukökur, lagköku og karamellur í dag :) Takk fyrir baksturinn mammsa mín!
Svo er bara svo mikið búið að gerast að ég næ varla að telja það upp í einu... nóvember er sem sagt búin að vera þétt setinn :) Mánuðurinn byrjaði með verkefnavinnu í skólanum og flensukvikindi sem náði að halda mér heima í nokkra daga.
Silja&Elvar komu svo í heimsókn í rúma viku, 11.-18.nóv og við náðum að heimsækja Kristveigu, borða hjá Stebba í Täby, kíkja í stærsta moll í Svíþjóð, labba um Gamla Stan, heimsóttum Skansen, fengum okkur shushi svona 3 sinnum og margt margt fleira. Það var svoooo gott að fá hana Silju sína í heimsókn og knúsa hana og litla kútinn hennar sem er kannski ekkert svo lítill lengur hehe
Þegar Silja&Elvar fóru heim tók við próflestur og verkefnavinna. Prófið var síðasta fimmtudag og svo komu Sigrún og Júlli á föstudaginn. Já þetta er svona nóvember í hnotskurn, desember er handan við hornið og við komum heim eftir akkurat 4 vikur eða kl.16:00 á aðfangadag!
Megið þið eiga góða viku gott fólk, ég hendi inn myndum við tækifæri.
Puss&Kram från KK