Mikið búið að gerast í vikunni, fórum út að borða á mánudaginn með Stebba, Kristveigu, Dagnýju og Gústafi í tilefni þess að Stebbi átti afmæli (þann 19.des) og svo síðasta kvöldið okkar saman í Stokkhólmi en Dagný fór heim til Íslands daginn eftir. Á þriðjudaginn borðuðum við með krökkunum á ganginum, á miðvikudaginn fórum við á jólatónleika með Teknolog kören en Kristveig syngur í þeim kór og voru þetta mjög flottir tónleikar. Eftir tónleikana kíktum við á kaffihús með Kriz og fórum svo á próflokadjamm í KTH. Á fimmtudaginn versluðum við og tókum því rólega... á föstudaginn fórum við á tónleika með Peter Björn and John. Geggjaði tónleikar með þessu rosa fína sænska bandi.
Í dag er svo Þorláksmessa, búin að pakka og kíkja í bæinn, hittum Miu og kvöddum hana, prenta út flugmiða og erum að fara að borða kvöldmat.
Það lýtur út fyrir seinkunn á flugi heim til Íslands á morgun svo það gæti verið að jólin hringi inn hjá okkur yfir Atlantshafinu :0/
En því miður engin jólakort þessi jólin, þannig að jólakveðja til allra sem vilja kemur hér:
GLEÐILEG JÓL OG GOTT NÝTT ÁR :0)
Í dag er svo Þorláksmessa, búin að pakka og kíkja í bæinn, hittum Miu og kvöddum hana, prenta út flugmiða og erum að fara að borða kvöldmat.
Það lýtur út fyrir seinkunn á flugi heim til Íslands á morgun svo það gæti verið að jólin hringi inn hjá okkur yfir Atlantshafinu :0/
En því miður engin jólakort þessi jólin, þannig að jólakveðja til allra sem vilja kemur hér:
GLEÐILEG JÓL OG GOTT NÝTT ÁR :0)