þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Hjónalíf!

Hjónin að fara að sofa...
K: Eigum við að veðja?
S: Veðja um hvað?
K: Að þú sofnir á undan mér í kvöld.
S: Katrín, það er ekki veðmál það er LÖGMÁL!

2 mínútum seinna...

S: *hrjót hrjót*

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Þvílíkt jólastemning, það vantar bara snjóinn...
Sigrún og Júlli voru hjá okkur um helgina og við vorum aðallega að rölta í bænum, á milli kaffihúsa og verslana. Búið að skreyta mikið í miðbænum og jólamarkaðir opnir í Gamla Stan og við Kungsträdgården. Þau buðu okkur út að borða í gær á Café Milano og við fengum alveg rosalega góðan mat. Reyndar vorum við borðandi og drekkandi nánast allan tíman sem þau voru hér, þvílíkt kóngalíf! Takk kærlega fyrir okkur og fyrir komuna til Stokkhólms :)


Svo komu þau komu með jólakökur frá mömmu (allt jólabakkelsið úr Hvannalundinum að ég held) og ummm.... hvað það var gott að fá sér kaffi og piparkökur, mömmukökur, lagköku og karamellur í dag :) Takk fyrir baksturinn mammsa mín!

Svo er bara svo mikið búið að gerast að ég næ varla að telja það upp í einu... nóvember er sem sagt búin að vera þétt setinn :) Mánuðurinn byrjaði með verkefnavinnu í skólanum og flensukvikindi sem náði að halda mér heima í nokkra daga.
Silja&Elvar komu svo í heimsókn í rúma viku, 11.-18.nóv og við náðum að heimsækja Kristveigu, borða hjá Stebba í Täby, kíkja í stærsta moll í Svíþjóð, labba um Gamla Stan, heimsóttum Skansen, fengum okkur shushi svona 3 sinnum og margt margt fleira. Það var svoooo gott að fá hana Silju sína í heimsókn og knúsa hana og litla kútinn hennar sem er kannski ekkert svo lítill lengur hehe


Þegar Silja&Elvar fóru heim tók við próflestur og verkefnavinna. Prófið var síðasta fimmtudag og svo komu Sigrún og Júlli á föstudaginn. Já þetta er svona nóvember í hnotskurn, desember er handan við hornið og við komum heim eftir akkurat 4 vikur eða kl.16:00 á aðfangadag!

Megið þið eiga góða viku gott fólk, ég hendi inn myndum við tækifæri.
Puss&Kram från KK

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Best ad skrifa smá, er samt út í skóla og thad eru bara leidinlegir stafir á lyklabordinu... thannig ad thetta verdur stutt. Ekkert búin ad blogga lengi og svo sem enginn ad bidja um blogg nema Steinar og ég er med honum nánast 24/7 en allt í lagi ad koma med smá fréttir. Silja var hér í viku med Elvari og var thad alveg aedislegt :) Töludum og versludum og bordudum eins og okkur einum er lagid ;) Svo var ég ad lesa fyrir próf sem ég var ad koma úr, vona ad thad hafi gengid nógu vel til ad ná en thad kemur bara í ljós. Annars allt gott ad frétta, Sigrún og Júlli koma í heimsókn á morgun thad verdur gaman :)
Meira um thad sídar,
kv.KK

mánudagur, nóvember 06, 2006

Ekkert að gerast nema það að Steinar er að elda og ég hangi í tölvunni þangað til ég heyri ...kraakkar... maaaatur...
Hjólaði í H&M áðan til að kaupa mér húfu en sá ekki húfuna sem mig langaði í, fann aftur á móti úlpu sem mig langar í og er að spá í að gefa mér hana í 25 ára og 11 mánaða afmælisgjöf en ég á einmitt svoleiðis afmæli í dag. Ætli ég bíði samt ekki með verslunarferðir þangað til Silja ofurverslari mætir á svæðið :)

Svo er það lítil saga úr skólanum: Um daginn var ég í umræðutíma þar sem bekknum var skipt um í 2 hópa og voru hóparnir leiddir af kennurum sem við höfðum ekki hitt áður. Þegar ég sá kennarann sem var með minn hóp hljómaði í hausnum á mér aftur og aftur: "Þett´er frændi´inn essska!" Gaurinn var með beyglaðan litla putta...

Við skulum svo ekki gleyma því að Steinar fann mynd af mér á netinu...
(tekið af síðunni www.palestina.is)

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Próf, Barcelona, skóli, vont veður... já það hefur sko margt á daga mína drifið síðan síðast.

Svona í stuttu máli þá gengu prófin ágætlega held ég.
Barcelona var geðveik, Stebbi og Kristveig voru að standa sig þvílíkt vel sem ferðafélagar og Sóley brilleraði í hótelstjóraembættinu. Edu tók svo við þegar Sóley skrapp til Íslands. Við skoðuðum margt og mikið t.d. Sagrada familia, Gaudi garðinn, Gaudi húsið "La Pedrera", Picasso safnið, Camp Nou, borðuðum fullt af tapas, drukkum servesa og höfðum það alveg æðislegt í hitanum. Ekki var amalegt að fá þetta góða veður í Barce því þegar við komum aftur til Stockhólms þá var aðeins 1°C og í dag er snjókoma og vindur. Er ekki frá því að hitamismunurinn hafi farið eitthvað illa í mig því ég er drullukvefuð og var bara heima í dag að drekka heitt te. Stalst þó aðeins út til að segja upp leigusamningnum okkar en það er 2 mánaða uppsagnarfrestur. Er ekki frá því að ég hafi verið soldið sorgmædd...


Ég og Sóley að skála fyrsta kvöldið í Barce.


Ferðafélagarnir Stebbi og Kristveig í Gaudi garðinum.

Þegar ég lenti á laugardagskvöldið í Stockhólmi þá beið mín Halloween partý á ganginum og voru hinir fjölskyldumeðlimirnir í þvílíku stuði og mjög glaðir yfir því að hafa endurheimt mig ;) Á sunnudeginum fórum við Steinar svo með hluta af sænsku fjölskyldunni okkar (krakkarnir á ganginum) upp í Kaknästornet (sjónvarpsturn í göngufæri frá húsinu okkar) og nutum útsýnis af 30. hæð í fallegu veðri. Komið fullt af nýjum myndum á myndasíðuna okkar!

10 dagar þangað til Silja og Elvar koma í heimsókn :O)